Húnavaka - 01.05.1975, Side 64
62
HÚNAVAKA
fengi líf og hann rann hiklaust af stað. Setningurinn gekk vel þar
til báturinn flaut, þá voru bjóð og farviður sett út í hann, ennfremur
tínt saman talsvert grjót til kjölfestu. Þegar við vorum allir komnir
upp í bátinn lét ég austurrúmsmennina þá Pál og Davíð „leggja út“
og sneru þeir bátnum sólarsinnis frá landi, en við þá Jón og Valda
sagði ég „reisið mastrið". Og er það var gert, en þá hafði ég sett
stýrið fyrir sagð’ ég „ásið út“. Er því orði sleppti stakk annar þeirra
spritinu í veðurklóna og lyfti seglinu þar til það var komið í fulla
hæð, en þá var neðra enda þess stungið í rakkann og hann því næsí
færður lítið eitt upp eftir mastrinu, því næst voru farseglin sett út.
Að þessu búnu var konrið nokkurt skrið á bátinn þá sagði ég „legg-
ið upp“, og „upp með afturmastrið”. Það gerðu þeir Páll og Davíð
og ásuðu út seglin eins og venja var til án frekari fyrirmæla.
Nú var siglt fram fyrir (Kálfshamars) nesið og því næst beygt
norður næstum eins og tók, en haldið það nálægt vindi að við hefð-
um góðan gang. Þessari stefnu var haldið þar til við vorum komnir
nokkuð norður fyrir Hafnarrif, en ekki man ég með vissu hvað
djúpt við vorum enda vafasamt að svo hafi séð til miða að hægt væri
að vita það með vissu.
Ég lagði svo línuna, sennilega eftir venju, helming hennar vest-
ur, en beygði þá norður og síðan upp eða í norð-austur, mig
minnir að ég sigldi “á milli“ eða að þeim endanum á línunni, sem
ég byrjaði á að leggja, og færi næstum strax að draga. Var þá kominn
talsverður stormur og þungur sjór, vindur austlægur og nokkuð
hvass, þó gekk vel að hafa áfram á meðan ég dró línuna, en þó datt
mér hálfgert í hug að skilja eftir síðasta bjóðið, en er ég athugaði
betur vind og sjó fannst mér að ekki væri ástæða til þess. Piltarnir
höfðu nrjög vel áfram og mér fannst ugglaust að taka land í heima-
höfn og eins taldi ég ekki sjó verri en það að mér mundi takast að
verja bátinn. En af því að nokkuð hvasst var lét ég ekki kasta grjót-
inu, og þar sem við fiskuðum nokkuð vel (milli 50—60 í hlut af góð-
um fiski), þá þóttist ég geta beitt seglum nokkuð djarft. Er við
höfðum lokið við að draga voru framseglin sett upp og höfðum við
gott horf og allmikinn gang, en ég lét líka setja upp afturseglið og
mátti þá segja að syði á keipum. Ég hygg að fá verk, sem dauðlegur
maður getur leyst af hendi geti verið jafn spennandi og veitt jafn-
mikla nautn eins og að sitja við stýri á góðum bát, þegar vindur og
sjór er þannig að ef vel á að takast þá þarf stýrimaðurinn að leggja