Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.2015, Blaðsíða 16

Læknablaðið - 01.12.2015, Blaðsíða 16
572 LÆKNAblaðið 2015/101 R A N N S Ó K N kDa) peptíðkeðju23 og eru rafdráttarróf kollagens I og kollagens II í samræmi við það. Rafdráttur á roði sýnir dauft band í kringum stærðarbilið 115-130 kDa sem talið er að svari til α1 og α2 undir- eininga kollagens I (n=3) (mynd 2). Græðlingurinn hafði ekki marktæk áhrif á seytingu bólguvaka Engin marktæk breyting varð á seytingu IL-10, IL-12p40, IL-6 eða TNF-α milli eftirtalinna para af hópum: einkjörnunga sem fengu roð eða enga meðferð (mynd 3a), einkjörnunga sem fengu roð ásamt örvun með LPS eða enga meðferð (mynd 3b), stórátfrumna sem fengu roð ásamt örvun með LPS eða enga meðferð (mynd 3c). Affrumað roð hafði auk þess engin marktæk áhrif á lífvæn- leika stórátfrumna miðað við niðurstöður XTT-prófs (sjá viðauka á heimasíðu blaðsins). Græðlingurinn hafði marktæk áhrif á æðamyndun Marktæk aukning var á fjölda æðagreina á æða-og þvagbelgs- himnum kjúklingafóstra sem fengu roð (p≤0,01) (mynd 4a-b) og einnig á flatarmáli æða á æða- og þvagbelgshimnunni sem var í snertingu við roð (p≤0,01) (mynd 4a og 5c). Umræða Markmið verkefnisins var að athuga hvort affrumað roð er öruggt fyrir klíníska notkun og athuga nánar eðliseiginleika roðsins sem eru taldir skipta máli fyrir vefjaviðgerðir. Bygging og próteinsam- setning roðsins var metin með smásjárskoðunum og próteinraf- drætti. Áhrif roðsins á bólgusvar frumna var athuguð með in vitro tilraunum og áhrif á æðamyndun með in vivo líkani. Smásjárskoðun. Græðlingurinn var skoðaður með þremur mismunandi myndgreiningaraðferðum (myndir 1a-d) og gefa þær allar til kynna að engar frumur sé að finna í roðinu. Þessar myndir staðfesta að affrumunarfasi framleiðslunnar á roðinu hefur tilætl- aða verkan. Í vefjalitun binst eosín próteinunum ósértækt (mynd 1c). Á myndum af roðinu með confocal-smásjá sjást bandvefs- þræðir sem raðast hornrétt hverjir á aðra. Roðsýnið var örvað með 488 nm ljósi í confocal-smásjánni og gaf við það frá sér ljós á bilinu 505-525 nm (mynd 1d). Millifrumuefni gefur frá sér sjálf- virka flúrljómun sem kemur aðallega frá elastíni og kollageni.24 Á rafeindasmásjármyndunum má sjá hólfaskiptinguna í efninu og smásæja byggingu þess (mynd 1a-b). Þræðirnir í roðinu minna á byggingu kollagenþráða (mynd 1b og 1d). Hólfaskiptingin vakti vonir um að roðið gæti myndað hagstæðan grundvöll fyrir inn- vöxt og bólfestu fyrir frumur líkamans (mynd 1a-c). Próteinrafdráttur. Rafdráttarrófi roðsins svipar til rafdráttar- rófs kollagens I sem er algengasta gerð kollagens í húð manna.25 Ef roðið innihéldi aðallega kollagen II væri þess að vænta að sjá band við stærðarbilið 130 kDa þar sem kollagen II er samsett úr þremur α1 peptíðkeðjum.26 Önnur ástæða þess að kollagen II er ekki talið vera til staðar í roðinu er að anti-kollagen II mótefni mælast ekki í sermi músa sem voru bólusettar með uppleystu roði.27 Vefjasamræmanleiki. Niðurstöður prófana á eitrunaráhrifum roðsins sem framkvæmdar voru af vottuðum og þar til bærum rannsóknarstofum sýna að roðið er skaðlaust (tafla I). Kerfi þeirra stofnanna sem veita markaðsleyfi fyrir