Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.12.2015, Side 51

Læknablaðið - 01.12.2015, Side 51
LÆKNAblaðið 2015/101 607 U M F J Ö l l U n O G G R E i n a R Árlegt þing samtaka bandarískra hjarta- lækna (American Heart Association) var haldið í nóvember í Orlando í Flórída en það sækja hátt í 20.000 manns og er eitt stærsta læknaþing í heimi. Á þinginu flutti Inga Hlíf Melvinsdóttir kandídat á Landspítala fyrirlestur um faraldsfræði ósæðarflysjunar í brjóstholi á Íslandi. Rannsóknin er einstök þar sem hún tekur til heillar þjóðar og nær bæði til sjúklinga sem fóru í aðgerð og þeirra sem ekki náðu lifandi inn á sjúkrahús. Um er að ræða rannsókn sem Inga hefur unnið að meðfram læknanámi síðustu tvö árin og hefur aðalleiðbeinandi verið Arnar Geirsson hjartaskurðlæknir og að- stoðarleiðbeinandi Tómas Guðbjartsson prófessor. Óvenjulegt er að læknanemar og kandídatar fái tækifæri til að kynna rann- sóknir sínar í fyrirlestri á American Heart. Með Ingu á myndinni er Martin Ingi Sigurðsson sem er að ljúka sérnámi í svæfinga- og gjörgæslulækningum við Brigham and Women's sjúkrahúsið í Bo- ston. Hann kynnti einnig rannsóknir sínar á þinginu við góðan orðstír. Unglæknir heldur fyrirlestur á þingi bandarískra hjartalækna svaraði: „Ætli það séu ekki um hundrað.“ Snorri snerist á hæli og gekk út. Víkur nú sögunni að Christopher. Einn daginn þegar við vorum saman á vaktinni, afleysingalæknirinn og ég, var komið með konu inn á deildina. Hún hafði verið farþegi í framsæti Volks- wagen-rúgbrauðs sem hafði lent í árekstri með þeim afleiðingum að konan lenti með hægra hné í mælaborði rúgbrauðsins. Þetta var að sjálfsögðu fyrir tíma bílbelta. Þegar hún kom til okkar var hún með hægra læri innroterað og máttum við lítt hreyfa fótinn sakir eymsla og stirð- leika í mjöðminni. Læknirinn sendi konuna snarlega niður á Röntgen og bað um mynd í Lauensteinstellingu, það er með lærið útroterað og aðeins flecterað. Ekki reyndist unnt að taka slíka mynd því mjöðmin var föst í innrotatio og varð ekki hnikað að konunni vakandi. Allt um það sýndi myndin að mjöðmin var luxeruð aftur á við. Læknirinn hélt áfram að heimta mynd í Lauensteinstellingu án árangurs. Lauk svo að hann varð að láta sér það lynda. Konan var nú undirbúin undir aðgerð og flutt inn á skurðstofu og svæfð. Ekki gerði læknirinn sig líklegan til aðgerða heldur gekk um gólf, fór ýmist inn á skrif- stofu læknanna eða fram á gang. Mig fór að gruna að hann hefði líklega aldrei séð slíkt tilfelli, en ég mundi að hafa séð þessu lýst í Christopher og að ég hafði séð í bókinni mynd af því hvernig slíku liðhlaupi skyldi reponerað. Eintak af bókinni var uppi í hillu á kandídats- herberginu. Ég sótti bókina, fletti upp á myndinni og lagði bókina á borðshornið í læknaskrifstofunni. Ekki leið á löngu þar til læknirinn skálmaði inn. Rak hann augun í bókina, leit snöggt á myndina, gekk orðalaust rakleiðis inn á aðgerðar- stofuna og reponeraði liðhlaupinu eins og hann hefði aldrei gert annað. Konunni heilsaðist vel, en aldrei minntist læknirinn á þetta atvik við mig. Vigfús Magnússon M yn d: A nn a Bj ör ns dó tt ir.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.