Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.06.2015, Page 24

Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.06.2015, Page 24
24 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21.6. 2015 Heimili og hönnun Stærð: 305x215 cm. Dökkgrátt slitsterkt áklæði. Hnakkapúði ekki innifalinn í verði. ÚTSALA Sumar3 259.990 FULLTVERÐ: 379.990 KRÓNUR ALENYA hornsófi 3H2/2H2 HÚSGAGNAHÖLLIN • B í l d s h ö f ð a 2 0 • R e y k j a v í k • OP I Ð V i r k a d a g a 1 0 - 1 8 , l a u g a r d . 1 1 - 1 7 o g s u n n u d . 1 3 - 1 7 MIDLAND tungusófi ÚTSALA Sumar3 279.990 FULLTVERÐ: 449.990 KRÓNUR Brúnt microfiber áklæði. B: 280 D:170 H: 95 cm. Hægri eða vintsri tunga. Róttækir frumkvöðlar hönnunarheimsins ÞÆR ERU MARGAR, KONURNAR SEM SKARAÐ HAFA FRAM ÚR Í HÖNNUNARHEIMINUM. NOKKRIR AF MERKUSTU HÖNNUÐUM HEIMSINS ERU KONUR EN HÖNNUNARHEIM- URINN VAR ÁÐUR, EINS OG Í SVO MÖRGUM STÉTTUM, ÁKAFLEGA KARLLÆGUR. HÉR ERU RIFJUÐ UPP NOKKUR HELSTU NÖFN ÞEIRRA KVENNA SEM HAFT HAFA GÍFURLEG ÁHRIF Á HEIM HÖNNUNAR. Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is Eileen Gray Vivienne Westwood (1941-) Einn róttækasti fatahönnuður fyrr og síðar er pönkgyðjan Vivienne Westwood. Hippatímabilið var allsráðandi í London í lok sjöunda ára- tugsins. Westwood hafði ekki áhuga á slík- um fatnaði og hóf að hanna nokkurs konar mótvægi eða uppreisnarkenndan fatnað og opnaði verslunina Let it Rock við Kings Road. Westwood vann á þessum tíma, í byrjun áttunda áratugarins, mikið með „biker“- föt, rennilása og leður. Hún er frumlegur hönn- uður sem fer sínar eigin leiðir og hefur haft gífurleg áhrif á tískuheiminn eins og hann leggur sig og er einnig mjög pólitísk í starfi og hugsun. AFP Húsið E-1027 stendur við strendur Cape Martin í Frakklandi. Hliðarborðið E1027 sem Gray hannaði er enn í framleiðslu ásamt Bibendum- stólnum. Phyllis Pearsall (1906-1996) Listamaðurinn Phyllis Pearsall vann átján tíma á dag þar sem hún gekk 3.000 mílur um götur Lundúna þar sem hún hannaði og framleiddi A-Z götuatlas borgarinnar. Hún stofnaði fyrirtæki, Geographers’ Map Company, til þess að geta gefið út götu- atlasinn sem enn er notaður og er eitt snjallasta dæmi upplýsingarhönnunar 20 . aldarinnar. AFP Úr sumarlínu Vivienne Westwood 2015. Eileen Gray (1878-1976) Írski listmaðurinn, húsgagnahönnuðurinn og arkitektinn Eileen Gray er í flokki merkustu hönnuða og arkitekta 20. aldarinnar og hefur verið talin ein af áhrifamestu konum þess tíma. Meðal þekktustu verka hennar eru borðið E1027 og Bibendum-stóllinn, sem Gray nefndi eftir Michelin- manninum, stóllinn er hannaður í módernískum stíl. Grey fékk áhuga á arkitektúr og hóf, árið 1924, að vinna að húsi sem ber heitið E-1027 og fékk ráðleggingar frá þáverandi ástmanni sínum, Jean Badovici, en húsið átti að vera afdrep fyrir parið. E-1027 er staðsett í Roquebrune-Cap-Martin í Suður-Frakklandi. Grey hannaði að auki húsgögnin í húsið.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.