Húnavaka - 01.05.1966, Blaðsíða 91
HtJNAVAKA
89
skyldi. . . . Nei taktu það rólega, vinur. Ertu fullur, Jói minn. Svona
muldraði hann við sjálfan sig út í morgunkæluna, sem streymdi
inn um opna gluggann.
Þessi dagur átti sér engan líkan í lífi Jóa. Tvisvar sprakk á og einu
sinni festi hann bílinn í slarki.
Aliðið var, er hann lét bílinn rölta upp að Stað. Þreyttur og sár-
leiður gekk hann í bæinn.
Hann tók eftir hvað allt var dauðahljótt. Hann gekk inn í eld-
húsið án þess að drepa á dyr, þar sat ráðskonan við borðið. Hún
studdi höndum fyrir andlitið. Slík fegurð. Hún var í upphlut, með
öllu skrauti tilheyrandi. Hún glitraði öll með armbönd og hringa.
Jói hafði víst ekki lært nöfn á öllu þessu, sem konur má prýða.
Þegar hún tók hendur frá andliti sínu, blöskraði Jóa. Hún var
útgrátin. Hvað er að, stamaði Jói og eldroðnaði. Hann Þórður,
stamaði hún, bauð mér eins og þú vissir. Ég get bara ekki vakið
hann. Ég bað hann að klæða sig, en hann var orðinn dauðadrukk-
inn og sagðist ekki fara fet. Þú skildir eftir pelann, Jói, sagði hún
ásakandi. Guði sé lof, nei, hver þremillinn, meinti ég, stamaði Jói.
Nú var hann orðinn sjóðandi heitur eins og í morgun.
Hann var voðalega aumlegur meðan hann skýrði lienni frá, að
hún ætti að fara í kápu og koma með honum.
Strákurinn gæti mjólkað og Þórður gæti sofið án hennar. Brosið,
sem fæddist á vörum hennar, hitaði Jóa enn meira. Hún stóð upp,
þurrkaði sér um augun og tók að snyrta sig. Ég hlakkaði svo voða-
lega til, sagði hún afsakandi. Ef til vill verður eitthvert röfl út af
þessu, Jói. Nei, þú kemur bara strax. Jói var orðinn hræddur við
sitt nýfengna hugrekki. Ráðskonan hallaði höfðinu aftur og enn
kom brosið, það fæddist í hálfluktum augum hennar, fannst Jóa.
Hann þoldi ekki meira og þaut út. Eftir andartak var hún komin
við hlið hans í bílinn og þau héldu af stað.
Hann bauð henni í herbergiskytruna sína, því að hún þekkti eng-
an í þorpinu.
Skammirnar, sem dundu á Jóa, fyrir slæpinginn eru ólýsanlegar.
Hann herti sig bara að losa bílinn og lézt ekki heyra neitt.
Heima beið hans gesturinn, konan, sú fyrsta í lífi hans.
Dansinn var hafinn, er Jói brauzt inn í þvöguna, með dömuna
sína um kvöldið. Fáeinir fullir táningar stóðu í hóp við dyrnar og
sungu: Flökku Jói flakkar enn. Jói sá rautt. Þeir. skyldu ekki fá að