Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.2015, Blaðsíða 11

Læknablaðið - 01.12.2015, Blaðsíða 11
LÆKNAblaðið 2015/101 567 Inngangur Árið 2014 gaf Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjanna (Food and Drug Administration, FDA) íslenska nýsköp- unarfyrirtækinu Kerecis markaðsleyfi til sölu á af- frumuðu þorskroði ætluðu til meðhöndlunar á sárum. Markaðsleyfi á Evrópska efnahagssvæðinu fylgdi í kjölfarið, veitt af þar til bærri samevrópskri stofnun. Í ársbyrjun 2015 gaf sjúkrasamlag bandaríska heil- brigðisráðuneytisins út sérstakan endurgreiðslulykil fyrir vöruna sem settur er í gagnagrunn sjúkrasamlaga þar vestra.1 Veiting áðurnefndra viðurkenninga er háð ströngum kröfum um öryggi og gagnsemi í klínískri notkun. Græðlingurinn er markaðssettur undir vörumerk- inu Kerecis Omega3 Wound. Um er að ræða affrum- aðan fjargræðling en íslensku heitin sem hafa verið notuð fyrir mismunandi tegundir græðlinga eru: i. samgræðlingur (autograft, vefur fluttur á milli staða á sama einstaklingi), ii. mótgræðlingur (allograft, vefur fluttur milli ein- staklinga) og iii. fjargræðlingur (xeno graft, vefur fluttur frá dýri). Forsendur markaðsleyfa eftirlitsaðila eru ýtarlegar prófanir til að staðfesta virkni og öryggi vörunnar. Framleiðsla þarf jafnframt að uppfylla staðla um góða framleiðsluhætti. Rannsóknir sem liggja að baki ofan- greindum markaðsleyfum eru töluverðar og er ætlunin að gera grein fyrir nokkrum þeirra í þessari grein – og jafnframt að seðja fróðleiksþorsta vísindasamfélags- ins um hvað felst í ofangreindum áföngum. Í ljósi inngangur: Affrumað roð Atlantshafsþorsks (Gadus morhua) hefur verið notað undanfarin ár til meðhöndlunar á þrálátum sárum. Tíðni sykursýki hefur aukist mikið í heiminum en ein af afleiðingum hennar eru þrálát sár. Markmið rannsóknanna var að kanna vefjasamrýmanleika og eiginleika sem skipta máli fyrir nýtingu roðsins til viðgerðar á líkamsvef. Efniviður og aðferðir: Bygging affrumaðs roðs var metin með smásjár- skoðun. Mat á vefjasamrýmanleika græðlingsins var framkvæmd af vott- aðri sérhæfðri rannsóknarstofu. Próteinhluti efnisins var kannaður með próteinrafdrætti. Seyting frumuboðanna interleukin-10 (IL-10) og IL-12p40, IL-6 og TNF-α frá einkjörnungum (monocytes) eða stórátfrumum (mac- rophages) í uppleystum próteinhluta efnisins var mældur með Elísu-prófi. Áhrif roðsins á nýmyndun æða in vivo var metin með æða- og þvagbelgs- himnulíkani í hænufóstrum. niðurstöður: Smásjármyndir sýna að bygging affrumaðs roðs er holótt. Efnið stóðst öll vefjasamrýmanleikapróf. Við rafdrátt próteinsýnis komu í ljós prótein á stærðarbilinu 115-130 kDa sem er einkennandi fyrir bandvef. Roðið reyndist ekki hafa marktæk áhrif á seytingu IL-10, IL-12p40, IL-6 eða TNF-α frá einkjörnungum eða stórátfrumum. Græðlingurinn hefur mark- tæk örvandi áhrif á æðamyndun í æða- og þvagbelgshimnulíkani. Ályktun: Niðurstöðurnar sýna að affrumað roð er skaðlaust og veldur ekki bólgusvari. Græðlingurinn inniheldur meðal annars bandvef líkt og mannshúð. Affrumað roð hefur marktæk örvandi áhrif á æðamyndun og smásjármyndir af byggingu roðsins sýna að hún sé vel til þess fallin að styðja innvöxt frumna. Samanburðarrannsókn sem hefur verið birt, tví- blind og slembiröðuð, sýndi að sár meðhöndluð með affrumuðu roði greru hraðar en sár meðhöndluð með stoðefni úr svínavef. Líklegt er að ástæða þessa bætta sáragróanda sé meðal annars vegna eiginleika roðsins sem hér er lýst. ÁgrIp umfangsmikillar rannsóknaráætlunar sem stendur yfir til að staðfesta enn frekar virkni tækninnar, er einnig mikilvægt að greiður aðgangur sé að þeim gögnum sem til eru. Kerecis Omega3 hefur verið í notkun síðan 2010, fyrst til rannsókna og síðan til meðhöndlunar á þrálátum sárum. Tvíblind, slembiröðuð samanburðarrannsókn á 162 sárum sýndi að sár meðhöndluð með affrumuðu fiskiroði gróa fyrr en sár meðhöndluð með sambæri- legum vörum úr svínaþörmum.2 Meginmunurinn á vörunum tveimur er fituinnihaldið.3 