Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.2015, Blaðsíða 39

Læknablaðið - 01.12.2015, Blaðsíða 39
LÆKNAblaðið 2015/101 595 U M F J Ö l l U n O G G R E i n a R Í nýjasta aðalskipulagi Reykjavíkur sem nær til ársins 2030 segir um Vatnsmýrarsvæðið: „Annar grundvallarþáttur í atvinnuþróun borgarinn­ ar felst í að til verði klasi menntunar, rannsókna, vísinda og heilbrigðis­ þjónustu á Vatnsmýrarsvæðinu.” „Í svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins er skyldri atvinnustarfsemi beint í ákveðna klasa innan svæðisins.“ „Nýja svæðisskipulagið horfir yfir farinn veg og hvernig byggðin á höfuð- borgarsvæðinu hefur þróast en nú er stillt upp valkostum og spurt hvort við viljum halda áfram að þenja byggðina út eða hvort við viljum halda okkur innan þeirra byggðarmarka sem nú eru til staðar. Eða ætlum við að fara bil beggja? Þessir valkostir eru greindir í þaula með tilliti til byggðarinnar og einnig samgangna. Í samgöngum lýtur þetta ekki síst að áætl- uðum kostnaði við uppbyggingu innviða til þess að anna þeirri umferð sem spáð er á næstu áratugum. Niðurstaða þessarar vinnu var afdráttarlaus hvað það varðar að marka byggðinni skýr mörk og beina vexti hennar innávið og þétta núverandi byggð. Þetta þýðir að á næstu árum og áratugum erum við að horfa til svæða innan höfuð- borgarsvæðisins sem eru auð eða vannýtt, eða tími kominn á endurnýjun bygginga eða svæða þar sem nú er starfsemi sem af einhverjum ástæðum er talin mega víkja.“ Hér er kannski komið að kjarna hinnar nýju hugsunar í skipulagsmálum höfuð- borgarsvæðisins sem um langan aldur setti einkabílinn í algjöran forgang og þróun byggðarinnar á síðasta fjórðungi 20. aldar tók fyrst og fremst mið af sem helsta ferðamáta íbúanna. „Tilgangur þessarar áherslubreytingar er auðvitað margþættur en er þó ekki síst sá að gefa íbúunum val um ólíka ferðamáta: almenningssamgöng- ur, hjólreiðar og göngu, auk einkabílsins. Í nýja svæðisskipulaginu er að finna mikil- vægar áherslubreytingar sem við höfum ekki séð hérlendis fyrr með jafn afgerandi hætti.“ Áherslubreytingarnar felast ekki hvað síst í því að draga úr notkun einkabíla og leggja aukna áherslu á almenningssam- göngur en með þéttingu byggðarinnar og styttingu vegalengda sem íbúar þurfa að fara til vinnu eða sækja verslun og þjónustu verður raunhæfara að nýta aðra ferðamáta en einkabílinn. „Þetta kallar sannarlega á breytingar í skipulagi al- menningssamgangna, gera þær aðgengi- legri og ferðir tíðari, sérstaklega á anna- tímum. Það er einfalt reikningsdæmi að eftir því sem fleiri nota almenningssam- göngur fækkar bílum á götunum og þörfin fyrir aukin umferðarmannvirki eykst því ekki jafnhratt og íbúafjöldi. Í áætlununum sem ná fram til ársins 2040 er gert ráð fyrir að hlutfall einkabíla í umferðinni á höfuð- borgarsvæðinu minnki úr 75% í 58% og þó það sé kannski ekki sláandi minnkun er það verulegt miðað við þá stöðugu aukn- ingu sem átt hefur sér stað frá því um 1980 til dagsins í dag.“ Hugmyndafræði sem horfið er frá Sett hafa verið spurningarmerki við nægi- lega gott aðgengi að nýjum Landspítala við Hringbraut og að betra væri að byggja hann annars staðar þar sem aðgengi væri betra. „Ef svæðis- og aðalskipulag fyrir næstu áratugi væri byggt á sömu hugmynda- fræði og eldra skipulag, væri þetta að mínu mati réttmætari gagnrýni. En með breyttum áætlunum um þróun byggðar- innar og samsetningu umferðar eru þetta í rauninni óþarfa áhyggjur að miklu leyti. Það er að mínu mati úrelt hugsun í skipulagsmálum að setja stórar stofnanir niður á jaðri byggðar þar sem þær eru fyrst og fremst aðgengilegar með einkabíl. Það er hugmyndafræði sem flest samfélög hafa horfið frá í skipulagsmálum og leysir í rauninni engan vanda, en viðheldur því ástandi sem verið er að reyna að breyta í skipulagsmálum höfuðborgarsvæðisins. Að nokkru leyti virðist gagnrýnin á stað- setningu nýs Landspítala við Hringbraut
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.