Húnavaka


Húnavaka - 01.05.1966, Blaðsíða 52

Húnavaka - 01.05.1966, Blaðsíða 52
50 HÚNAVAKA kvæmt hjá sér, og hlaut því að hvíla hér einn gesta hans. Ég skeytti því svo ekki meira, en sofnaði bráðlega. Síðla nætur vaknaði ég við það, að önnur hendi mín var flækt í einhverju. Mér virtist ótal þráðum vera vafið um hana. Hálfsofandi fór ég að athuga, hvað þetta gæti verið. Ég fann brátt, að þetta var mannshár, ákaflega langt. Annað hvort hafði ég lent hér hjá útilegu- manni — eða — öðru, sem mér þótti enn þá ægilegra — kvenmanni! }á, ég var aðeins 16 ára sveitadrengur. — Innri vitund mín hvísl- aði því að mér, að þetta væri kvenhár. Ég ætlaði í skyndi að brölta fram úr rúminu, en þá reis ungfrúin upp. „Hver er þetta?“ spurði hún hrædd og undrandi. Mér vafðist tungu um tönn eitt andartak. Loks gat ég stamað: „Ég heiti Ólafur og er frá Mel í Stórusveit." „Hvað ert þú að gera hér?“ Hverju átti ég að svara? Ég greip það sem fyrst varð fyrir: „Mér var sagt að sofa hérna.“ „Var þér sagt að sofa hjá mér?“ „Já — nei, — sko. Mér var bara sagt að sofa í þessu rúmi. Ég vissi ekki að stúlka svæfi hérna.“ „Hamingjan góða! Nú skil ég!“ sagði ungfrúin glaðlega og þó hálf-feimnislega. „Ég heiti Jónína og er frá Mikluskógum í Vörmu- sveit. Ég kom hingað með bróður mínum í gær. Við áttum að sofa í baðstofunni, en ég fékk leyfi hjá húsmóðurinni til að fá að sofa hérna í herbergi sonar hennar, sem nú er ekki heima. Um þetta hefur enginn vitað, nema við tvær. Sá sem vísaði þér hingað hefur ekkert um þetta vitað og húsmóðirin líklega ekki munað eftir því.“ Okkur létti báðum við þessa skýringu. Við þögðum bæði og litum við og við hvort á annað. Hún var á líkum aldri og ég, það sá ég við skímuna, sem lagði frá rísandi degi. Við sátum þarna uppi í rúminu hlið við hlið, bæði feimin og ráðþrota. Loks opnaði ég munninn og sagði: „Það er líklega bezt að ég klæði mig.“ „Nei, nei, það er alltof snemmt. Þú ert auðvitað þreyttur og þarft að sofa lengur." „Ja-á, en — en, ef komið verður að okkur hérna?“ Nú kom vandræðaleg þögn. Þetta voru alvarlegar kringumstæð- ur. Loks rauf Jónína þögnina:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Húnavaka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húnavaka
https://timarit.is/publication/1122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.