Talsverð hætta er á smiti milli spendýra og eru spendýra-fjargræðlingar því meðhöndlaðir með sterkum sápum til að fjarlægja sem mest af efnum sem gætu borið veirur. Eftir slíka vinnslu stendur því eftir bandvefurinn einn.4 Þar sem ekki er talin hætta á sjúkdómasmiti milli fiska og manna er sápun miklu minni á þorskroði Kerecis og inniheldur hið affrumaða þorskroð því ekki einungis bandvef heldur einnig fitur, þar með talið fjölómettaðar fitusýrur en handrit með þessum niðurstöðum er í bígerð. Fitu- innihaldið er ein af ástæðunum fyrir því að farið var að nota roðið sem sáravöru. Omega-3 fitusýrur hafa verið tengdar við bólguminnkandi áhrif5 og einnig hamlandi áhrif á bæði bakteríur6 og veirur.7 Þrálát eru þau sár sem gróa ekki þrátt fyrir að orsök þeirra hafi verið leiðrétt. Dæmi um slíkt er þegar slag- æðaflæði er lagað hjá sjúklingi með æðasjúkdóm eða truflun á blóðsykri leiðrétt hjá sykursýkisjúklingi.8 Þörf er á nýjum aðferðum til meðferðar á þrálátum sárum og því mikill áhugi á að þróa ný meðferðarúrræði. Ástæð- Greinin barst 9. apríl 2015, samþykkt til birtingar 19. nóvember 2015. Höfundar hafa gert grein fyrir hagsmunatengslum sínum við Kerecis. Affrumað roð: eðliseiginleikar sem styðja vefjaviðgerð Skúli Magnússon1 líffræðingur, Baldur Tumi Baldursson1,2 læknir, Hilmar Kjartansson1,2 læknir, Guðný Ella Thorlacius3 ónæmisfræðingur, Ívar Axelsson1 frumulíffræðingur, Óttar Rolfsson4 lífefnafræðingur, Pétur Henry Petersen3 líffræðingur, Guðmundur Fertram Sigurjónsson1 efna- og verkfræðingur 1Kerecis ehf., 2Landspítala, 3læknadeild, 4kerfislíffræðisetri Háskóla Íslands. Fyrirspurnir: Baldur Tumi Baldursson btb@kerecis.com http://dx.doi.org/10.17992/lbl.2015.12.54 R A N N S Ó K N Nýr valkostur Fyrir jafnan blóðsykur1 Er meðferðin stöðug málamiðlun milli blóðsykursfalla og viðunandi HbA1c?2,3 Myndræn framsetning unnin af Sanofi Tími frá lyfjagjöf undir húð (klst.) In nr e nn sl i g lú kó sa (m g /(k g m ín ) 3 2 1 0 60 12 18 24 30 36 Lantus® Toujeo® Stöðugt Jöfn dreifing Meira en 24 klst. Jafn verkunarprófíll Toujeo® hefur jafnari verkun en Lantus® í a.m.k. 24 klst.1 Toujeo® veitir sambærilega blóðsykur- stjórn og Lantus® með minni hættu á blóðsykurföllum hjá sjúklingum með sykursýki tegund 21,4,5 Auðveldara er að stilla Toujeo® en Lantus® til að ná meðferðarmarkmiðum1,3,4,5 Toujeo® hefur sama langtíma öryggis- prófíl og Lantus® og er á sama verði1,6,7,8 Fyrir sjúklinga með sykursýki tegund 1 og 2 IS -T O U- 15 -0 9- 02 insúlín glargín 300 einingar/ml NÆSTA KYNSLÓÐ GRUNNINSÚLÍNS Frá framleiðendum LANTUS insúlín glargín 100 einingar/ml 1. Toujeo sérlyfjatexti 22.06.2015 kafli 5.1 2. Cooper JG, Claudi T, Thordarson HB. Behandling av type 1-diabetes I spesialisthelsetjenesten – data fra Norsk diabetesregister for voksne. Tidsskr Nor Legeforen 2013; 133: 2257 – 61 3. Home PD, Bergenstal RM, Bolli GB. New Insulin Glargine 300Units/mL Versus Glargine 100 Units/mL in People With Type 1 Diabetes: A Randomized, Phase 3a, Open-Label Clinical Trial (EDITION 4). Diabetes Care 2015. DOI: 10.2337/dc15-0249 [Epub ahead of print 17 Juni 2015]. 4. Riddle MC, Bolli GB, Ziemen M et al. New insulin glargine 300 units/mL versus glargine 100 units/mL in people with type 2 diabetes using basal and mealtime insulin: glucose control and hypoglycemia in a 6-month randomized controlled trial (EDITION 1). Diabetes Care 2014;37:2755–2762. 5. Yki-Järvinen H, Bergenstal R, Ziemen M, et al. New insulin glargine 300 units/mL versus glargine 100 units/mL in people with type 2 diabetes using oral agents and basal insulin: glucose control and hypoglycemia in a 6-month randomized controlled trial (EDITION 2). Diabetes Care 2014; 37:3235–3243. 6. Lantus sérlyfjatexti 29.07.2015, kafli 5.1 7. Lantus styttur sérlyfjatexti 21.09.2015 8. Toujeo styttur sérlyfjatexti 20.08.2015 Sanofi á Íslandi, Vistor hf., Hörgatúni 2, 210 Garðabæ. Sími: 535-7000. Netfang: sanofi@vistor.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.