Húnavaka - 01.05.1968, Blaðsíða 55
HÚNAVAKA
53
ir, 22 ára. Hvort tveggja þessi hjón voru barnlaus 1703, enda sjálf-
sagt alveg ný gift. Arni lézt í stórubólu 1707. Áttu þau Arni og
Guðríður a. m. k. eitt barn, dóttur, sem Guðrún hét. Hún giftist
bóndasyni frá Bollastöðum, Jóni Jónssyni og bjuggu á Botnastöð-
um. Sjá um niðja þeirra í Fortíð og fyrirburðir, bls. 45.
Eins og fyrr segir voru búandi hjón alls 167. Af þeim voru yngri
en 40 ára 36 karlar og 57 konur.
Bólusóttin 1707.
Áður en skrásetning Jarðabókarinnar var lokið varð þjóðin enn
fyrir stórkostlegum áfelli, geigvænleg drepsótt, stóra bóla, gekk yfir
landið og olli geysilegu manntjóni. Mannfallið varð misjafnt eftir
héröðum, en talið er að látizt hafi um 18 þúsund rnanns eða rúm-
Jega þriðjungur landsmanna. Það gefur auga leið að þetta hefur
haft mikil og víðtæk áhrif á hag þjóðarinnar og alla lífsafkomu.
Bólusóttin barst til landsins með Eyrarbakkaskipi 2. júní 1707 í
fatnaði íslenzks bólusjúklings, sem látizt hafði úr sóttinni í Kaup-
mannahöfn. Gekk sóttin fyrst yfir Árnessýslu og Rangárvalla og
felldi þegar margt manna. í Skálholti létust 25 og varð þar slík
mannekla, að biskupinn, herra Jón Vídalín, varð sjálfur að leggja
á hest sinn og fara fylgdarlaus um nágrennið til þess að þjónusta
fólkið. Heimildir telja að látizt hafi 12 þúsund manns í Skálholts-
biskupsdæmi og 6 þúsund í Hólabiskupsdæmi. Talið er að látizt
hafi 39 prestar og 5 sýslumenn. Fór sóttin sem logi yfir akur um
allt land og lauk sér ekki af fyrr en á árinu 1708.
Um mannfallið í bólunni almennt segir svo í Hestsannál: ,,I þess-
ari plágu gerðist ærið mannfall í öllum sveitum og þeir burtkvaddir
sem helzt voru að burðum og mannkostum, svo konur sem karlar,
hver í sinni röð. Svo var mannfæð mikil af sótt og dauða undir
Eyjafjöllum, að konur fóru líkfarir og báru menn sína til grafa og
þar slapp málnyta á afrétt.“
Fitjaannáll bregður upp litríkri mynd af öngþveitinu og röskun-
inni, sem bólusóttin olli í þjóðfélaginu, en þar segir m. a. svo: „Þar
sem voru 6 eða 7 systkin lifðu eftir 1 eða 2. Margir misstu þá öll sín
börn og fyrirvinnu, og varð þá margur góður bóndi að leggja frá
sér búskap eður burtbrjála frá sér sínum kvikpeningi með mörgum
afarkostum, því yngisfólk, sem eftir lifði og jafn vel letingjar, er