Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.2015, Blaðsíða 53

Læknablaðið - 01.12.2015, Blaðsíða 53
LÆKNAblaðið 2015/101 609 Nú styttist óðum í Læknadaga sem haldn- ir verða að venju þriðju vikuna í janúar, að þessu sinni þann 18.-22. janúar 2016. Og auðvitað endum við þessa frábæru fræðsluviku með því að hittast öll og gera okkur glaðan dag á árshátíð Læknafélags Reykjavíkur laugardaginn 23. janúar í Hörpu. Sú skemmtilega hefð hefur haldist gegnum tíðina að árgangar sitja saman, þeir sem útskrifuðust saman sitja við sama borð og nota tækifærið til að treysta böndin og rifja upp gamla góða daga. Þessa hefð vilja flestir halda, hún skapar þó ákveðin vandamál við niðurröðun á borð ef gerðar eru breytingar á síðustu stundu og einkum og sér í lagi ef fólk er að láta frá sér miða til annarra sem ekki eru úr sama árgangi. Eins og þátttakendur Læknadaga þekkja hefur Fræðslustofnun Lækna- félagsins komið til móts við þá sem leggja til vinnu (fyrirlestrahald eða fundarstjórn) með frímiðum á árshátíð. Þetta fyrirkomu- lag hefur mælst vel fyrir. Þessir árshátíðar- miðar eru alls ekki framseljanlegir til annarra en þeirra sem hafa unnið sér þá inn og fær hver einstaklingur aðeins einn miða (jafnvel þó viðkomandi taki þátt í fleiri en einu málþingi). Hér er ekki um greiðslu að ræða heldur viðurkenningu og þakklætisvott til þeirra sem hafa fengið tækifæri til að koma fram á Læknadögum og gera þá mögulega. Þeir sem hafa fengið árshátíðarmiða af öðrum ástæðum, svo sem vegna stjórnarsetu, nýta þann miða en fá ekki aukamiða ef viðkomandi er með erindi á Læknadögum. Fræðslustofnunin kaupir miðana af LR, þetta er einn af stærstu útgjaldaliðunum og nauðsynlegt að gæta aðhalds til að geta haldið sama staðli á Læknadögum og áður. Læknafélag Reykjavíkur hefur niður- greitt miða fyrir alla árshátíðargesti. Í ár verður allt kapp lagt á að árshátíðin standi undir sér þannig að ekki verði gengið á sjóði LR. Ferðaskrifstofan Icelandtravel mun sjá um skráningu á Læknadaga eins og verið hefur en að þessu sinni verður einnig skráning á árshátíð með sama hætti, það er á sömu skráningarsíðu á net- inu. Þetta er nýtt og ætlað til að auðvelda niðurröðun á borð í tíma. Þegar blásið er til kvöldverðar fyrir 500-600 manns þurfa staðarhaldarar að fá niðurröðun á borð með góðum fyrirvara. Það þarf að skrá sig til þátttöku á árshátíð í síðasta lagi miðvikudaginn 20. janúar sem er í Lækna- dagavikunni. Þeir sem fá miða vegna framlags frá Fræðslustofnun þurfa að merkja við á skráningarsíðu hvort þeir ætla að nýta miðann sinn. Ef viðkomandi ætlar ekki að nota miðann er afar mikilvægt að hann afbóki sig svo að ekki verði auður stóll og dýr matur sem fer til spillis. Árshátíð LR er einn af hápunktunum í félagslífi lækna á Íslandi og mjög nauð- synleg til að efla andann í stéttinni. Árshá- tíðin í janúar 2016 verður að venju afar glæsileg, í þetta skiptið verða bæði veislu- stjórar og hljómsveit mönnuð læknum og læknanemum! Við viljum hvetja alla lækna til að mæta. Nú er rétti tíminn til að ákveða að fara á árshátíð, hóa í gömlu vin- ina úr læknadeild, skipuleggja veisluhöld, draga fram árshátíðargallann og koma sér í árshátíðargír. Með stuðkveðju! Árshátíð Læknafélags Reykjavíkur 2016! Arna Guðmundsdóttir formaður Læknafélags Reykjavíkur Gunnar Bjarni Ragnarsson formaður Fræðslustofnunar lækna Þessi mynd er af prúðbúnu fólki í veislu Læknafélags Íslands á Hótel Íslandi 26. júní 1922. Þriðji aðalfundur Læknafélagsins var haldinn 26.­28. júní í þingsal neðri deildar í Al­ þingishúsinu. Í júlíblaði Læknablaðsins árið 1922 segir um þetta: „Að kvöldi þess 26. júní héldu læknarnir, ásamt konum sínum, veislu á Hótel Ísland. Var fyrst borðhald og dansað langt fram á nótt. Sátu milli 50 og 60 manns veisluna. Hafði stjórn Læknafél. Reykjavíkur séð um undirbúninginn.“ Ljósmyndari óþekktur. & Victoza (líraglútíð) leiðir til allt að:1 1,5% lækkunar á HbA1c frá 8,4 % HbA1c til 6,9 % HbA1c 3,7 kg þyngdartaps Magi Victoza seinkar magatæmingu og veitir því aukna mettunartilnningu. 2,3 Briskirtill Victoza virkjar betafrumurnar sem losa insúlín þegar blóðsykur er hár. 2,3 Lifur Victoza hamlar seytingu glúkagons og dregur úr útskilnaði glúkósa frá lifur. 2,3 Matarlyst Victoza dregur úr matarlyst, sem leiðir til minnkaðrar fæðuneyslu. 2 líraglútíð Sykursýki tegund 2 IS /L R/ 04 14 /0 17 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.