Læknablaðið - 01.12.2015, Blaðsíða 62
618 LÆKNAblaðið 2015/101
Hjartalækningar eru stærsta sérgreinin
innan lyflækninga en um 35-40% sjúk-
linga sem leita á lyflækningadeildir
sjúkrahúsa gera það vegna sjúkdóma í
hjarta- og æðakerfi. Að auki eru hjarta- og
æðasjúkdómar algengasta dánarorsökin á
Íslandi, um 40% þeirra sem deyja á hverju
ári, látast úr þessum sjúkdómum. Hjarta-
lækningar eru því stór sérgrein. Starfandi
hjartalæknar á landinu eru 37 en að auki
starfa hérlendis 5 hjartaskurðlæknar og
5 barnahjartalæknar. Þá eru sennilega á
þriðja tug íslenskra hjartalækna starfandi
erlendis, sumir í sérnámi, aðrir hafa sest
þar að og nokkur fjöldi hjartalækna flutti
utan á ný eftir efnahagshrunið.
Hjartasjúkdómafélag íslenskra lækna
var stofnað árið 1968. Í félaginu eru allir
hjartalæknar, þar með taldir hjartalyf-
læknar, hjartaskurðlæknar og barnahjarta-
læknar. Auk þess hafa aukaaðild ýmsir
aðrir læknar sem sinna hjartasjúklingum
mikið, eins og svæfingalæknar, inn-
kirtlalæknar og heimilislæknar. Tilgangur
Hjartasjúkdómafélagsins er margþættur
og kraftur í starfsemi þess.
Í fyrsta lagi er tilgangur félagsins
faglegur og vísindalegur, það er að stuðla
að viðhaldsmenntun og fræðslu lækna
sem sinna hjartasjúklingum. Félagið
heldur 4-5 fræðslufundi á ári og fær oft
erlenda fyrirlesara. Í annan stað er félagið
hagsmunafélag hjartalækna í málum sem
á þeim brenna. Í þriðja lagi er félagið
yfirvöldum til ráðgjafar í málum sem
varða hjartalækningar, til dæmis með
umsögnum um lagafrumvörp. Í fjórða lagi
stuðlar það að forvörnum í hjarta og æða-
sjúkdómum. Félagið hefur til dæmis unnið
að tóbaksvörnum og baráttu gegn trans-
fitu í matvælum á nýliðnum árum. Hið
fimmta er að stuðla að notkun klínískra
leiðbeininga innan hjartalækninga. Hefur
þá mest verið stuðst við leiðbeiningar Evr-
ópsku hjartalæknasamtakanna, European
Society of Cardiology (ESC), enda kemur
félagið að gerð þeirra árlega. Í sjötta lagi
sinnir félagið alþjóðlegum samskiptum,
ber þar hæst norrænt samstarf. Norrænu
og baltnesku hjartalæknafélögin halda al-
þjóðlegt vísinda- og fræðsluþing, Nordic
Baltic Congress of Cardiology (NBCC),
annað hvert ár og var það til dæmis haldið
á Íslandi með myndarbrag árin 1989, 1999
og 2009. Samskipti við Evrópu og ESC
eru mikil og félagsmenn eru allir um leið
félagsmenn í ESC. Hjartasjúkdómafélagið
er virkur þátttakandi á árlegu þingi ESC
(30.000 þátttakendur) og hefur þar sýning-
arbás. Félagsmenn eru þar með vísinda-
framlög, boðsfyrirlestra og sinna funda-
stjórn. Félagið sækir einnig aðra fundi
ESC: formannafund ESC, fundi um inn-
leiðingu klínískra leiðbeininga og fundi
um menntun hjartalækna. ESC sinnir for-
varnastarfi á vegum Evrópusambandinu
með það að markmiði að bæta hjartaheilsu
í álfunni. Íslenskir hjartalæknar hafa
látið sig þessi mál varða og unnið að for-
vörnum, skipulagningu þinga, ritstjórn,
útgáfu og gagnaöflun á vegum ESC til að
stuðla að þessu. Í sjöunda lagi er Hjarta-
sjúkdómafélagið með vísindasjóð sem
veitt hefur fé til vísinda og fræðslustarfa.
