Húnavaka - 01.05.1968, Qupperneq 163
HÚNAVAKA
161
um. Verkstjóri við smíði þeirra
var Guðmundur Lárusson, tré-
smiður. Hann hafði og vinnu-
flokk fram um sveitir við bygg-
ingar. Þeir liöfðu steypumót
með sér.
Pálmi Sigurðsson stjórnaði
flokk manna, er vann með mót
Búnaðarsambandsins víða um
sýsluna.
Hafin var smíði á einu nýju
húsi hér á staðnum og haldið
áfram með þau, er voru í smíð-
um. Við félagsheimilið var unn-
ið allan seinni helming ársins.
Sumir gáfu þar dagsverk. Lokið
var neðri hæð læknisbústaðarins,
er það lyfjabúð, lækningastofa
og biðstofa. Hóf héraðslæknir-
inn á Blönduósi að taka þar á
móti sjúklingum, en hafði áður
starfað í barnaskólanum. Það er
einn dag í viku, er Sigursteinn
Guðmundsson, læknir, kemur.
Þá hefur hann opna lyfjabúð tvo
tíma á dag, þar starfar frú Hulda
Árnadóttir.
Viðgerð fór fram á útvegg á
hafnargarði. Var steypt í þær
skemmdir, er orðið höfðu.
Heyskapur í Höfðakaupstað
var á liðnu sumri 8 þús. hestar
af töðu, auk þess nytjuðu ná-
grannabændur nokkur tún.
Slátrað var í haust 6352 fjár,
einnig 90 nautgripum fleira en í
fyrra og mörgum hrossum. Nú
eru á fóðrum í kaupstaðnum
1930 kindur, 20 kýr og hrossa-
eign er 100 hross.
í skólanum eru nú 120 nem-
endur, þar af 71 í barnaskóla og
49 í unglingaskóla. Af skólafólki
úr Höfðakaupstað lauk þrennt
stúdentsprófi á Akureyri: Árni
Birgisson, Jóhanna Númadóttir
og Lárus Guðmundsson.
fón Pálsson, settur skólastjóri
Barna- og unglingaskólans, var
skipaður í starfið.
Biskup íslands, herra Sigur-
björn Einarsson og kona hans,
frú Magnea Þorkelsdóttir komu
til Höfðakaupstaðar 11. júlí.
Þann 12. júlí vísiteraði hann
Hólaneskirkju. Guðsþjónusta
var kl. 6 e. h., prédikaði biskup,
talaði við fermingarbörn og
ávarpaði kirkjugesti. Sóknar-
presturinn þjónaði fyrir altari.
Þann 12. og 13. júlí vísiteraði
biskup Hofs- og Höskuldsstaða-
kirkju. Voru kirkjur vel sóttar
og þóttu biskupshjónin góðir
gestir.
Sunnudagaskóli Hólanes-
kirkju hefur starfað með líku
sniði og áður.
Þann 11. október bar það við
í Höfðakaupstað að um hádegis-
bil fóru 4 börn út á höfnina á
fleka, er var kassalaga. Eigi fjarri
landi hvolfdi flekanum og öll
börnin fóru í sjóinn. Það vildi
svo vel til að unglingspiltur,
Fritz Bjarnason í Breiðabliki, sá