Húnavaka - 01.05.1966, Blaðsíða 52
50
HÚNAVAKA
kvæmt hjá sér, og hlaut því að hvíla hér einn gesta hans. Ég skeytti
því svo ekki meira, en sofnaði bráðlega.
Síðla nætur vaknaði ég við það, að önnur hendi mín var flækt í
einhverju. Mér virtist ótal þráðum vera vafið um hana. Hálfsofandi
fór ég að athuga, hvað þetta gæti verið. Ég fann brátt, að þetta var
mannshár, ákaflega langt. Annað hvort hafði ég lent hér hjá útilegu-
manni — eða — öðru, sem mér þótti enn þá ægilegra — kvenmanni!
}á, ég var aðeins 16 ára sveitadrengur. — Innri vitund mín hvísl-
aði því að mér, að þetta væri kvenhár. Ég ætlaði í skyndi að brölta
fram úr rúminu, en þá reis ungfrúin upp.
„Hver er þetta?“ spurði hún hrædd og undrandi.
Mér vafðist tungu um tönn eitt andartak. Loks gat ég stamað:
„Ég heiti Ólafur og er frá Mel í Stórusveit."
„Hvað ert þú að gera hér?“
Hverju átti ég að svara? Ég greip það sem fyrst varð fyrir:
„Mér var sagt að sofa hérna.“
„Var þér sagt að sofa hjá mér?“
„Já — nei, — sko. Mér var bara sagt að sofa í þessu rúmi. Ég vissi
ekki að stúlka svæfi hérna.“
„Hamingjan góða! Nú skil ég!“ sagði ungfrúin glaðlega og þó
hálf-feimnislega. „Ég heiti Jónína og er frá Mikluskógum í Vörmu-
sveit. Ég kom hingað með bróður mínum í gær. Við áttum að sofa í
baðstofunni, en ég fékk leyfi hjá húsmóðurinni til að fá að sofa
hérna í herbergi sonar hennar, sem nú er ekki heima. Um þetta
hefur enginn vitað, nema við tvær. Sá sem vísaði þér hingað hefur
ekkert um þetta vitað og húsmóðirin líklega ekki munað eftir því.“
Okkur létti báðum við þessa skýringu. Við þögðum bæði og litum
við og við hvort á annað. Hún var á líkum aldri og ég, það sá ég
við skímuna, sem lagði frá rísandi degi. Við sátum þarna uppi í
rúminu hlið við hlið, bæði feimin og ráðþrota. Loks opnaði ég
munninn og sagði:
„Það er líklega bezt að ég klæði mig.“
„Nei, nei, það er alltof snemmt. Þú ert auðvitað þreyttur og
þarft að sofa lengur."
„Ja-á, en — en, ef komið verður að okkur hérna?“
Nú kom vandræðaleg þögn. Þetta voru alvarlegar kringumstæð-
ur. Loks rauf Jónína þögnina: