Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.2015, Blaðsíða 42

Læknablaðið - 01.12.2015, Blaðsíða 42
598 LÆKNAblaðið 2015/101 U M F J Ö L L U N O G G R E I N A R ■ ■ ■ Hávar Sigurjónsson Hægt hefur verið að stunda sérnám í geðlækningum á Íslandi um nokkuð langt skeið en að sögn Nönnu Briem kennslu- stjóra og yfirlæknis komst sérnámið í fast- ar og skipulegar skorður árið 2003 þegar fyrsti kennslustjórinn í geðlækningum var skipaður. „Áður var þetta meira spurning um að deildarlæknir safnaði tíma á deild en frá 2003 höfum við byggt upp og þróað gott sérnám sem stenst vel samanburð við erlend prógrömm. Í dag erum við með kennsluskrá og skýra marklýsingu eins og ný reglugerð um sérnám, sem tók gildi í vor, kveður á um. Samkvæmt reglugerðinni hefur námstíminn lengst úr 54 mánuðum í 60 sem gefur okkur aukið svigrúm til skipulags námsins.“ Ásamt kennslustjóra er starfandi kennsluráð í geðlækningum en í því sitja einnig Ísafold Helgadóttir sérnámslæknir, Guðrún Dóra Bjarnadóttir geðlæknir og Engilbert Sigurðsson yfirlæknir og próf- essor í geðlækningum. Þær Nanna og Ísafold urðu fyrir svörum þegar Læknablaðið leitaði eftir upplýsingum um tilhögun sérnámsins í geðlækningum. „Eins og staðan er nú eru 9 læknar í sérnámsprógramminu, en mest hafa þeir verið 12. Námslæknar í heimilislækn- ingum taka einnig hluta náms síns hér á geðsviði Landspítalans,“ segir Nanna. „Aðsóknin í sérnámið hefur verið góð og við höfum hingað til getað tekið við flestum sem hafa sýnt sérnáminu áhuga.“ Námið er vel skipulagt Þær lýsa náminu þannig að tvo daga í mánuði eru fastir skipulagðir kennsludag- ar „Þá mæta námslæknarnir inn á Klepp- spítala og hlýða á fyrirlestra um ýmsa þætti geðlækninga.“ Ísafold bætir því við að þetta fyrir- komulag, að hafa kennsluna á Kleppi þar sem næði er til að einbeita sér eingöngu að henni, hafi gefið góða raun. „Þá er ekkert sem truflar og enginn er að skjótast frá til að sinna vinnutengdum verkefnum. Það er skyldumæting fyrir sérnámslækna í kennsluna en ef kennsludagur hittir á hvíldardag í tengslum við vakt má flytja hvíldardaginn til Fyrirlestraprógrammið er sett upp í tveggja ára blokk. Til viðbótar er boðið upp á kennslu og handleiðslu í hugrænni atferlismeðferð sem tekur tvö ár og psycho dýnamískri samtalsmeðferð. Þá er farið í vettvangsheimsóknir á aðrar stofnanir og önnur úrræði í geðheilbrigðis- þjónustunni utan spítalans. Hver námslæknir fær skipaðan hand- leiðara sem fylgir honum í gegnum allt námið og skilar árlega matsskýrslu um framgang og fylgist vel með hvernig námið gengur á öllum stigum. Náms- læknirinn sjálfur gerir einnig mat á framgangi og kennslustjóri, prófessor og handleiðari fara yfir þessi möt á fundum með námslækninum árlega. Þá höfum við um nokkurra ára skeið haft aðgang að bandarísku prófi í geðlækningum, PRITE (psychiatric residency in training examination), sem fer fram á hverju hausti. Þetta er 5 tíma krossapróf sem gefur hugmynd um hversu góða faglega þekkingu viðkomandi námslæknir hefur. Okkur fannst þetta þó ekki gefa nægilega góða mynd af stöðu okkar námslækna svo við höldum einnig munnleg próf að vori þar sem áherslan er lögð á ákveðin sjúkratilfelli með klínískri nálgun. Auk almenna handleiðarans fær námslæknirinn klíníska handleiðslu frá þeim sérfræðingum sem hann starfar með hverju sinni. Þeir koma einnig að mati á námsframvindu svo allir fái sem besta mynd af stöðu námslæknisins.“ Þær bæta því við að svigrúm sé til að námslæknar sinni einnig rannsóknarverk- efnum samhliða náminu og eru nú tveir læknar í doktorsnámi. Aðspurðar um hvort algengt sé að námslæknar taki fyrri hluta sérnámsins hér heima og ljúki því síðan erlendis, segja þær að það gerist vissulega en sífellt fleiri kjósi að ljúka því að fullu hér heima. Kom heim til að stunda sérnámið Ísafold er á síðasta ári í sérnáminu og segir að hún stefni til útlanda að því loknu til að sækja sér meiri reynslu og breidd í þekk- ingu sína. „Það hafa allir gott af því að fara til útlanda á einhverjum tímapunkti og kynnast því hvernig hlutirnir eru gerðir Engin heilsa án geðheilsu Rætt við Nönnu Briem kennslustjóra í geðlækningum og Ísafold Helgadóttur sérnámslækni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.