Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.2015, Blaðsíða 12

Læknablaðið - 01.12.2015, Blaðsíða 12
568 LÆKNAblaðið 2015/101 an er, auk hækkaðs dánaraldurs, að algengi sykursýki í heiminum hefur aukist gríðarlega og er oft talað um faraldur í því sambandi.9 Þrálát sár eru algengur fylgikvilli sykursýki, fjölmennustu aldurs- hóparnir eru ekki ennþá orðnir gamlir svo búist er við að slíkum fylgikvillum fjölgi. Þannig fá um 15% allra sykursýkisjúklinga ein- hvern tíma fótasár, en þau eru algengasta orsök aflimunar fóta.10 Eftirspurn eftir meðhöndlunaraðferðum á þrálátum sárum hefur því aukist mikið11 og stoðefni úr roði er ætlað að mæta þeirri eftir- spurn. Hingað til hafa öll stoðefni af þessu tagi verið gerð úr spen- dýravef.12 Þau eru meðal annars notuð til að meðhöndla sár, til við- gerða á kviðarholsvegg, uppbyggingar á brjóstum eftir brjóstnám og til viðgerða á heilabasti.13 Prófanir á affrumuðu roði til með- höndlunar á heilabasti í kindum hafa gefið góða raun.14 Framleiðsla affrumaða roðsins felst í því að fjarlægja varlega með söltum allar frumur roðsins þannig að sem minnst sé hreyft við náttúrulegri byggingu roðsins og efnasamsetningu. Roðið fer í gegnum staðlað framleiðsluferli sem felst í affrumun, frostþurrkun og dauðhreinsun, annaðhvort með etýlenoxíði eða gammageislun. Einkum er lögð áhersla á að halda fitusýrum roðsins eftir en talið er að virkni þeirra skapi sérstöðu vörunnar og bættan sáragró- anda. Affrumaða roðið er um það bil einn millimetri að þykkt og bygging þess ekki eins og ólík mannshúð og ætla mætti.15 Roðið samanstendur af þremur lögum eins og húð manna; yst er yfirhúð, þar fyrir neðan leðurhúð og síðan húðbeður. Leður- og húðbeðs- lag roðs er bandvefur sem er sterkur og jafnframt teygjanlegur.16 Meginmunurinn á byggingu roðs og mannshúðar er að hornlag (keratínlag) er varla til staðar í yfirhúðarlagi roðsins og í roðinu er hreistur í stað hára17 sem er fjarlægt við framleiðslu roðsins. Eðlilegt ferli sáragróanda skiptist í fjögur stig sem skarast: storkufasa, bólgufasa, vaxtarfasa með myndun holdfyllingar og að lokum umbyggingu og myndun örvefs. Í þrálátum sárum er bólgufasinn viðvarandi. Borið saman við eðlileg sár einkennast þrálát sár af eyðingu millifrumuefnis, færri frumuskiptingum, færri vaxtarþáttum og mikilli próteinasavirkni.18 Aukið ískrið bólgufrumna í þrálátum sárum leiðir til meiri styrks próteinasa sem brjóta niður millifrumuefni, vaxtarþætti, prótein og við- taka, og koma þar með í veg fyrir eðlilegan sáragróanda.19 Þegar stoðefnum úr bandvef er komið fyrir í þrálátum sárum er almennt talið að stoðefnin stuðli að endurmyndun vefja með því að tempra próteinasavirkni og styðja við vefjauppbyggingu.20 Markmið rannsóknanna var að kanna vefjasamrýmanleika af- frumaðs þorskroðs og eiginleika sem skipta máli fyrir nýtingu þess til viðgerðar á líkamsvef. Efniviður og aðferðir Duftun Affrumuðu roði (Kerecis™ Omega3 Wound, Kerecis ehf, Ísa- firði) var dýft í fljótandi köfnunarefni og duftað með Mikro-Dis- membrator S (Sartorius, Göttingen, Þýskalandi) í Nýsköpunarmið- stöð Íslands. Smásjármyndir Sýni af affrumuðu roði voru undirbúin fyrir skoðun og mynda- töku með rafeindasmásjá af gerðinni Supra 25 (Leo Electron Mic- roscopy Ltd, Cambridge) hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands (mynd R A N N S Ó K N Mynd 1 (a-b). Raf­ eindasmásjármyndir af þver­ skurði affrumaðs roðs. (a) Í roðinu sjást rásir og göt en það er þéttara á jaðrinum. Kvarða­ stika er 100 µm. (b) Þræðir í roðinu eru bersýnilegir við meiri stækkun. Kvarðastika er einn µm. (c) Ljóssmásjármynd af þverskurði affrumaðs roðs eftir vefjalitun. Roðið er holótt að innan. Kvarðastika er 100 µm. (d) Mynd af yfirborðsfleti roðsins tekin með confocal­ smásjá. Sjálfvirk flúrljómun var nýtt til að fá mynd af byggingu roðsins. Kjarnalitun var neikvæð. Bygging hins affrumaða roðs samanstendur af lögum af þráðum sem snúa þvert hverjir á aðra. Kvarða­ stika er 50 µm.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.