Húnavaka


Húnavaka - 01.05.1966, Side 73

Húnavaka - 01.05.1966, Side 73
HÚNAVAKA 71 strax aftur af stað, sagðist heldur vilja sofna og hvílast fram eftir nótt- inni og fara af stað austur seinnipart nætur. Varð það að samkomu- lagi á milli okkar, að ég yrði kominn með hestana að læknisbú- staðnum kl. hálf sex næsta morgun. Ég fór nú að útvega mér gist- ingu og gékk greiðlega að fá hana hjá hjónum í þorpinu, sem ráku þar smá gistihús. Klukkan fimm um nóttina var ég ferðbúinn, fór að taka hestana og leggja á þá og að því loknu hélt ég til læknisbú- staðarins. Eftir litla stund birtist læknirinn í dyrum hússins og var þá ferðbúinn. Héldum við nú af stað og léttum ckki fcrðinni fyrr en við kom- um austur að Þorkelshóli í Víðidal. Þar stönzuðum við til að fá hey handa hestunum og láta þá hvílast um stund. Þórður bóndi var mik- ill höfðingi heim að sækja og var okkur gerður þar hinn bezti beini á meðan við stóðum við. Ekki bar neitt til tíðinda á ferð okkar aust- itr að Hjallalandi og komum við þangað nokkru fyrir miðjan dag. Alllangur stanz varð á Hjallalandi og var liðið að rökkri, þegar við fórum aftur af stað vestur. Veður hafði verið svo til óbreytt þessa daga, sem ég hafði verið í ferðinni, en nú var kominn suðaustan strekk- ingsvindur með allmiklu frosti og mjög kalt. Rosaský voru á lofti og útlit fyrir veðrabreytingu. Um Ieið og við fórum datt mér í hug að taka nteð mér langan broddstaf, sem til var þarna á heimilinu. Stafur þessi var svo langur, að reyna mátti með honum ís af hestbaki. Héldunt við sem leið liggur vestur, þar til við vorum komnir vestur að Dalsá, var þá komið myrkur og farið að þyngja í lofti og mjög kalt. Stakk læknirinn upp á því, að við færum niður að Þor- kelshóli og yrðum þar nóttina og færum svo snemma morguninn eftir vestur. Ég var fljótur að samþykkja þessa uppástungu. Sá að þetta var betra, bæði fyrir menn og hesta, því að ekki hefðum við komizt vestur á Hvammstanga fyrr en komið hefði verið fram á nótt. Við gerðum því alvöru úr þessari ráðagerð og fórum heim að Þorkelshóli og leituðum eftir gistingu, sem var auðfengin. Þórður bóndi hafði haft orð á því, við okkur, er við komum þar fyrr um daginn, að við skyldum koma þangað um kvöldið, ef við færum til baka þann dag. A Þorkelshóli var gamall bær, stór og kaldur, — hlýtt var þó í bað- stofu og vorum við þar um kvöldið. Þegar leið að háttatíma, spurði húsfreyja mig, hvort ég treysti mér til að sofa frammi í stofu, sem var frammi í bænum, sagði hún að þar væri mjög kalt, en rúm væri
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Húnavaka

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Húnavaka
https://timarit.is/publication/1122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.