Húnavaka


Húnavaka - 01.05.1966, Blaðsíða 11

Húnavaka - 01.05.1966, Blaðsíða 11
HÚNAVAKA 9 Sagan segir, að vængir hafi verið á töflunni. Og einu sinni átti að selja töfluna, sennilega einhverjum erlendum farandfugli, sem hef- ur séð sér leik á borði að geta grætt á kaupunum. Miðhluti töflunn- ar reyndist of þungur í klyf og varð því kyrr, en vængirnir voru slitnir af, hengdir upp á klakka og fluttir á brott frá Þingeyrastað. Enginn veit nú hvað af þeim varð, er það raunasaga. F.ftir að klaustrið lagðist niður féllu eignir þess til konungs og sátu þar konunglegir embættismenn um langt skeið. Eftir því, sem sagnir herma, var heimilið jafnan mannmargt og kom víða við sögu. Hinir svok()lluðu klausturhaldarar eða umboðsmenn konungs, sátu á Þingeyrum, allt frá siðaskiptum og þar til Ásgeir Einarsson keypti Þingeyrar af ekkju Runólfs M. Ólsen um 1860. Til er lýsing á Þingeyrastað, í Ársriti hins ísl. fræðafélags 1916, eftir sr. Ólaf Gíslason, sem var dóttursonur Lauritz Gottrups lög- manns, en Gottrup sat á Þingeyrum 1685—1721. Hann þótti merki- legur höfðingi, á marga lund. Reisti hann mörg hús á Þingeyrum og gerði ýmsar umbætur. Meðal annars lét hann reisa þar kirkju, frá grunni, og bjó hana eins vel úr garði og kostur var á. Katrín kona Gottrups lét gera hökul úr brúðarkjól sínum og gaf kirkjunni, var hann úr bláu damaski, alsettur gullnum rósum. Krossinn var úr rauðu, sjaldgæfu túbinsilki, og voru ekta gullgalónur kniplað- ar beggja megin á krossinn, segir í lýsingu sr. Olafs. Þótti mönnum hökull þessi hinn fágætasti á öllu landinu. Þótt flest af þessu dýrindi sé nú horfið með öllu, frá Þingeyrum, ber kirkjan þess menjar enn þann dag í dag, að vel hafi verið vand- að til kirkju Gottrups. Sr. Olafur Gíslason var fæddur í Steinnesi 1727, en dvaldi á Þing- eyrum frá því hann var 5 ára og til 10 ára aldurs hjá ömmu sinni, Katrínu, er lifði í 10 ár eftir að maður hennar dó, og Jóhanni Gottrup móðurbróður sínum. — Lýsir Ólafur bæ og kirkju á Þing- eyrum all nákvæmlega, og segir, að á öllu íslandi hafi ekki á þeim tíma verið neinn bær eins veglegur og Þingeyrastaður. Meira að segja tröðin heim að staðnum hafi ekki átt sinn líka, því að hún var svo breið að 6—8 hestar gátu gengið þar samhliða, og hlaðnir torfveggir beggja megin út á túnsporð. Kirkjan hans Gottrups var í gamla kirkjugarðinum heima við bæinn og vita menn nokkurn veginn hvar hún stóð. En gömlu steinplöturnar, sem prýddu leiði skammt frá kirkjudyrum, og gamlir menn sögðu frá fyrir rúmum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Húnavaka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húnavaka
https://timarit.is/publication/1122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.