Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.2015, Blaðsíða 51

Læknablaðið - 01.12.2015, Blaðsíða 51
LÆKNAblaðið 2015/101 607 U M F J Ö l l U n O G G R E i n a R Árlegt þing samtaka bandarískra hjarta- lækna (American Heart Association) var haldið í nóvember í Orlando í Flórída en það sækja hátt í 20.000 manns og er eitt stærsta læknaþing í heimi. Á þinginu flutti Inga Hlíf Melvinsdóttir kandídat á Landspítala fyrirlestur um faraldsfræði ósæðarflysjunar í brjóstholi á Íslandi. Rannsóknin er einstök þar sem hún tekur til heillar þjóðar og nær bæði til sjúklinga sem fóru í aðgerð og þeirra sem ekki náðu lifandi inn á sjúkrahús. Um er að ræða rannsókn sem Inga hefur unnið að meðfram læknanámi síðustu tvö árin og hefur aðalleiðbeinandi verið Arnar Geirsson hjartaskurðlæknir og að- stoðarleiðbeinandi Tómas Guðbjartsson prófessor. Óvenjulegt er að læknanemar og kandídatar fái tækifæri til að kynna rann- sóknir sínar í fyrirlestri á American Heart. Með Ingu á myndinni er Martin Ingi Sigurðsson sem er að ljúka sérnámi í svæfinga- og gjörgæslulækningum við Brigham and Women's sjúkrahúsið í Bo- ston. Hann kynnti einnig rannsóknir sínar á þinginu við góðan orðstír. Unglæknir heldur fyrirlestur á þingi bandarískra hjartalækna svaraði: „Ætli það séu ekki um hundrað.“ Snorri snerist á hæli og gekk út. Víkur nú sögunni að Christopher. Einn daginn þegar við vorum saman á vaktinni, afleysingalæknirinn og ég, var komið með konu inn á deildina. Hún hafði verið farþegi í framsæti Volks- wagen-rúgbrauðs sem hafði lent í árekstri með þeim afleiðingum að konan lenti með hægra hné í mælaborði rúgbrauðsins. Þetta var að sjálfsögðu fyrir tíma bílbelta. Þegar hún kom til okkar var hún með hægra læri innroterað og máttum við lítt hreyfa fótinn sakir eymsla og stirð- leika í mjöðminni. Læknirinn sendi konuna snarlega niður á Röntgen og bað um mynd í Lauensteinstellingu, það er með lærið útroterað og aðeins flecterað. Ekki reyndist unnt að taka slíka mynd því mjöðmin var föst í innrotatio og varð ekki hnikað að konunni vakandi. Allt um það sýndi myndin að mjöðmin var luxeruð aftur á við. Læknirinn hélt áfram að heimta mynd í Lauensteinstellingu án árangurs. Lauk svo að hann varð að láta sér það lynda. Konan var nú undirbúin undir aðgerð og flutt inn á skurðstofu og svæfð. Ekki gerði læknirinn sig líklegan til aðgerða heldur gekk um gólf, fór ýmist inn á skrif- stofu læknanna eða fram á gang. Mig fór að gruna að hann hefði líklega aldrei séð slíkt tilfelli, en ég mundi að hafa séð þessu lýst í Christopher og að ég hafði séð í bókinni mynd af því hvernig slíku liðhlaupi skyldi reponerað. Eintak af bókinni var uppi í hillu á kandídats- herberginu. Ég sótti bókina, fletti upp á myndinni og lagði bókina á borðshornið í læknaskrifstofunni. Ekki leið á löngu þar til læknirinn skálmaði inn. Rak hann augun í bókina, leit snöggt á myndina, gekk orðalaust rakleiðis inn á aðgerðar- stofuna og reponeraði liðhlaupinu eins og hann hefði aldrei gert annað. Konunni heilsaðist vel, en aldrei minntist læknirinn á þetta atvik við mig. Vigfús Magnússon M yn d: A nn a Bj ör ns dó tt ir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.