Húnavaka - 01.05.1966, Blaðsíða 17
SIGURSTEINN GUÐMUNDSSON, héraðslæknir:
HéraásKæli Austar-Hunvetn
inga 10 ára
Aður en Héraðshælið tók til starfa var, hér á Blönduósi, lítið og
að flestu leyti mjög ófullkomið sjúkraskýli úr timbri. Það var reist
á árunum 1922—32, en læknishúsið sjálft var reist af Júlíusi Hall-
dórssyni lækni, um síðustu aldamót, og var því orðið eitt elzta lækn-
issetur landsins, í opinberri eign.
í þessu litla sjúkraskýli höfðu að vísu verið gerðar margar læknis-
aðgerðir frá því fyrsta, en öllum var orðið ljóst, að það var fyrir
löngu á eftir tímanum, vinnuskilyrði þröng og afar erfið, húsið illa
staðsett í bænum, mitt í umferðinni, sem óx með ári hverju. Auk
Jressa var hér um timburhús að ræða, og eldhætta þar mikil. Læknis-
luisið sjálft var orðið hrörlegt og með öllu óboðlegt, Jregar miðað
var við nýrri læknisbústaði.
Flestir eða jafnvel allir héraðsbúar voru því sammála um að reisa
Jryrfti nýtt sjúkrahús og læknisbústað, en hugmyndir manna um stað
og tilhögun voru að vonum á reiki.
Talsverður áhugi var þá fyrir stofnun elliheimilis, sem sýndi sig
m. a. í því, að Geitaskarðshjónin, frú Sigríður Árnadóttir og Þor-
björn Björnsson gáfu sýslunni 10 þúsund krónur í þessu skyni, á 60
ára afmæli Þorbjarnar 12. janúar 1946.
Reksturskostnaður sjúkrahúss og hjúkrunarheimilis fyrir gamal-
menni hlýtur að vera mikill og erfiður, þegar um er að ræða stofn-
anir, sem eru reknar aðskildar. Það hlaut því að verða bæði ódýr-
ara og hentugra að sameina Jressar stofnanir og setja undir sama þak
alla heilbrigðisþjónustu héraðsins.
Undir forystu fyrrv. héraðslæknis, Páls V. G. Kolka, var því ráðizt