Læknablaðið - 01.12.2015, Blaðsíða 50
606 LÆKNAblaðið 2015/101
Í síðasta hluta læknisfræði var okkur gert
að lesa ameríska bók í handlæknisfræði
er var kennd við Christopher nokkurn.
Ekki laðaðist ég að þeirri bók. Keypti
hana að vísu og blaðaði eitthvað í henni
fyrir tíma, en las aðallega breska bók,
A Short Practice of Surgery eftir Bailey
og Love. Hamilton Bailey var í sérstöku
uppáhaldi hjá mér. Hann skrifaði einnig
Physical Signs in Clinical Surgery sem var
ómetanleg varðandi klíník. Það sem eink-
um olli ímigust mínum á Christopher held
ég að hafi verið beinbrotakafli bókarinnar.
Í inngangi hans stóð semsé að óþarft væri
að lýsa einkennum beinbrota þar eð tæp-
ast væri til það krummaskuð að ekki væri
einfalt að fá röntgenmynd. Þó renndi ég
yfir kaflann eins og síðar kemur í ljós.
Beinbrotakaflann í bók Bailey og
Love skrifaði John Charnley sem mun
fyrstur hafa hannað nothæfan gervilið
í mjöðm. Hann lýsti einkennum bein-
brots á einfaldan hátt: „Pain, deformity
and loss of function“, með áherslu á hið
síðasttalda og þótti mér það heldur gagn-
legra en snautleg lýsing Cristophers. Allur
kafli Charnleys var svo eftir því, skýr og
aðgengilegur.
Ég lauk kandídatsprófi í febrúarbyrjun
1961 og var kandídat á handlæknisdeild
Landspítala frá febrúar til ágústloka það
ár. Um sumarið kom til afleysingastarfa
á deildinni kírúrg sem hafði verið um
nokkurt árabil við framhaldsnám og störf
í Svíþjóð, Lundi eða Gautaborg minnir
mig. Fyrsta daginn hans á deildinni skyldi
hann aðstoða prófessor Snorra Hallgríms-
son við kviðarholsaðgerð og var ég einnig
með til að halda í haka. Strax er við, ég
og sá nýi, vorum að þvo okkur þótti mér
maðurinn óvenju viðbragðssnöggur. Í
þann tíð þvoðum við okkur með litlum
handsápum. Skyndilega sá ég að sápan
skrapp eldsnöggt upp úr hendi hans upp
í um höfuðhæð. Hann brá svo snöggt við
að hann greip hana á uppleiðinni. Og jafn-
snöggur var hann að klippa og hnýta fyrir
Snorra í aðgerðinni og fannst mér Snorra
jafnvel þykja nóg um.
Snorra hefur sýnilega litist svo á að
óhætt væri að láta nýliðann operera á eigin
spýtur því daginn eftir var honum falið að
taka gallblöðru. Ég var honum til aðstoðar
og reyndist maðurinn ekki handseinni við
aðgerðina heldur en við að grípa sápuna.
Ég man að Snorri gekk inn og horfði
um stund yfir öxl læknisins og spurði
síðan: „Hvað hefur þú tekið margar gall-
blöðrur?“ Læknirinn leit eldsnöggt við og
Ö l D U n G a D E i l D
Stjórn Öldungadeildar
Magnús B. Einarson formaður, Þórarinn
Sveinsson ritari, Hörður Alfreðsson gjaldkeri,
Guðrún Agnarsdóttir, Kristrún Benediktsdóttir.
Öldungaráð
Bergþóra Ragnarsdóttir, Jón Hilmar Alfreðsson,
Sigurður E. Þorvaldsson, Snorri Ingimarsson,
Tryggvi Ásmundsson.
Umsjón síðu
Páll Ásmundsson
Vefsíða: http://innri.lis.is/oldungadeild-li
Lengi man til lítilla stunda
Vigfús Magnússon fæddist í Reykjavík 3.
júní 1933. Eftir stúdentspróf frá MR vorið
1953 hóf hann nám í læknadeild HÍ og
varð cand. med. í febrúar 1961. Hann fór
til Víkur í Mýrdal haustið 1962 til að ljúka
héraðsskyldu en ílentist þar sem héraðs-
læknir í nærfellt 20 ár. Eftir Víkurdvölina
var hann um skeið heilsugæslulæknir
á Seltjarnarnesi en fór síðan í sérnám í
geðlækningum við geðdeild Landspítalans
og fékk sérfræðingsleyfi í geðlækningum
1989. Hann starfaði á áfengisskor geð-
deildar Landspítala uns hann hóf störf hjá
Tryggingastofnun 1991. Hann var skipaður
aðstoðartryggingayfirlæknir 1995 og sinnti
því starfi þar til hann hætti fyrir aldurs
sakir.
Vigfús var ötull ferðamaður og naut
þess að ferðast um óbyggðir landsins.
Hann varð bráðkvaddur á leið í Nýjadal
21. september síðastliðinn.
Vigfús var virkur félagi Öldungadeildar
LÍ og er hans saknað í okkar hópi. Svo
vildi til að birting pistils hans í þessu
tölublaði var ákveðin skömmu fyrir fráfall
hans.
P.Á.
Félagi kveður
Lj
ós
m
. S
. E
. R
ov
at
i
Vigfús Magnússon