Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.2015, Blaðsíða 38

Læknablaðið - 01.12.2015, Blaðsíða 38
594 LÆKNAblaðið 2015/101 U M F J Ö l l U n O G G R E i n a R „Hugmyndafræðin sem birtist í svæðis- skipulagi höfuðborgarsvæðisins og aðalskipulagi Reykjavíkur, sem byggist á þéttingu byggðarinnar, lifandi borgar- umhverfi, auknum hlut almenningssam- gangna og að beina skyldri atvinnustarf- semi í ákveðna klasa innan svæðisins, rímar vel við staðsetningu nýs Landspít- ala við Hringbraut,“ segir Ásdís Hlökk og bætir því við að alltaf séu til staðar valkostir í allri skipulagsvinnu. „Spítalastarfsemi er í eðli sínu þannig að hún er plássfrek og varðar marga; hún þarf að vera aðgengileg fyrir stóran hóp starfsmanna og mikinn fjölda skjólstæð- inga. Þar sem um háskólasjúkrahús er að ræða vegur einnig þungt nálægð og sam- spil við aðra kennslu- og vísindastarfsemi sem tengist spítalanum, menntun heil- brigðisstarfsfólks og rannsóknir á heil- brigðissviði.“ Í nýjasta aðalskipulagi Reykjavíkur sem nær til ársins 2030 segir um Vatns- mýrarsvæðið: „Annar grundvallarþáttur í atvinnuþróun borgarinnar felst í að til verði klasi menntunar, rannsókna, vísinda og heilbrigðisþjónustu á Vatnsmýrar- svæðinu.” Uppbygging nýs Landspítala á Hringbrautarlóðinni er í samræmi við þetta skipulagssjónarmið og er í rauninni þungamiðja hugmyndarinnar. „Það er líka mikilvægt að huga að nánari útfærslu byggðarinnar, ekki síst þegar byggt er að gróinni byggð eins og á við um Landspítala við Hringbraut. Það hefur að mínu mati orðið mikil framför í útfærslu fyrirhugaðrar byggðar á þessu svæði burtséð frá því hvaða starfsemi á að fara þar fram. Nánari útfærsla byggðar skiptir alltaf miklu máli, þar sem byggðin mótar umgjörð um okkar daglega líf. Það er kjarni allrar skipulagsvinnu í þéttbýli. Núverandi skipulagstillögur við Hring- braut falla mun betur að þeirri byggð og starfsemi sem fyrir er í nágrenninu en eldri skipulagstillögur gerðu,“ segir Ásdís Hlökk sem lýsir hlutverki Skipulagsstofn- unar sem ráðgefandi samstarfsaðila við sveitarfélögin sem í hlut eiga hverju sinni. „Skipulagsmálin eru fyrst og fremst á ábyrgð sveitarfélaganna á höfuðborgar- svæðinu en skipulagið er engu að síður háð staðfestingu og eftirliti Skipulags- stofnunar fyrir hönd ríkisins. Ef við skoðum myndina frá hinu stóra til hins smáa þá gengur þetta þannig fyrir sig að sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu móta svæðisskipulag í sameiningu og síðan gerir hvert og eitt þeirra aðalskipulag fyrir sig og enn ítarlegra deiliskipulag fyrir til- tekin svæði og uppbyggingarreiti.” Þétting byggðar og auknar almenningssamgöngur Í nýju svæðisskipulagi sem sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu samþykktu fyrr á þessu ári kveður við nokkuð nýjan tón frá eldra skipulagi. „Í samræmi við hugmyndafræði nýs svæðisskipulags“ – segir Ásdís Hlökk Theodórsdóttir forstjóri Skipulagsstofnunar um skipulag Landspítalalóðarinnar og nágrennis í Vatnsmýrinni „Það er að mínu mati úrelt hugsun í skipulagsmálum að setja stórar stofnanir niður á jaðri byggðar þar sem þær eru fyrst og fremst aðgengilegar með einkabíl. Það er hugmyndafræði sem flest samfélög hafa horfið frá í skipulagsmálum og leysir í rauninni engan vanda, en viðheldur því ástandi sem verið er að reyna að breyta í skipulagsmálum höfuð­ borgarsvæðisins,“ segir Ásdís Hlökk Theodórsdóttir forstjóri Skipulagsstofnunar. ■ ■ ■ Hávar Sigurjónsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.