Húnavaka - 01.05.1975, Side 84
PÉTUR H. BJÖRNSSON frd Móbergi:
Drottning i garöinum
Það var hér í gamla daga, eða áður en rafmagnið kom til sögunn-
ar. Rafmagnið, sem hefur þann leiða galla að fara helst þegar versí
gegnir, í stórhríðum og frosthörkum að vetrinum. Þó eru það auð-
vitað ómetanleg gæði að hafa það, og værum við nútímamenn illa
settir án þess. En það var ekki um það, sem ég ætlaði að skrifa
þessar línur.
Ég er svo gamall að ég man vel eftir því, þegar tekinn var upp
mór til að brenna. Sauðataðið, sem líka var þurrkað og brennt, var
oft ekki nóg í eldinn yfir árið. Mórinn var þá hafður með til þess
að nóg væri af eldivið til vetrarins. Þeir voru illa settir, sem skorti
eldivið. Var það svipað og að verða heylaus og hvorugt var gott.
Það var erfitt verk að taka upp mó, því að oft voru grafirnar
djúpar, og erfitt að kasta hnausunum upp á grafarbarminn. Þar stóð
annar maður, sem tók hnausana og hlóð þeim í köst sem kallað var.
Mórinn var látinn standa nokkra daga, en þá var honurn ekið á
þurrkvöll og hnausarnir stungnir í mátulega stórar flögur, og þetta
látið liggja þangað til það var orðið þurrt. Þá var því hlaðið saman
í smáa og stóra hrauka, og þeir látnir standa þangað til tími var
til að flytja þá heim í hús.
Mér fannst gaman að taka upp mó, það var líkast og að skoða
gamla gripi frá löngu liðnum öldum. Eins og kunnugt er, þá er
mórinn leifar af jurtum, sem vaxið hafa fyrir þúsundum ára. í næsta
hnaus kom kannski kvistur, eða það sást í stórt tré. Hvenær skyldu
þessi tré hafa staðið upprétt. Það væri gaman að vita, og sjá hvernig
landið hefir þá litið út.
Eitt sinn var ég að grafa skurð, til þess að ræsa fram dálítinn
tjarnarpoll og konr ég þá niður á tré, senr var þar í dálitlu mólagi í
botni skurðarins. Tréð var beint og lá í sömu stefnu og skurðurinn.
Það var álíka svert og símastaur, og álíka langt. Ég tímdi ekki að
skenrma tréð og lét það liggja þar senr það hafði verið, frá því það
féll til jarðar fyrir langa löngu, en hvenær, því er ósvarað, en það
væri hægt að fá svar við því. Tréð liggur enn á sama stað.