Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.2015, Blaðsíða 26

Læknablaðið - 01.12.2015, Blaðsíða 26
582 LÆKNAblaðið 2015/101 fyrr en 19959 sem tókst að einangra slíkar frumur úr prímötum og þremur árum síðar úr mönnum.10 Af augljósum ástæðum er ekki hægt að sannreyna svipgerð hES-frumna með því að búa til blend- ingsfóstur (chimeras) eins og mögulegt er í músum. Kenniprótein (markers) sem þróuð voru til að rannsaka EC-frumur reyndust því vel til að athuga ósérhæfðu hES-frumurnar. Skilgreining á hES- frumum byggist á þrennu: hES-frumur eru ódauðlegar því þær hafa telomerasa-virkni, hES-frumur tjá sértæk stjórnprótein og sértæk kenniprótein á yfirborði sínu, og hES-frumur mynda af- leiður allra kímlaganna in vitro og furðuæxli in vivo. Aðferðir við stofnfrumurannsóknir hES-frumur viðhalda fjölhæfi sínu þegar þær eru ræktaðar á geisl- uðum eða mitomycin-C meðhöndluðum MEF-hjálparfrumum (mouse embryonic fibroblasts). MEF-frumurnar geta því ekki skipt sér en seyta þó lífsnauðsynlegum þáttum og eru fótfesta fyrir stofnfrumurnar sem vaxa upp í eyjum. Á seinustu árum hefur komið í ljós að vaxtarþættirnir sem MEF-frumurnar seyta og halda hES-frumunum ósérhæfðum eru einkum bFGF (basic Fibroblast Growth Factor) og TGF-beta (Transforming Growth Factor beta).11,12 Þeir stuðla að tjáningu á stjórnpróteininu NANOG13 en heiti þessa próteins er myndað af orðunum Tír na nÓg sem þýðir land hinna ódauðlegu í keltneskum goðsögnum.14 NANOG ýtir undir tján- ingu á OCT4 og SOX2 próteinunum en þessir þrír stjórnþættir eru aðalstjórnþættir hES-frumna og mynda eins konar hringrás hvað varðar stjórnun þeirra sín á milli (mynd 1).15,16 hES-frumum er vanalega umsáð með trypsíni eða svokallaðri cut­and paste-umsán- ingu og þær fluttar yfir á ferskt MEF-undirlag í ræktunarskálum. Sérhæfingu hES-frumna er einkum komið af stað með myndun frumuklasa (aggregates) sem í kjölfarið mynda frumukúlur (embryo­ id bodies) í fjarveru bFGF og TGF-beta. Þessar frumukúlur eru mis- leit blanda af alls kyns frumugerðum. Þetta kallast tilviljanakennd sérhæfing (spontaneous differentiation)17 en þó má beina sérhæfingu hES-frumna í tilteknar áttir með vaxtarþáttum eða hindrum (directed differentiation). Sem dæmi má nefna að hES -frumur sem eru örvaðar með FGF8, Sonic Hedgehog (SHH) og WNT-boðleið- inni en boðflutningur um TGF-beta og BMP (Bone Morphogenetic Protein) um leið hindraður, sérhæfast í dópamínmyndandi tauga- frumur. Þetta hefur verið gert og frumum sem til verða sprautað í heila ungra músa með Parkinsonsjúkdóminn með árangri sem lofar góðu.18-20 Örvun með bFGF og BMP4 (undirflokkur TGFbeta- fjölskyldunnar) leiðir til sérhæfingar í miðlagsfrumum sem svo er hægt að sérhæfa frekar í hjarta- og æðafrumur eða blóðmyndandi stofnfrumur.5,21 Ýmis dýralíkön eru notuð til að athuga öryggi, heimtur og starfhæfi þessara sérhæfðu frumna. Mýs, rottur og svín hafa til dæmis verið notuð til þess að græða hjartavöðvafrum- ur sem