Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.06.2015, Síða 41

Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.06.2015, Síða 41
21.6. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 41 Háskóla Íslands, fyrst kvenna. Hún kenndi lífeðlisfræði við tann- læknadeild til ársins 1961. 1957 Hulda Jakobsdóttir verður bæjarstjóri í Kópavogi og gegndi því embætti til 1962. Hún varð fyrst kvenna til að gegna bæjar- stjóraembætti á Íslandi. 1958 Sett jafnlaunalög. Sérstakir kvennataxtar skyldu hverfa úr samningum verkalýðsfélaga næstu sex árin. 1959 Auður Auðuns verður borgarstjóri í Reykjavík fyrst kvenna. 1960 Selma Jónsdóttir listfræð- ingur, ver doktorsritgerð við Há- skóla Íslands, fyrst kvenna. 1966 Ferðin til Limbó eftir Ingi- björgu Jónsdóttur er fyrsta leikrit eftir íslenska konu sem sýnt er í Þjóðleikhúsinu. 1967 Róska, Ragnhildur Óskars- dóttir, er fyrsta konan sem sýnir myndlist á vegum SÚM. Getnaðarvarnarpillan tekin á lyfja- skrá. 1969 Margrét G. Guðnadóttir skipuð prófessor við læknadeild Háskóla Íslands. Margrét varð þar með fyrst kvenna til að gegna embætti prófessors við háskólann. 1970 Auður Auðuns lögfræðingur verður fyrst kvenna ráðherra í ríkisstjórn Íslands þegar hún tók við embætti dóms- og kirkju- málaráðherra. Fyrsti opinberi leikurinn í knatt- spyrnu kvenna haldinn. Lið frá Keflavík og Reykjavík mættust í forleik að karlalandsleik Íslands og Noregs. Rauðsokkahreyfingin stofnuð 4. október. Rauðsokkar tóku þátt í 1. maí göngu verkalýðsins þetta ár og vöktu mikla athygli 1972 Auður Þorbergsdóttir skipuð borgardómari í Reykjavík, fyrst kvenna. 1973 Dóra Hlín Ingólfsdóttir og Katrín Þorkelsdóttir eru fyrstu Auður Auðuns var fyrsta konan sem varð borgarstjóri og ráðherra. Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Það er óhætt að segja að Sig-ríður Erlendsdóttir veitýmislegt um íslenskar kon- ur en hennar sérgrein sem há- skólakennari var kvennasaga. Sig- ríður var heimavinnandi húsmóðir með fjögur börn áður en nám og kennsla tók við. Hún hefur lifað mikla breytingatíma á sinni ævi og séð framfarir í jafnrétt- ismálum. Framsýnar mennta- skólastúlkur Sigríður gekk í Menntaskólann í Reykjavík og voru þær 33 stúlkur sem luku stúdentsprófi af hundrað nemum. „Við vorum nokkuð fram- sýnar. Nokkrar af mínum bekkj- arsystrum náðu langt og sumar ruddu brautina,“ segir hún, en í hennar útskriftarhópi voru marg- ar kjarnakonur eins og Vigdís Finnbogadóttir forseti, Svava Jak- obsdóttir rithöfundur, Margrét Guðnadóttir, fyrsti kvenprófessor við Háskóla Íslands, og Ragnhild- ur Helgadóttir alþingismaður. Sig- ríður segir að þær stöllur hafi stofnað félag í menntaskóla sem hét Málfundafélag stúlkna því þeim fannst strákarnir í málfunda- félaginu Framtíðinni tala of mikið um stjórnmál. Þær vildu ræða meira um bókmenntir og listir. „Við héldum fundi og svo héldum við eina dansæfingu þar sem strákarnir máttu ekki bjóða upp, bara við stelpurnar,“ segir hún. Á þessum tímum var ekki algengt að konur færu í háskólanám. „Við stelpurnar vorum ekkert of mikið að hugsa um framhaldsnám, það voru frekar strákarnir sem sáu tækifærin í verkfræðinni og raun- greinunum,“ segir hún. „Fimm stúlkur úr mínum árgangi völdu stærðfræðideild sem þótti mjög óvenjulegt og voru þær kallaðar inn til rektors. Hann spurði þær hvort þær gerðu sér grein fyrir hvað þær væru að gera,“ segir hún og brosir því á þeim tíma áttu stúlkur að fara í máladeild og síð- an var búist við að þær yrðu heimavinnandi húsmæður. Fjögur börn á níu árum Eftir menntaakóla fór Sigríður í háskóla að nema frönsku og ensku en svo fór lífið að snúast um börn og bú. „Ég gifti mig 23 ára og eignaðist fjögur börn á níu árum og var mjög störfum hlaðin. Ég féll inn í þessa mynd sem var búist við af konum af minni kynslóð. Það var raunverulega litið á starf fyrir giftingu eins og tímabundið starf,“ segir Sigríður sem telur fjölskyld- una það dýrmætasta af öllu. Verkaskiptingin á heimilinu var hefðbundin þar sem hún var heimavinnandi en eiginmaðurinn tók alltaf þátt í uppeldi barnanna. Í seinni tíð hafa þau bæði séð um heimilisstörfin. „Tímarnir breytast, og nú gerum við allt í góðri sam- vinnu,“ segir hún. Rétturinn til menntunar Bækur vinkonu hennar, Svövu Jak- obsdóttur, höfðu mikil áhrif á Sig- ríði og telur hún að þær hafi haft áhrif á kvenréttindabaráttuna. „Ég tel að hún hafi rutt brautina með skrifum sínum,“ segir hún. Margt fleira hefur skipt máli í baráttunni í gegnum árin. „Mér finnst hlustað á raddir kvenna í dag, en það hef- ur ekki alltaf verið gert,“ segir hún. Sigríður telur það mikilvægt þegar sett voru lög árið 1915 um kosningaréttinn en nefnir fleira sem hafi skipt sköpum. „Það voru önnur réttindi sem konur fengu 1911, rétturinn til menntunar, emb- ætta og skólagöngu sem mér hefur alltaf þótt einn mikilvægasti rétt- urinn. 