Húnavaka


Húnavaka - 01.05.1975, Page 64

Húnavaka - 01.05.1975, Page 64
62 HÚNAVAKA fengi líf og hann rann hiklaust af stað. Setningurinn gekk vel þar til báturinn flaut, þá voru bjóð og farviður sett út í hann, ennfremur tínt saman talsvert grjót til kjölfestu. Þegar við vorum allir komnir upp í bátinn lét ég austurrúmsmennina þá Pál og Davíð „leggja út“ og sneru þeir bátnum sólarsinnis frá landi, en við þá Jón og Valda sagði ég „reisið mastrið". Og er það var gert, en þá hafði ég sett stýrið fyrir sagð’ ég „ásið út“. Er því orði sleppti stakk annar þeirra spritinu í veðurklóna og lyfti seglinu þar til það var komið í fulla hæð, en þá var neðra enda þess stungið í rakkann og hann því næsí færður lítið eitt upp eftir mastrinu, því næst voru farseglin sett út. Að þessu búnu var konrið nokkurt skrið á bátinn þá sagði ég „legg- ið upp“, og „upp með afturmastrið”. Það gerðu þeir Páll og Davíð og ásuðu út seglin eins og venja var til án frekari fyrirmæla. Nú var siglt fram fyrir (Kálfshamars) nesið og því næst beygt norður næstum eins og tók, en haldið það nálægt vindi að við hefð- um góðan gang. Þessari stefnu var haldið þar til við vorum komnir nokkuð norður fyrir Hafnarrif, en ekki man ég með vissu hvað djúpt við vorum enda vafasamt að svo hafi séð til miða að hægt væri að vita það með vissu. Ég lagði svo línuna, sennilega eftir venju, helming hennar vest- ur, en beygði þá norður og síðan upp eða í norð-austur, mig minnir að ég sigldi “á milli“ eða að þeim endanum á línunni, sem ég byrjaði á að leggja, og færi næstum strax að draga. Var þá kominn talsverður stormur og þungur sjór, vindur austlægur og nokkuð hvass, þó gekk vel að hafa áfram á meðan ég dró línuna, en þó datt mér hálfgert í hug að skilja eftir síðasta bjóðið, en er ég athugaði betur vind og sjó fannst mér að ekki væri ástæða til þess. Piltarnir höfðu nrjög vel áfram og mér fannst ugglaust að taka land í heima- höfn og eins taldi ég ekki sjó verri en það að mér mundi takast að verja bátinn. En af því að nokkuð hvasst var lét ég ekki kasta grjót- inu, og þar sem við fiskuðum nokkuð vel (milli 50—60 í hlut af góð- um fiski), þá þóttist ég geta beitt seglum nokkuð djarft. Er við höfðum lokið við að draga voru framseglin sett upp og höfðum við gott horf og allmikinn gang, en ég lét líka setja upp afturseglið og mátti þá segja að syði á keipum. Ég hygg að fá verk, sem dauðlegur maður getur leyst af hendi geti verið jafn spennandi og veitt jafn- mikla nautn eins og að sitja við stýri á góðum bát, þegar vindur og sjór er þannig að ef vel á að takast þá þarf stýrimaðurinn að leggja
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212

x

Húnavaka

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Húnavaka
https://timarit.is/publication/1122

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.