Húnavaka - 01.05.1966, Blaðsíða 36
34
HÚNAVAKA
kom upp úr kafinu að hjúkrunarkonur voru farnar að fá hátt kaup
— þær fengu 1500 kr. á mánuði — datt mér í hug að ég gæti unnið
fyrir fjölskyldu minni. Maðurinn minn var atvinnulaus þá. Áður
hafði mér fundizt óhugsandi að Þjóðverji flyttist frá Þýzkalandi til
íslands — viðbrigðin væru það mikil. Nú fannst mér ísland orðið
þannig, að það væru engin vandræði fyrir Þjóðverja að flytja
inn.
Ég minntist á það við Sigurð Pálmason á Hvammstanga, að ég
vildi flytja hingað, ef maðurinn rninn væri fús til þess. Mér var
það þá þegar Ijóst, að ég yrði að láta hann ráða því.
Stuttu eftir að ég kom út til Þýzkalands, fékk ég símskeyti frá
Blönduósi, þess efnis að hjúkrunarkonustaðan þar væri laus 1. júlí,
með íbúð og atvinnumöguleikum fyrir manninn minn.
Við hjónin ákváðum að flytja þangað.
Ég útvegaði mér vegabréf og minnist þess að það kostaði 32
mörk. Þá höfðu nýlega farið fram peningaskipti í Þýzkalandi —
allir peningar verið innkallaðir og hver einstaklingur fékk aðeins
40 mörk í nýju seðlunum.
Ég kveið fyrir fyrsta nppskurðinum.
Til Blönduóss kom ég 23. júlí 1949 og hóf starfið næsta dag.
Ég kom með Dóru dóttur okkar, sem fæddist 5. okt. 1938.
Maðurinn minn kom ekki fyrr en seinna, og starfaði síðan sem
matreiðslumaður á spítalanum, þar til hann lézt 31. maí 1953.
Páll Kolka var læknir hérna og ég eina hjúkrunarkonan. Ég held
það hafi verið 4 sjúklingar á spítalanum þegar ég kom. Þeir voru:
jón í Þórormstungu, Sigurður Semingsson og Níels Jónsson, sem
allir eru dánir, og ungur maður frá Skeggjastöðum á Skaga.
Nokkuð mikið var um botnlangaskurði fyrst eftir að ég kom.
Ég kveið rnikið fyrir fyrsta uppskurðinum með Kolka. Ég þekkti
hann ekki neitt og vissi að skurðlæknar voru ekki auðveldir við-
fangs ef eitthvað vantaði. Á meðan Kolka var að búa sig undir upp-
skurðinn, sagði hann skemmtilegar sögur og skapaði strax þægi-
legt andrúmsloft í skurðstofunni. Eftir það kveið ég ekki fyrir
uppskurði hjá honum.
Ég minnist þess sérstaklega, hvað Kolka ljómaði af gleði við fæð-
ingar og hann opnaði augu mín fyrir því, hvað fæðingar væru dá-