Húnavaka - 01.05.1966, Blaðsíða 59
HÚNAVAKA
57
þykja margai' hverjar ekki hafandi yfir hvar sem er. Sumar eru þó
ekki grófar.
Einhverju sinni sem oftar var maður á leið yfir Sand. Hann vissi,
að litlu síðar yrði Björn Eysteinsson þar á ferð, ásamt manni er
Snæbjörn hét, og kvað jtessar vísur í nafni kerlingarinnar:
Eg á Sandi auðum bý,
á mér fáa vini,
blíðum fagna býst ég því
Birni Eysteinssyni.
Vil ég faðma, væni, jrig
Vatnsdælingur núna.
Snæbjörn, korndu og kysstu mig,
hvílu hef ég búna.
Nafn höfundarins er gleymt, en vísurnar lifa, einkum er vísan
til Björns alkunn. En „svona er feðranna frægð fallin í gleymsku
og dá“. Nú minnast þess fáir, að forðum fagnaði einmana beina-
kerling ferðamönnum á Sandi, og hún væri týnd, ef grasbletturinn
og beinin væru ekki til vitnis um að þarna stönzuðu ferðamenn. Þeir
báru beinin í vörðuna og hestarnir lögðu til áburð, sem breytti
auðum berangri í grænan gróðurreit. Og enn skartar þessi litla
öræfavin fullum skrúða, 800 m yfir sjó, þó að rúmur mannsaldur sé
liðinn síðan hestar ferðamanna hættu að færa henni áburð, og sauð-
artönnin kroppi gróður öræfanna á hverju sumri.
Á Eyvindarstaðaheiði liggur Skagfirðingavegur yfir Galtará. Þar
naut Jónas Hallgrímsson unaðssemda ástarinnar með ungri, glæsi-
legri mey, er hann var á leið norður í Eyjafjörð. Ekki þarf að efa,
að margir hafi elskazt og notizt eins heitt og Jónas og Þóra Gunn-
arsdóttir, er hann greiddi henni lokka við Galtará, en fáum hefur
tekizt að færa ástafund í jafn fagran búning ljóðs og listar eins og
Jónasi í kvæðinu Ferðalok. Síðan er Galtará fræg.
Síðar var Kristján Jónsson, Fjallaskáld, á leið suður yfir Sand. Þá
orti hann vísuna, sem flestir íslendingar hafa kunnað og sungið
síðan:
Yfir kaldan eyðisand
einn um nótt ég sveima.