Húnavaka


Húnavaka - 01.05.1966, Side 74

Húnavaka - 01.05.1966, Side 74
72 HÚNAVAKA ekki nema fyrir annan okkar inni í baðstofunni og hefði hún hugsað sér að láta lækninn sofa þar. Ég sagði konunni að ég væri óragur við að sofa þar sem kalt væri og skyldi hún engar áhyggjur hafa af þessu. Var mér fylgt fram í stofuna og háttaði þar ofan í eitt bezta rúm, sem ég hef sofið í um rnína daga og ekki varð ég var við neinn kulda um nóttina, því að svo var að mér hlúð með dúnsængum að vel hefði mátt sofa þó úti hefði verið. Ég hef alltaf síðan blessað minningu þessara ágætu hjóna fyrir það, hvað mér leið vel hjá þeim þessa nótt. Ég vaknaði í morgunskímu næsta dags við það að Þórður bóndi bauð góðan dag og kom að rúmi mínu með brennivínsflösku í ann- arri hendi, en staup í hinni og sagði að nú yrði ég að taka úr mér hrollinn með staupi af brennivíni, því að annars mundi ég fá lungna- bólgu, — en ég taldi að mér hefði fáar nætur liðið betur og væri því allt brennivín óþarft. Það vildi Þórður ekki heyra og renndi í staup- ið og auðvitað hellti ég því ofan í mig. Að því loknu klæddi ég mig og vorum við innan stundar ferðbúnir. Veður hafði breytzt um nótt- ina og var nú sunnan stormur og mikil rigning. Við létum veðrið ekki hefta för okkar, en fórum þegar af stað og fórum greitt, því að versta veður var á með vaxandi úrfelli. Til Élvammstanga komum við rétt fyrir hádegi. Talsverður stanz varð fyrir mig á Hvamms- tanga. Læknirinn þurfti að taka til meðöl, sem liann hafði lofað að senda með mér til baka bæði að Hjallalandi og á fleiri bæi. Ég var ákveðinn í að fara heim þennan dag á hverju sem gengi, og eftir að ég hafði fengið afgreiðslu hjá lækni og kvatt hann, hélt ég af stað. Veður hafði hlýnað, en asahláka var á og hætt við að árnar, sem á leið minni voru gætu orðið varasamar. Segir nú ekki af ferðum mín- um fyrr en ég kom að Víðidalsá. Hún var ekki árennileg, ógurlegur vatnselgur ofan á ísnum og jakabrot á stangli fljótandi á vatninu. Fór ég heim að Galtanesi og leitaði ráða hjá Þórði bónda, sem taldi að áin væri stórhættuleg, en sagðist samt halda að ísinn væri enn víða að minnsta kosti í botninum, en vatnið djúpt ofan á ísnum og réði mér heldur frá að reyna að fara yfir hana þá um daginn. En þar sem ég var ákveðinn í að komast heim þetta kvöld, vildi ég ekki sætta mig við ráðleggingar Þórðar og bauðst hann til að vísa mér á stað, þar sem líklegast væri að hægt væri að komast yfir. Gekk Þórður með ntér norður með ánni, þar til að hann stanzar og segir: „Ef ekki er hægt að komast hér yfir, þá lízt mér ekki á að það sé
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Húnavaka

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Húnavaka
https://timarit.is/publication/1122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.