Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.2015, Blaðsíða 15

Læknablaðið - 01.12.2015, Blaðsíða 15
 LÆKNAblaðið 2015/101 571 R A N N S Ó K N Mynd 4. Æða- og þvagbelgshimnupróf. Hænufóstur voru meðhöndluð með hýdró- kortisóni og einu af eftirfarandi prófefnum (hringskífur, 6 mm í þvermál): filterpappír­ skífu vættri í afjónuðu vatni (neikvætt viðmið), filterpappírsskífu vættri með 1 µg/mL af VEGF (Jákvætt viðmið), affrumuðu roði vættu í afjónuðu vatni. (a) Í efri röðinni sjást myndir af svæðinu á æða­ og þvagbelgshimnunni þar sem sýnin voru lögð á í upp- hafi. Í neðri röðinni er mynd af sama svæði á æða­ og þvagbelgshimnunni eftir að sýnin höfðu verið fjarlægð eftir 48 klukkustundir. (b) Súlurnar sýna hlutfallslega breytingu á fjölda æðagreina eftir 48 klukkustundir. Einhliða fervikagreinin gaf til kynna að það sé annars vegar marktækur munur á milli roðsins og neikvæða viðmiðsins og hins vegar á milli jákvæða viðmiðsins og neikvæða viðmiðsins, einkennt með * (p≤0,05). Skekkjumörkin sýna staðalskekkju meðaltala (n=3). (c) Súlurnar sýna hlutfallslega breytingu á flatarmáli æða eftir 48 klukkustundir. Skekkjumörkin sýna staðalskekkju meðaltala (n=3). Einhliða fervikagreining gaf til kynna að það sé marktækur munur á milli neikvæða viðmiðsins og roðsins, einkennt með *(p≤0,05). prófi (R&D Systems, Minneapolis, Bandaríkjunum). Munur milli meðhöndlunar með roði og án var metinn með stúdents-T prófi og marktækur munur táknaður með *: p≤0,05. Æða­ og himnuþvagbelgspróf in vivo Til að meta áhrif græðlingsins á æðamyndun in vivo var notað æða- og þvagbelgshimnupróf í hænufóstri (chick chorioallantoic membrane assay, chick CAM).22 Frjó hænuegg voru geymd í 7 daga í hitaskáp og prófefnum komið fyrir á mælisvæði sem var skil- greint með plastskífu fyrir innan gat á skurninni. Öll prófefni sem sett voru á æða- og þvagbelgshimnuna voru fyrst sæfð með 96% etanóli, sem innihélt einnig hýdrókortisón (2,5 mg/mL) (Sigma- Aldrich) síðan leyft að þorna. Filterpappírsskífur (Sigma-Aldrich) vættar með VEGF (1 μg/mL) (Thermo Fischer Scientific) í afjónuðu vatni voru notaðar sem jákvætt viðmið, skífur vættar með afjónuðu vatni sem neikvætt. Roðið var einnig vætt í afjónuðu vatni áður en það var sett á æða-og þvagbelgshimnuna. Myndir voru teknar með með víðsjá (Leica MZ7,5, Mayer Instruments, Houston, Banda- ríkjunum) fyrir og eftir að prófefni voru sett á mælisvæði æða- og þvagbelgshimnunnar. Eftir 48 klukkustundir í hitaskáp voru eggin tekin út og prófefnin tekin af æða- og þvagbelgshimnunni. Teknar voru myndir af mælisvæðinu sem prófefnin voru í snertingu við (mynd 4a). Breyting á æðamyndun fyrir og eftir ísetningu próf- efna var metin, annars vegar með því að telja æðagreinar innan tiltekins stærðarbils (mynd 4b) og hins vegar með því að meta hlut- fallslega breytingu á flatarmáli æða (mynd 4c). ImageJ var notað til skerpa myndirnar til þess að auðvelda greinatalningu á æðum og meta hlutfall flatarmáls æða á æða- og þvagbelgshimnunni. Niðurstöður Bygging græðlingsins opin og trefjótt Til að greina byggingu affrumaða roðsins og athuga hvernig hún hentar fyrir innvöxt frumna var stuðst við þrjár mismunandi myndgreiningaraðferðir: rafeindasmásjá, ljóssmásjá og confocal- smásjá. Rafeinda- og ljóssmásjármyndir af þverskurði roðsins sýna að það er holótt en við jaðarinn er efnið þéttast (mynd 1a-c). Engar frumur sjást á myndum teknum með rafeindasmásjá (mynd 1a-b) og engir kjarnar sjást í ljóssmásjá, sem gefur til kynna að allar frumur hafi verið fjarlægðar úr roðinu (mynd 1c). Mynd tekin með confocal-smásjá sýnir að roðið virðist vera byggt upp af þráðum sem snúa hornrétt hverjir á aðra svipað og í ofnu klæði (mynd 1d). Allar aðferðir við myndgreiningu voru framkvæmdar að minnsta kosti þrisvar (n=3). Græðlingurinn er skaðlaus Eftirfarandi próf á vefjasamrýmanleika græðlingsins voru fram- kvæmd af óháðum aðilum undir stöðluðum aðstæðum (tafla I): 3-(4,5-ímetýlþíasól-2-ýl)-2,5-dífenýltetrasólíum-próf (MTT) gaf til kynna að roðið hefði ekki marktæk áhrif á lifun frumna (MTT-próf, tafla I). Niðurstöður minimum essential medium-prófs (MEM) gaf til kynna að roðið hefði ekki sjáanleg áhrif á lögun frumna (MEM- próf, tafla I). Þegar roðið var grætt í kanínuvöðva greindust engin sjáanleg eitrunaráhrif en merki um vægt bólgusvar greindist í upp- hafi (ígræðsla í vöðva, tafla I). Roðið hafði ekki áhrif á bólgusvar í húð kanína (prófun á ertingu húðar, tafla I) og framkallaði ekki ofnæmisviðbrögð í húð naggrísa (Buehler-próf, tafla I). Magn inn- eiturs (endotoxin) í roðinu var mælt og reyndist vera innan viðmið- unarmarka (inneiturspróf, tafla I). Uppleyst roð sem gefið var í æð á tilraunadýrum reyndist hvorki vera eitrað í músum (vökvi í æð, tafla I) né kanínum (sótthitapróf, tafla I). Hvað krabbameinsvald- andi áhrif varðar hafði roðið ekki marktæk (p≤0,05) áhrif á tíðni stökkbreytinga í bakteríum (Ames-próf, tafla I) og ekki sjáanleg áhrif á form litninga í frumuræktun (litningafrávikspróf, tafla I). Roðið hafði heldur ekki marktæk (p≤0,05) áhrif á aukningu örkjarna við mergfrumuskiptingar í músum (örkjarnapróf, tafla I). Engin eitrunaráhrif mældust þegar roðið var sett undir húð á rottum í 90 daga (subchronic toxicity próf, tafla I). Niðurstöður vefjasamrýmanleikaprófanna sýna að græðlingurinn er skaðlaus. Græðlingurinn inniheldur kollagen I Kollagen II er samsett úr þremur α1 (130 kDa) peptíðkeðjum, kollagen I er samsett úr tveimur α1 peptíðkeðjum og einni α2 (115
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.