Læknablaðið - 01.12.2015, Blaðsíða 45
LÆKNAblaðið 2015/101 601
U M F J Ö L L U N O G G R E I N A R
langar vaktir og miklar vökur talin eins
konar manndómsmerki hvers læknis en
það hefur sem betur fer breyst á undan-
förnum árum. Yngra fólkið er duglegra að
setja mörk en þeir eldri voru, fólk vill geta
átt annað líf utan starfsins, sinnt fjölskyldu
og áhugamálum, sem jafnframt stuðlar að
því að halda jafnvægi og góðri heilsu.”
Við erlenda læknaskóla hefur gefið
góða raun að setja sem skyldu að 10-15%
námstíma læknanemans sé varið til að
læra eitthvað allt annað en það sem tengist
læknisfræðinni. „Þetta er hugsað til að
læknirinn eigi sér önnur hugðarefni og
geti kúplað sig algjörlega frá starfinu þegar
svo ber undir.“
Við Heilsustofnunina í Hveragerði
hefur um nokkurra ára skeið verið boðið
upp á sérstakt úrræði fyrir lækna. „Þeir
geta komið án þess að vera skráðir inn
í kerfið og býðst sérstakt húsnæði utan
stofnunarinnar en geta nýtt sér alla
þjónustu og meðferð sem stofnunin býður
uppá. Undanfarin misseri hafa verið hér
einn til fjórir læknar á hverjum tíma og
verið mjög ánægðir. Það er reyndar mis-
jafnt hvað þeir vilja vera útaf fyrir sig en
það er í boði fyrir þá sem það vilja. Þetta
er í rauninni eini möguleikinn sem býðst
hérlendis fyrir lækna að njóta hvíldar og
andlegrar og líkamlegrar endurhæfingar
algjörlega nafnlaust innan heilbrigðis-
kerfisins okkar. Það er viss lækning fólgin
í því að fá viðurkennt að vera veikur af
álagi. Að slík veikindi séu ekki merki um
skort á hörku eða séu persónulegur galli
heldur til marks um að viðkomandi sé ein-
faldlega mannlegur.“
Hjalti Már björnsson
bráðalæknir á Landspítala
Ísland var fyrst allra Norðurlandanna til
að viðurkenna sérgreinina bráðalækningar
árið 1992. Í Svíþjóð hlaut sérgreinin fulla
viðurkenningu á þessu ári og í Finn-
landi árið 2013, í Noregi og Danmörku er
það enn á umræðustigi. Á Landspítala
hefur því verið unnið lengur eftir hug-
myndafræði bráðalækninga en á öðrum
sjúkrahúsum á Norðurlöndum. Bráðadeild
Landspítala hefur nú á að skipa öflugum
hópi sérmenntaðra bráðalækna og er orðin
leiðandi á mörgum sviðum í þróun fagsins
á Norðurlöndum.
Dagana 25. og 26. september síðast-
liðinn var í fyrsta skipti haldið námskeið
undir heitinu EM Iceland í samvinnu
bráðadeildar og Félags bráðalækna. Mark-
mið námskeiðsins var ekki að kenna
bráðalækningar, heldur að deila þeirri
reynslu sem fengist hefur við að innleiða
hugmyndafræði bráðalækninga hér á
landi með þeim læknum í nágrannalönd-
um sem nú standa í raun í sömu sporum
og Íslendingar fyrir 10-20 árum síðan.
Fyrir utan lækna og hjúkrunarfræðinga af
bráðadeild tóku bráðalæknar frá Ástralíu,
Skotlandi og Bandaríkjunum einnig þátt í
kennslu á námskeiðinu.
Námskeiðið sóttu 10 norrænir læknar
sem eru allir að stíga fyrstu skrefin við að
innleiða sérgreinina í sínu heimalandi.
Frekari upplýsingar um námskeiðið eru
á http://brada.is/emi/.
Á myndinni eru Norðmennirnir Florentin Moser, Gudrun Hatlen og Lars Petter Björnsen, Finnarnir Susanna Wilén, Terhi Savolainen og Johanna Tuukkanen, Jostein Dale og
Gayle Galletta frá Noregi, David Caesar Skotlandi og Hans Ruben Tenggren Noregi. – Mynd: Hjalti Már.
Norrænir læknar kynna sér
bráðalækningar á Landspítala