Húnavaka - 01.05.1966, Blaðsíða 73
HÚNAVAKA
71
strax aftur af stað, sagðist heldur vilja sofna og hvílast fram eftir nótt-
inni og fara af stað austur seinnipart nætur. Varð það að samkomu-
lagi á milli okkar, að ég yrði kominn með hestana að læknisbú-
staðnum kl. hálf sex næsta morgun. Ég fór nú að útvega mér gist-
ingu og gékk greiðlega að fá hana hjá hjónum í þorpinu, sem ráku
þar smá gistihús. Klukkan fimm um nóttina var ég ferðbúinn, fór
að taka hestana og leggja á þá og að því loknu hélt ég til læknisbú-
staðarins. Eftir litla stund birtist læknirinn í dyrum hússins og var
þá ferðbúinn.
Héldum við nú af stað og léttum ckki fcrðinni fyrr en við kom-
um austur að Þorkelshóli í Víðidal. Þar stönzuðum við til að fá hey
handa hestunum og láta þá hvílast um stund. Þórður bóndi var mik-
ill höfðingi heim að sækja og var okkur gerður þar hinn bezti beini
á meðan við stóðum við. Ekki bar neitt til tíðinda á ferð okkar aust-
itr að Hjallalandi og komum við þangað nokkru fyrir miðjan dag.
Alllangur stanz varð á Hjallalandi og var liðið að rökkri, þegar við
fórum aftur af stað vestur. Veður hafði verið svo til óbreytt þessa
daga, sem ég hafði verið í ferðinni, en nú var kominn suðaustan strekk-
ingsvindur með allmiklu frosti og mjög kalt. Rosaský voru á lofti og
útlit fyrir veðrabreytingu. Um Ieið og við fórum datt mér í hug að
taka nteð mér langan broddstaf, sem til var þarna á heimilinu. Stafur
þessi var svo langur, að reyna mátti með honum ís af hestbaki.
Héldunt við sem leið liggur vestur, þar til við vorum komnir
vestur að Dalsá, var þá komið myrkur og farið að þyngja í lofti og
mjög kalt. Stakk læknirinn upp á því, að við færum niður að Þor-
kelshóli og yrðum þar nóttina og færum svo snemma morguninn
eftir vestur. Ég var fljótur að samþykkja þessa uppástungu. Sá að
þetta var betra, bæði fyrir menn og hesta, því að ekki hefðum við
komizt vestur á Hvammstanga fyrr en komið hefði verið fram á
nótt. Við gerðum því alvöru úr þessari ráðagerð og fórum heim
að Þorkelshóli og leituðum eftir gistingu, sem var auðfengin. Þórður
bóndi hafði haft orð á því, við okkur, er við komum þar fyrr um
daginn, að við skyldum koma þangað um kvöldið, ef við færum til
baka þann dag.
A Þorkelshóli var gamall bær, stór og kaldur, — hlýtt var þó í bað-
stofu og vorum við þar um kvöldið. Þegar leið að háttatíma, spurði
húsfreyja mig, hvort ég treysti mér til að sofa frammi í stofu, sem
var frammi í bænum, sagði hún að þar væri mjög kalt, en rúm væri