Húnavaka - 01.05.1966, Blaðsíða 65
HÚNAVAKA
63
Á þessum árum var oft beituskortur hjá sjómönnum, því að þá
voru eigi frystihús, er geymdu beituna. Svo var vorið 1893. Þá fékk
Gísli, er var 17 ára, með sér pilt, Jóhann Gunnarsson frá Skálahnjúk,
er var 18 ára, til þess að leita að beitu. Farkostur þeirra var sex
manna far, er móðir Gísla átti.
Kom þeim félögum í hug að fara
í beitufjöru. Höfðu þeir fregnir
af að gott myndi til fanga í Sig-
ríðarstaðaósi í Vesturhópi. Guð-
mundur Guðmundsson á Torfa-
læk, frændi Gísla, útvegaði þeim
leyfi hjá bóndanum á Sigríðar-
stöðum. Þeir félagar gerðu ferð
sína snemma í júní. Veður var
hið bezta á sjó og landi, þegar
þeir reru frá Hafursstaðavík vest-
ur flóann. Þeir hittu vel á, komu
að ósnum með aðfalli, en straum-
skipti eru þar mikil og ósinn
langur. Reru þeir alveg inn í
vatnið. Þar er gnótt af kræklingi,
en hann frekar smár. Mest var
af honum að vestanverðu, rétt innan við ósinn. Störfuðu þeir þarna
um tvær fjörur.
Veður var hið bezta, hiti og sólskin. Voru þeir stundum klæð-
lausir og stóðu oft upp undir hendur í vatninu, en höfðu gaffla til
að losa kræklinginn og færa hann upp úr vatninu. Tókst þeim að
fylla bátinn. Fóru þeir af stað með útfallinu, síðla næsta dag, og
gekk þeim vel og hugðust nú halda heim.
Þegar þá bar fyrir tanga einn, er var þar á straumamótunum, voru
þar tveir menn, er veifuðu til þeirra og kölluðu að þeir vildu hafa
tal af þeim. Kom þeim félögum í hug, að þeir ætluðu að bjóða þeim
heim upp á góðgerðir, en þeir voru þess þurfandi eftir volkið. Þeir
renndu því upp að tanganum. Var þar þá kominn Eggert Leví,
bóndi á Ósum, við annan mann, til að láta þá vita að þeir hefðu
tekið kræklinginn í hans landi eða fyrir hans landareign. Heimti
hann nú gjald fyrir, en það var þá ein króna á keip, eða á sexmanna-
far, sem þeirra, 6 krónur.
Gisli Einarsson.