1904 kom fyrst rétturinn til skólagöngu en svo 1911 til allra embætta,“ segir hún en það var Bríet Bjarnhéðinsdóttir sem kom þessu til leiðar. Lítið af konum í mann- kynssögunni Eftir að hafa komið fjórum börnum til manns fór Sigríður í sagnfræði sem hafði verið gamall draumur hjá henni. Þegar hún hafði lokið sagnfræðinámi vantaði kennara til að kenna kvennasögu. „Ég var rétt kona á réttum stað á réttum tíma. Það voru þá kröfur innan sagn- fræðinnar að kenna kvennasögu, í kringum 1980, og ég var sú eina sem hafði lokið meistaraprófi og skrifað um konur og þannig varð það að ég fékk að kenna,“ segir Sigríður. „Það var lengi vel svo lít- ið af konum í sögunni og mig lang- aði svo að vita meira um þær og koma konum inn í mannkynssög- una,“ segir hún og fannst henni starfið ákaflega skemmtilegt. Kvenréttindi eru mannréttindi Sigríður átti afar framsýna for- eldra sem studdu hana og systur hennar dyggilega. „Ég er alin upp við að kvenréttindi eru mannrétt- indi. Pabbi var sjómaður og mamma var höfuð fjölskyldunnar og hún innprentaði okkur að við gætum gert það sem við vildum gera,“ segir hún. Jafnréttismál voru ekki rædd á æskuheimili Sig- ríðar. „Það var ekki talað í gamla daga eins og er talað núna, það var ekki verið að ræða opinskátt um hluti. En það voru margar sterkar konur í minni fjölskyldu og þetta lá bara í loftinu,“ segir hún. Verka- skiptingin hjá foreldrum hennar var mjög hefðbundin eins og gefur að skilja, enda faðir hennar mikið að heiman. „Mamma sá um allt, var húsmóðir og sá um fjármálin eins og sjómannskonur gerðu,“ segir hún. „Pabbi var framsýnn maður og hafði metnað fyrir dætur sínar,“ segir Sigríður. Þær eru þrjár systurnar en bróðir þeirra lést ungur. Ræðir brjóstabyltingu við barnabörnin Sigríður telur margt hafa áunnist i réttindabaráttu kvenna en annað megi enn bæta. „Verst finnst mér með launamálin, að ennþá þurfi að berjast fyrir því. Þetta ætti að hafa verið komið í gegn fyrir löngu. Mér finnst mjög gott að konum hafi fjölgað á Alþingi og hvað kon- ur hafa menntað sig mikið. Ég held að menntun sé besta leiðin fyrir konur að geta átt sjálfstætt og gott líf og notið sín,“ segir hún. Sigríður ræðir gjarnan um jafn- rétti við barnabörnin. „Ég reyni að vera ekki með fordóma,“ segir Sig- ríður en viðurkennir að hún sé ekki endilega alltaf sammála öllu. „Mér blöskrar stundum skoðanir þessara ungu femínista, það er stundum sem ég sætti mig ekki við þær skoðanir,“ segir Sigríður og segist hafa rætt brjóstabyltinguna svokölluðu við eitt barnabarnið, sem er ung kona á tvítugsaldri og hlustað á hennar skoðanir um þau mál. Sigríður leggur áherslu á að það sé alltaf gott að jafnréttismál séu rædd og ekki síður mikilvægt að hafa karlmenn með í jafnréttisbar- áttunni. „Ég vil vinna með ungum konum og einnig með ungum körl- um. Ég er hlynnt því á allan hátt að hafa karlmenn með í barátt- unni,“ segir hún. Sigríður segir að margt hafi áunnist með árunum sem ekki megi gleymast en sem unga kynslóðin í dag tekur sem sjálfsögðum hlut. „Við eigum kon- um skuld að gjalda, við eigum að muna eftir þeim og mér finnst frá- bært að minnast þessara kosninga- réttinda,“ segir hún og bætir við, „það vekur upp löngun til að vita meira, um fortíð kvenna, en líka um karla, við megum ekki gleyma því að þeir hafi verið miklir liðs- menn kvenna í réttindabaráttunni.“ Eigum konum skuld að gjalda „Ég held að menntun sé besta leiðin fyrir konur til að geta átt sjálfstætt og gott líf og notið sín,“ segir Sigríður Theodóra. Morgunblaðið/Ásdís SIGRÍÐUR THEODÓRA ERLENDSDÓTTIR 85 ÁRA SIGRÍÐUR THEODÓRA ERLENDSDÓTTIR VAR ÓVENJU FRAMSÝN SEM UNG KONA. HÚN HEFUR ÁVALLT HAFT ÁHUGA Á MÁLEFNUM KVENNA OG JAFNRÉTTISMÁLUM. HÚN KENNDI KVENNASÖGU VIÐ HÁSKÓLA ÍSLANDS. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.