þannig voru búnar til í óstarfhæft hjarta eftir að hjartadrep var framkallað með því að binda fyrir kransæðarnar.22-24 Stuttu eftir að tókst að einangra stofnfrumur úr fósturvísum manna komu í ljós ýmis vandamál sem upp gætu komið í stofn- frumulækningum. Tryggja þarf að hES-frumurnar séu algerlega sérhæfðar í viðkomandi frumugerð, því ef hES-frumunum sjálfum væri sprautað í sjúkling gætu þær myndað furðuæxli. Í upphafi krafðist ræktun hES-frumna einnig MEF-hjálparfrumna auk kálfa- sermis og var þá hætta á veirumengun og jafnvel kúariðusmiti. Þessum ótta hefur verið eytt með því að sleppa MEF-hjálparfrum- um og nota sermisfrítt æti. Ennfremur tjá hES-frumur vefjaflokka- prótein (HLA) á yfirborði sínu eftir sérhæfingu og leiðir það til mögulegrar höfnunar sjúklings á þessum frumum við ígræðslu.3 Ein lausn á þessu var að nota klónun, það er fjarlægja kjarna úr eggfrumu og setja kjarna úr líkamsfrumu sjúklings í eggfrumuna í staðinn. Þessi eggfruma yrði látin þroskast í kímblöðrustig, þar sem innri frumumassi yrði nýttur til sérhæfingar í tiltekna frumu- gerð sem væri nauðsynleg sjúklingnum. Hann myndi því ekki hafna frumum sem innhalda hans eigið genamengi. Slík klónun í mönnum í læknisfræðilegum tilgangi tókst nýlega.25 Rannsóknir á fósturvísum eru leyfðar á Íslandi, samanber lög um tæknifrjóvganir, nr. 55 frá 200826 og er því unnt að einangra stofnfrumur úr fósturvísum manna hér á landi samkvæmt núgild- andi lögum. Þess ber þó að geta að slíkar rannsóknir eru undir ströngu eftirliti Vísindasiðanefndar og einangrun stofnfrumna úr mönnum hefur ekki verið framkvæmd hér á landi enn sem komið er, enda dýrt ferli. Endurforritaðar frumur umturna kenningu um óafturkræfðar sérhæfðar frumur Nóbelsverðlaunin í lífeðlis- og læknisfræði árið 2012 skiptust á milli tveggja vísindamanna, John B. Gurdon, Cambridge-háskóla, Bretlandi og Shinya Yamanaka, Kyoto-háskóla, Japan. Verðlaunin voru veitt fyrir að sýna að þroskaðar sérhæfðar frumur er hægt að endurforrita í fjölhæfar stofnfrumur. Niðurstöður þeirra breyttu þeirri almennu skoðun að sérhæfing líkamsfrumna (somatic cells) væri óafturkræf.27 Gurdon klónaði fyrstur manna frosk þar sem hann flutti kjarna úr sérhæfðri líkamsfrumu úr froski í kjarnalaust egg, og sýndi fram á að erfðaupplýsingarnar úr líkamsfrumunni nægðu til að mynda halakörtu (1962). Yamanaka varð fyrstur til Mynd 1. Yfirlitsmynd af einangrun stofnfrumna úr fósturvísum manna. Kím­ blaðran myndast á 5. degi eftir frjóvgun eggs. Frumur næringarhýðis umlykja innri frumumassann sem verður að kímþekju og síðar einstaklingi ef kímblaðran nær að taka sér bólfestu í legi. Ef innri frumumassinn er einangraður og frumurnar ræktaðar við réttar aðstæður vaxa þær í eyjum, eru fjölhæfar og nefnast stofnfrumur úr fóstur­ vísum (hES­frumur). Þá er annaðhvort hægt að halda þeim fjölhæfum eða sérhæfa þær í ákveðna frumugerð. Y F I R L I T S G R E I N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.