Áttunda verkefni félagsins er að stuðla
að nýliðun í hópi hjartalækna. Félagið
hefur í samstarfi við ESC boðið verðandi
lyflæknum og hjartalæknum á ESC-þingið
og greitt fyrir þá ráðstefnugjald eða hluta
ferðakostnaðar. Félagið býður verðandi
hjartalæknum sem eru í sérnámi hérlendis
eða erlendis eða hafa nýlega lokið sérnámi
að gerast félagsmenn.
Almennt má segja að á síðustu 30
árum hafi orðið bylting í meðferð hjarta-
sjúkdóma og búast má við svipuðum
breytingum á næstu 30 árum. Tækja-
væðing, þróun lyfja og þróun aðgerða
og meðferða við hjartasjúkdómum hefur
verið og er í örri framþróun. Vísindalegri
nálgun hefur í áratugi verið beitt innan
hjartalækninga. Því er í samanburði við
margar aðrar sérgreinar fremur stór hluti
meðferðar í hjartalækningum byggður á
gagnreyndri læknisfræði. Hjartalækningar
eru spennandi fag og hægt að sérhæfa sig
innan þeirra, til dæmis sinna forvörnum,
bráðveikum sjúklingum eða vísindarann-
sóknum. Sumir sérhæfa sig í aðgerðum
innan raflífeðlisfræði, kransæðavíkkana
eða í myndgreiningu eins og ómskoð-
unum, og hafa þó ekki öll svið fagsins
verið nefnd.
Dæmi um nýjungar sem hafa á síðustu
misserum breytt miklu í meðferð hjarta-
sjúklinga eru þróun nýrra blóðþynningar-
lyfja, næmari mælingar á hjartaensímum,
notkun blóðflæðismælingar í kransæðum
til að meta þrengingar, ísetning hjartaloka
með þræðingatækni, framþróun í notkun
gangráða og bjargráða, til dæmis við
hjartabilun, brennsluaðgerðir við gáttatifi
og gáttaflökti og þrívíddarhjartaómun. Þá
er fyrirséð framþróun í myndgreiningu
þar sem samþætt eru gögn úr fleiri mynd-
greiningaraðferðum en einni, til dæmis
hjartaómun og tölvusneiðmyndum af
kransæðum til að meta blóðflæði í hjarta-
vöðvanum og þrengingar í kransæðum. Þá
fæst bæði anatómískt og lífeðlisfræðilegt
mat samtímis, sem getur bætt greiningu.
Nokkur skortur hefur verið á hjarta-
læknu en undanfarin tvö ár hefur nýliðun
átt sér stað og ungir sérfræðingar flutt
heim. Því horfir til betri vegar með
mönnun. Horfur þeirra sem veikjast af
hjartasjúkdómum fara batnandi og að auki
eldist þjóðin og tíðni hjartasjúkdóma eykst
með aldri. Það hefur verið reiknað út að
tíðni sjúkdóma eins og gáttatifs og ósæðar-
lokuþrengsla muni tvöfaldast á næstu
áratugum. Sífellt fleiri lifa með hjartasjúk-
dóm og því er ljóst að ekki veitir af fleiri
hjartalæknum til starfa. Því er óhætt að
hvetja unga lækna til að sérmennta sig í
hjartalækningum, verkefnin verða næg og
nýjungar, framþróun og spennandi hlutir
fyrirsjáanlegir innan greinarinnar á næstu
árum og áratugum.
Hjartalækningar, stór
sérgrein í hraðri framþróun
Þórarinn
Guðnason
formaður
Hjartasjúk dómafélags
Íslands
thorgudn@landspitali.is
FYRIR HUGSANDI FÓLK
Mitsubishi Outlander Intense er kominn með nýtt útlit. Betur búinn fjórhjóladrinn
fjölskyldubíll er vandfundinn og ekki skemmir verðið fyrir. Komdu í reynsluakstur og fáðu
tilnninguna sem svo ertt er að lýsa – jafnvel eftir að þú prófar.
HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is
Umboðsmenn um land allt: Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · Heklusalurinn Ísafirði
TILFINNINGIN ER
ÓLÝSANLEG ÞAR
TIL ÞÚ PRÓFAR
Mitsubishi Outlander
Sjálfskiptur, fjórhjóladrinn frá:
5.390.000 kr.
NÝR MITSUBISHI OUTLANDER INTENSE