Húnavaka - 01.05.1968, Blaðsíða 50
48
HÚNAVAKA
mundur er talinn eiga 14 ára tiltölu í Áshreppi og 2 ára tiltölu í
Sveinsstaðahreppi, Margrét kona hans 4 ára tiltölu í Áshreppi og 7
ára tiltölu í Sveinsstaðahreppi og Hálfdan sonur þeirra 1 árs tiltölu
i' Áshreppi og í Sveinsstaðahreppi „að svo miklum hlut, sem foreldr-
ar voru að búferlum í Grundarkoti“, en það býli var á milli Más-
staða og Hjallalands og því í Sveinsstaðahreppi. Þar hafa þau búið
Guðmundur og Margrét. Hann hefir verið ættaður úr Áshreppi, en
hún úr Sveinsstaðahreppi.
Guðmundur Oddsson hefur verið talinn sonur Odds Kárssonar
(Jónssonar), sem fjörgamall 1674 vottar, ásamt 5 öðrum mönnum,
um prestskap í Undirfellssókn. Annað mun ekki kunnugt um æít
hans. Ætt Margrétar, konu Guðmundar, hefur ekki verið rakin, en
ég tel líkur til, að hún hafi verið dótturdóttir séra Hálfdanar Rafns-
sonar á Undirfelli í Vatnsdal. Verður um það rætt nánar síðar í
Jressum þætti.
Talið er að Guðmundur Oddsson hafi átt 5 systkin á lífi við
manntalið 1703: 1 bróður og 4 systur. Bróðirinn, Ólafur Oddsson
(f. um 1645) var bóndi á Kornsá, ógiftur og barnlaus. Tvær systr-
anna voru á sveit í Áshreppi 1703: Ólöf (f. um 1641) og Þorbjörg
(f. um 1642). Hinar systur Guðmundar voru báðar giftar: Guðrún
(f. 1663) og Sigríður (f. um 1657). Guðrún átti llluga Bjarnason
bónda í Hvammkoti í Vatnsdal 1703, bjó þar enn 1706. Þau áttu
börn. Illugi bjó góðu búi á Guðrúnarstöðum 1732, en síðast í Saur-
bæ um 1735—38. Ekki er mér kunnugt um, að hægt sé að rekja ætt-
ir til þeirra hjóna Guðrúnar og Illuga. Hin systirin, Sigríður, varð
kona mjög kynsæl. Maður hennar hét Halldór Jónsson. Þau bjuggu
á Stóru-Giljá frá 1698 og fram yfir 1703, en eru farin þaðan 1706
(Jarðabókin), en gátu þá hafa búið í Sveinsstaðahreppi, þar sem
skrásetning jarða fór þar ekki fram fyrr en 1713. Halldór hefur ver-
ið mikill bóndi, því að 1703 eru á búi þeirra hjóna á Stóru-Giljá
tveir vinnumenn og tvær vinnukonur. Manntalið 1703 nefnir 5
börn þeirra Giljárhjóna. Frá tveim þeirra eru kunnar ættir. Guð-
rún Halldórsdóttir átti Helga Árnason, sem síðast bjó á Másstöðum
í Þingi. Frá niðjum þeirra er sagt í bókinni Fortíð og fyrirburðir,
bls. 56—57. Páll Halldórsson frá Stóru-Giljá (f. um 1701, d. um
1754) varð bóndi í Hvammi í Vatnsdal. Kona hans var Guðrún
Guðmundsdóttir frá Flatatungu í Skagafirði. Sonur þeirra Hvamms-
lijóna, Jón Pálsson (f. um 1732, d. 11. jan. 1809) bjó einnig í