Húnavaka - 01.05.1966, Blaðsíða 18
16
HÚNAVAKA
í byggingu Héraðshælisins. F.kki er hægt að segja að flanað hafi ver-
ið að þessu — segir Páll Kolka — í grein, sem hann skrifar í Hún-
vetning árið 1956, því að allar þessar framkvæmdir voru í undir-
búningi í 5—6 ár, áður en fyrsti grunnsteinninn var lagður.
Sýslunefnd A.-Húnavatnssýslu kaus þriggja manna nefnd til þess
að undirbúa fjáröflun og annað, sem með þurfti. T henni áttu sæti
Páll Kolka, héraðslæknir, Guðbrandur ísberg sýslumaður og Haf-
steinn heitinn Pétursson á Gunnsteinsstöðum. Nefnd þessi leitaði
samvinnu við kvenfélög og ungmennafélög sýslunnar og um það
leyti, sem verkið var að hefjast, var kosin ný 7 manna framkvæmda-
nefnd með þremur fulltrúum frá sýslunefnd. Kom þá Björn Páls-
son alþingismaður í stað Hafsteins, frúrnar Þuríður Sæmundsen og
F.lísabet Guðmundsdóttir frá Kvenfélagasambandi A.-Húnavatns-
svslu, og Guðmundur Jónasson bóndi í Asi og Snorri Arnfinnsson
fyrrv. hótelstjóri frá Ungmennasambandi A.-Hún.
Fyrsta verkefnið var að velja Héraðshælinu stað. í upphafi var
hugsaður staður fyrir stofnunina, uppi á milli brekknanna, vestan
við Húnvetningabraut. Þar er slétt og þurr grund og útsýni fagurt,
en skjól ekki að sama skapi. Við rannsókn og mælingar sýndi það
sig, að hæpið var að ná þangað vatni á efri hæðir hússins og frá-
rennsli til sjávar var bæði of langt og hallalítið, til að öruggt mætti
teljast. Var því samþykkt tillaga, Jónatans Líndals, sýslunefndar-
manns og bónda á Holtastöðum, að húsið skyldi reist á svokölluðu
læknistúni ofan við Blöndubrú. Það tún hafði Jón læknir Jónsson
ræktað úr mýri og selt sýslunni ásamt húsi sínu, við brottför úr hér-
aðinu. Á túni þessu var landrými ágætt, skammt í vatnsból, stutt
frárennsli með góðum halla.
Þaðan er fagurt útsýni af efri hæðum hússins, yfir kauptúnið, ár-
ósinn og Húnaflóa með sínu dásamlega sólarlagi á sumrum.
Skjól er dágott og aðfennishætta lítil, því að árgljúfrið tekur við
skafrenningi frá norðri. Það hefur komið í ljós, er við lítum til
baka, að Jónatan á Holtastöðum hafði rétt fyrir sér og æ betur sést,
að ekki var hægt að finna húsinu öllu betri stað.
Arkitekt hússins var Halldór Halldórsson, en í stórnm dráttum
er það sniðið eftir hugmyndum Kolka sjálfs, sem jafnan hafði mik-
inn áhuga á byggingalist. Vegna staðhátta á læknistúninu voru
ýmsar breytingar gerðar á frumteikningu. Var húsið m. a. haft þriðj-
ungi stærra en upprunalega hafði verið ráð fyrir gert. Vegna dýptar