Húnavaka - 01.05.1968, Page 24
22
HÚNAVAKA
voru hlöðukjallararnir hlaðnir úr stórgrýti og hin mesta tröllasmíði
og munu margir þeirra standa óhaggaðir í marga mannsaldra.
Hjallaland hefir mikil engjalönd, en Vatnsdalsá hefir frá fornu
lari skorið Jrau sundur með tveimur kvíslum og var stundum nokk-
ur hætta á að engið gæti skemmzt í vatnavöxtum. Einnig voru erfið-
leikar á að sækja heyskap yfir þessar kvíslar. Jósep vildi Jrví gera
eitthvað til að koma í veg fyrir ágang Vatnsdalsár, og lét j)ví gera
fyrirhleðslu fyrir aðra kvíslina, — þá, er hann taldi að meiri usla
gerði engjalöndunum. Garður þessi var mikið mannvirki, þegar á
það er litið að ekki voru önnur verkfæri en skófla og gaffall til að
vinna með, og hann hefir orðið til hins mesta gagns — bæði til að
varna vatnságangi og einnig hafa gróið upp stór engjaflæmi í skjóli
garðs Jressa, Jrar sem áður voru aðeins sandar og eðja. Þegar á allt
þetta er litið nrá glöggt af því sjá, að hér hefir enginn meðalmaður
verið á ferðinni, því að framkvæmdir allar voru nreð þeinr myndar-
hrag að fátítt var á Jressum árunr.
Þá er rétt að geta annars þáttar í húskap Jóseps, en það var sú
hliðin, sem sneri að meðferð búfjárins. Alltaf voru miklar birgðir
af lreyjum á Hjallalandi, enda góð aðstaða til að afla Jreirra. Búfé
allt var betur nreðfarið en almennt gerðist, enda í frásögur fært hve
vænar skepnur voru á Hjallalandi og hjálpaðist þar að góð meðferð
og framúrskarandi gæði jarðarinnar.
Jósep var alla tíð dýravinur og vildi láta skepnum líða vel. í bú-
skap sínunr átti Jósep margt af hrossum og hafði sérstakt yndi af
þeinr, enda báru hrossin á Hjallalandi þess merki að þeim var sómi
sýndur, — því að óvíða sáust aðrir eins stólpagripir. Tamda hesta
átti Jósep oft nrarga og væna — enda kom það sér betur að reið-
lrestar hans væru ekki neinar veimiltítur, því að hann var æði Jrung-
ur á hesti og oft á ferð. Eitt var það sem einkenndi Jósep á ferðalög-
um. Hamr reið aldrei mjög hratt, þó að hestar hans væru ekki síð-
ur viljugir en annarra manna. Hann var laginn með hesta og hafði
gott vald yfir þeim. Jósep skírði hesta sína ýmsunr óvanalegum nöfn-
um; svo sem: Lurkur, Durgur, Röskur, Sóði og Búri. Sá síðast-
nefndi var alinn upp í búrinu hjá Guðrúnu og sagði hún mér að
hún lrefði alltaf gefið honum áfirnar úr strokknum, og stundum
lrefði komið fyrir að hún hefði gefið honunr snrjörskökuna líka, eða
að minnsta kosti nokkuð af henni. Vana viðkvæði Jóseps, ef rætt var
við hann um hesta, var að hann vildi hafa þá „pinkilfæra“.