Húnavaka - 01.05.1968, Page 28
26
HÚNAVAKA
ari. Þegar liðið var nokkuð fram á nótt kom þó að því að Jósep
hafði náð algjörum yfirtökum í viðureigninni. Var hann nú bú-
inn að gera oddvita æfareiðan, en það hafði hann frá upphafi ætlað
sér. Lét Jósep nú kné fylgja kviði og linnti ekki stríðni og hæðnis-
orðum, fyrr en kona oddvitans bað hann að láta af iðju þessari.
Fór Jósep Jrá að hugsa til heimferðar og kom heim að Hjallalandi
iitlu fyrir fótaferðartíma um morguninn. Strax eftir heimkomuna
vakti Jósep vinnumann sinn og bað hann að sækja unga stóðhryssu
með tveggja vetra tryppi og reka heim á bæ oddvitans og færa hús-
freyjunni hrossin sem gjöf frá sér fyrir ónæðið um nóttina. Með
þessu vildi Jósep bæta fyrir ranglæti sitt gagnvart húsfreyju, er
hann taldi sig ekkert eiga sökótt við. Þess má geta að hrossin voru
vel þegin og lánaðist vel með þau, enda efalaust gefin af góðum hug.
Ein af sögunum um höfðingsskap Jóseps greinir frá því, að blá-
fátækur barnamaður í sveitinni missti góða kú að vetrarlagi. Missir
hans var mjög tilfinnanlegur, þar sem kýrin hafði verið aðalbjarg-
ræði heimilisins. Jósep á Hjallalandi frétti um óhapp Jretta, og eins
hitt að hreppsnefndin mundi ætla sér að gangast fyrir samskotum,
í því augnamiði að bæta bóndanum skaðann að einhverju leyti.
Samskot þessi þóttu Jósep ekki stórmannleg, sem hann sýndi í verki
með því að gefa fátæka bóndanum beztu kúna úr fjósinu og lét
hann færa hana heirn til hans. Sumir hafa sagt mér að Jósep hafi
látið flytja kúna um nótt og viljað sem minnst láta á því bera. Ekki
veit ég hvort það er rétt, þó að honum væri til þess trúandi.
Eitt sinn hafði Jósep tekið 6 ær í fóður um haust af manni nokkr-
um, er stundaði söðlasmíðar, en átti nokkrar kindur, til þess að
auka tekjur sínar. Kindurnar voru nú reknar að Hjallalandi um
veturnætur og hafði söðlasmiðurinn greitt umsamið fóðurgjald þá.
Leið nú veturinn, en þegar komið var að þeim tíma næsta vor, að
íé var almennt sleppt af húsi, lætur Jósep reka ærnar úr fóðrinu til
eigandans, er tekur við þeim og skoðar þær í krók og kring. Sendi-
maður sér að söðlasmiður skoðar sérstaklega eina ána, og lætur þess
að lokum getið að hann eigi hana ekki og það muni hafa orðið ein-
hver mistök, þegar kindurnar voru teknar úr Hjallalandsfénu.
Sendimaður er hissa á ef svo hefði verið, því að Jósep hefði sjálfur
tekið ærnar úr fénu. Þar sem umrædd ær var með marki Jóseps,
virtist honum að hér hlvti að vera um misgáning að ræða og kvaðst
mundi tala um það við Jósep, þegar hann kæmi heim. Nokkru síð-