Húnavaka - 01.05.1966, Blaðsíða 74
72
HÚNAVAKA
ekki nema fyrir annan okkar inni í baðstofunni og hefði hún hugsað
sér að láta lækninn sofa þar. Ég sagði konunni að ég væri óragur
við að sofa þar sem kalt væri og skyldi hún engar áhyggjur hafa af
þessu. Var mér fylgt fram í stofuna og háttaði þar ofan í eitt bezta
rúm, sem ég hef sofið í um rnína daga og ekki varð ég var við neinn
kulda um nóttina, því að svo var að mér hlúð með dúnsængum að
vel hefði mátt sofa þó úti hefði verið. Ég hef alltaf síðan blessað
minningu þessara ágætu hjóna fyrir það, hvað mér leið vel hjá þeim
þessa nótt.
Ég vaknaði í morgunskímu næsta dags við það að Þórður bóndi
bauð góðan dag og kom að rúmi mínu með brennivínsflösku í ann-
arri hendi, en staup í hinni og sagði að nú yrði ég að taka úr mér
hrollinn með staupi af brennivíni, því að annars mundi ég fá lungna-
bólgu, — en ég taldi að mér hefði fáar nætur liðið betur og væri því
allt brennivín óþarft. Það vildi Þórður ekki heyra og renndi í staup-
ið og auðvitað hellti ég því ofan í mig. Að því loknu klæddi ég mig
og vorum við innan stundar ferðbúnir. Veður hafði breytzt um nótt-
ina og var nú sunnan stormur og mikil rigning. Við létum veðrið
ekki hefta för okkar, en fórum þegar af stað og fórum greitt, því að
versta veður var á með vaxandi úrfelli. Til Élvammstanga komum
við rétt fyrir hádegi. Talsverður stanz varð fyrir mig á Hvamms-
tanga. Læknirinn þurfti að taka til meðöl, sem liann hafði lofað að
senda með mér til baka bæði að Hjallalandi og á fleiri bæi. Ég var
ákveðinn í að fara heim þennan dag á hverju sem gengi, og eftir að
ég hafði fengið afgreiðslu hjá lækni og kvatt hann, hélt ég af stað.
Veður hafði hlýnað, en asahláka var á og hætt við að árnar, sem á
leið minni voru gætu orðið varasamar. Segir nú ekki af ferðum mín-
um fyrr en ég kom að Víðidalsá. Hún var ekki árennileg, ógurlegur
vatnselgur ofan á ísnum og jakabrot á stangli fljótandi á vatninu. Fór
ég heim að Galtanesi og leitaði ráða hjá Þórði bónda, sem taldi að
áin væri stórhættuleg, en sagðist samt halda að ísinn væri enn víða
að minnsta kosti í botninum, en vatnið djúpt ofan á ísnum og réði
mér heldur frá að reyna að fara yfir hana þá um daginn. En þar
sem ég var ákveðinn í að komast heim þetta kvöld, vildi ég ekki
sætta mig við ráðleggingar Þórðar og bauðst hann til að vísa mér
á stað, þar sem líklegast væri að hægt væri að komast yfir. Gekk
Þórður með ntér norður með ánni, þar til að hann stanzar og segir:
„Ef ekki er hægt að komast hér yfir, þá lízt mér ekki á að það sé