lækningavörur byggja á sérstökum ISO-stöðlum um vefjasamræmanleika og skilgreina þeir aðferðir sem sýna með óyggjandi hætti fram á skaðleysi. Í töflu I eru ýmsum vefjasamrýmanleikaprófum lýst, allt frá ein- földum prófunum þar sem efnið er leyst upp og penslað á húð dýra, í rannsóknir á litningum og músamerg. Niðurstaðan er sú að affrumað roð er skaðlaust. Þessi grein fjallar um notkun roðsins á rofna húð en til þess að uppfylla reglugerðarákvæði um notkun í ígræðslur þarf að framkvæma fleiri vefjasamrýmanleikapróf. Meðal annars svokallað subchronic toxicity test próf sem sýndi ekki fram á eitrunaráhrif (tafla I). Bólguvakapróf. Óeðlilega hár styrkur bólguboðefna er meðal þess sem einkennir þrálátt sáraástand.28 Það er því mikilvægt að lækningavörur ætlaðar til meðhöndlunar á þrálátum sárum örvi ekki bólgusvar. Engin marktæk áhrif á bólgusvar greindust þegar roðið var sett í tæri við kanínuhúð (tafla I) og niðurstöður Elísu- prófs á seytingu frumuboða bendir til þess að roðið hafi ekki telj- andi áhrif á bólgusvar í einkjörnungum né stórátfrumum (mynd 3a-c). Vægt bólgusvar sem sást þegar roðið var grætt við vöðva kanína (tafla I) á fyrstu vikum ígræðslu er eðlilegt þegar um fram- andi hlut er að ræða og í samræmi við það sem áður hefur verið lýst við ígræðslu hliðstæðra stoðefna í vöðva.29 Æðamyndun. Nýmyndun æða er nauðsynleg til að byggja upp nýjan vef í sárum30 og því er æskilegt að græðlingur stuðli að eða hindri ekki nýmyndun æða. Roðið hafði marktæk örvandi áhrif á æðamyndun í hænufóstri (mynd 4a-c). Óljóst er hvort þessi eigin- leiki roðsins til að örva æðamyndun sé tilkominn vegna æðavaxt- arþátta eða fólginn í byggingu roðsins. Mögulegt er að þessi virkni sé ástæða þess að sár meðhöndluð með affrumuðu þorskroði lokast fyrr en sár meðhöndluð með affrumuðum svínaþörmum eins og áður var nefnt. Lokaorð Affrumaða þorskroðið gæti búið yfir fleiri ókönnuðum eigin- leikum sem stuðla að sáragróanda og þá sérstaklega eiginleikum sem tengjast fituinnihaldi efnisins. Vegna sjúkdómasmithættu31 þarf að nota harkalegri aðferðir til að affruma samkeppnisvörur úr spendýravef, sem veldur því að fiturnar eru fjarlægðar úr vefn- um.32 Þekkt er að þurrvigt roðs úr Atlantshafsþorskinum saman- stendur aðallega af próteinum og fitu.33 Fituinnihald hins affrum- aða roðs hefur verið staðfest og er unnið að birtingu þeirra gagna. Omega-3 fitusýrur eru taldar geta temprað óeðlilegt bólguástand í þrálátum sárum34 og gætu því verið mikilvægar fyrir eiginleika roðsins til að örva sáragróanda. Á heildina litið sýna niðurstöðurnar sem hér hafa verið til um- fjöllunar að affrumað roð er skaðlaust, vel vefjasamrýmanlegt og býr yfir eiginleikum sem styðja vefjaviðgerð. Framtíðarrannsóknir á roðinu felast meðal annars í því að efnagreina hið affrumaða roð, og þá aðallega fituinnihald. Einnig standa yfir samanburðar- rannsóknir við samkeppnisvörur á markaði sem allar eru unnar úr spendýrum. Ýmis rannsóknarverkefni á affrumuðu roði eru nú í bígerð, bæði grunn- og klínískar rannsóknir. Þessar rannsóknir munu varpa betra ljósi á eiginleika roðsins fyrir enduruppbygg- ingu líkamsvefja.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.