Húnavaka - 01.05.1966, Blaðsíða 104
102
HÚNAVAKA
A skólaárum sínum var hann íþróttamaður mikill. Hann æfði
um hríð með Glímufélaginu Ármanni, undir stjórn Jóns Þorsteins-
sonar, og var einn af þeim, sem valdir voru í fimleikaflokk þann,
er sýndi á Alþingishátíðinni 1930.
Þá iðkaði hann knattspyrnu og keppti með knattspyrnufélaginu
Víkingi og eftir að hann kom til Blönduóss var hann ein af drif-
fjöðrum í knattpyrnuliði kauptúnsins.
Hann var einnig góður handboltamaður og lék í liði skólabræðra
sinna, þegar það lið, sem var mjög sterkt, sigraði í handbolta-
keppni milli skólanna í Reykjavík, árið 1938. Það var þá stærsta
mót í handknattleik hérlendis, því að fyrsta íslandsmót í þeirri
grein var háð 1940.
Hermann var snjall laxveiðimaður og höfðu margir orð á, hve
fimlega hann handlék stöngina, hvort sem hann kastaði eða glímdi
við þennan viðbragðssnara silfurfisk ánna.
Hesta átti hann oftast og suma góða. Hirti hann þessa vini sína
sjálfur og hafði unun af að umgangast þá. Fór hann gjarnan í lang-
ferðir á hestum, t. d. í sambandi við hestamannamót, og það allt til
Þingvalla.
Skákmaður var liann ágætur og tók virkan þátt í starfsemi tafl-
félags Blönduóss og nágrennis.
I kunningjahópi var Hermann hinn prúði og góði félagi, sem
unun var að kynnast og eyða góðum stundum með. Hann var gest-
risinn, hugulsamur og veitull við gesti sína.
Hann var glæsimenni í sjón, tíguleiki hans og reisn í framkomu
allri vöktu athygli á mannamótum.
Hjónaband hans var farsælt og þau hjónin samhent mjög. Þau
eignuðust 7 biirn, sem eru þessi: Ari, bankaritari, Ólafur Ingi, iðn-
nemi, Þuríður, Sigurlaug, Sigurður, Sigríður og Magdalena.
Útför Hermanns fór fram frá Blönduósskirkju 30. október og var
sú fjölmennasta, er þar hefur farið fram.
Ég vil þakka þessum látna vini mínum ánægjuleg og mér lær-
dómsrík kynni. Hugljúfa minningu um góðan dreng er gott að
eiga.
Stefán A. Jónsson.