Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.2015, Blaðsíða 22

Læknablaðið - 01.12.2015, Blaðsíða 22
578 LÆKNAblaðið 2015/101 nýlegar rannsóknir frá Sviss og Hollandi7,8 en einnig borið saman við norska rannsókn þar sem 18% sjúklinga lifðu af bráðan brjóst- holsskurð vegna áverka af ýmsum orsökum.10 Sammerkt þessum erlendu rannsóknum er að brjóstholsskurðlæknar framkvæmdu flestar aðgerðirnar, líkt og hér á landi, sem gæti að hluta til skýrt góðan árangur. Í alþjóðlegum leiðbeiningum er lögð áhersla á að þeir sem framkvæmi bráðan brjóstholsskurð hafi reynslu í slíkum að- gerðum, til dæmis brjóstholsskurðlæknar, almennir skurðlæknar sem fást við áverka og bráðalæknar. Hvað árangur varðar skiptir þó mestu máli að ábendingar séu réttar. Þar vegur þyngst hvort sjúklingur hafi lífsteikn (signs of life, SOL) á slysstað eða við komu á spítala. Einnig skiptir miklu að hjartsláttur hafi þreifast og aðrir lífshættulegir áverkar séu ekki til staðar eða að sjúklingurinn hafi mjög skerta meðvitund (lágt Glascow Coma Scale).1 Ef hjartastopp verður utan spítala er lifun miklu verri en ef hjartað stöðvast eftir komu þangað.11 Í nýlegum leiðbeiningum er því víða miðað við að bráður brjóstholsskurður sé ekki framkvæmdur ef hjartastopp hefur varað lengur en 15 mínútur áður en sjúklingurinn kemur á spítala.12 Við teljum að góðan árangur í þessu tilfelli megi fyrst og fremst þakka skjótum flutningi sjúklings á bráðamóttöku og samhentum viðbrögðum bráðateymis á Landspítala. Í Reykjavík er flutn- ingstími með neyðarbíl mjög stuttur í samanburði við erlendar stórborgir, aðeins 6-7 mínútur.13 Ekki lágu fyrir nákvæmar upp- lýsingar í þessu tilfelli um flutningstíma en hann var innan við 10 mínútur og varð til þess að sjúklingurinn náði lifandi inn á bráða- móttökuna. Þar beið viðbúið bráðateymi með bráðalækni, svæf- ingarteymi og brjóstholsskurðlækni. Einnig skiptir máli að áverki var einangraður við hjarta, sjúklingurinn var með meðvitund við komu og hjartastopp varð á bráðamóttöku. Skjót opnun sjúklings á bráðamóttöku var einnig lykilatriði og þótt aðgerðin hafi verið gerð við frumstæðar aðstæður er ólíklegt að sjúklingurinn hefði lifað af flutning á skurðstofu. Loks var mikilvægt að tefja ekki að- gerð með myndrannsóknum öðrum en bráðaómskoðun sem getur komið að góðum notum til að komast að réttri greiningu og flýta réttri meðferð.14 Þetta tilfelli sýnir að bráður brjóstholsskurður á bráðamóttöku getur bjargað lífi sjúklinga með lífshættulega áverka á hjarta. Mik- ilvægt er að velja sjúklinga vel fyrir slíka aðgerð en sjúklingar með ífarandi áverka bundna við brjóstkassa hafa bestar horfur, sérstak- lega þeir sem koma lifandi inn á bráðamóttöku. Í tilfellum þar sem alvarlegt blæðingarlost og gollurshúsþröng valda hjartastoppi eru skjót viðbrögð nauðsynleg til að tryggja blóðflæði til heila. Bráður brjóstholsskurður á því rétt á sér í völdum tilfellum. Þakkir Þakkir fá allir þeir læknar, hjúkrunarfræðingar og annað heil- brigðisstarfsfólk sem komu að meðferð sjúklings á Landspítala. Einnig fá bráðatæknar á neyðarbíl sérstakar þakkir fyrir vaska framgöngu við flutning sjúklings á Landspítala. Heimildir 1. Kaljusto ML, Skaga NO, Pillgram-Larsen J, Tønnessen T. Survival predictor for penetrating cardiac injury; a 10-year consecutive cohort from a scandinavian trauma center. Scand J Trauma Resusc Emerg Med. 2015; 23: 41. 2. Wise D, Davie G, Coats T, Lockey D, Hyde J, Good A. Emergency thoracotomy: „how to do it“. Emerg Med J 2005; 22: 22-4. 3. Clarke DL, Quazi MA, Reddy K, Thomson SR. Emergency operation for penetrating thoracic trauma in a metropo- litan surgical service in South Africa. J Thorac Cardiovasc Surg. 2011; 142: 563-8. 4. Working Group, Ad Hoc Subcommittee on Outcomes, American College of Surgeons-Committee on Trauma. Practice management guidelines for emergency depart- ment thoracotomy. J Am Coll Surg 2001; 193: 303-9. 5. Soreide K, Soiland H, Lossius HM, Vetrhus M, Soreide JA, Soreide E. Resuscitative emergency thoracotomy in a Scandinavian trauma hospital – is it justified? Injury 2007; 38: 34-42. 6. Kortbeek JB, Al Turki SA, Ali J, Antoine JA, Bouillon B, Brasel K, et al. Advanced trauma life support, 8th edition, the evidence for change. J Trauma 2008; 64: 1638-50. 7. Lustenberger T, Labler L, Stover JF, Keel MJB. Resuscitative emergency thoracotomy in a Swiss trauma centre. Br J Surg. 2012; 99: 541-8. 8. Van Waes OJ, Van Riet PA, Van Lieshout EM, Hartog DD. Immediate thoracotomy for penetrating injuries: ten years' experience at a Dutch level I trauma center. Eur J Trauma Emerg Surg. 2012; 38: 543-51. 9. Johannesdottir BK, Mogensen B, Gudbjartsson T. Emergency thoracotomy as a rescue treatment for trauma patients in Iceland. Injury 2013; 44: 1186-90. 10. Pahle AS, Pedersen BL, Skaga NO, Pillgram-Larsen J. Emergency thoracotomy saves lives in a Scandinavian hospital setting. J Trauma 2010; 68: 599-603. 11. Rotondo MF, Bard MR. Damage control surgery for thoracic injuries. Injury 2004; 35: 649-54. 12. Lockey DJ, Lyon RM, Davies GE. Development of simple algorithm to guide the effective management of traumatic cardiac arrest. Resuscitation 2013; 84: 738-42. 13. Mogensen BA, Björnsson HM, Þorgeirsson G, Haraldsson GE, Mogensen B. Árangur endurlífgunartilrauna utan spítala á Reykjavíkursvæðinu árin 2004-2007. Læknablaðið 2015; 101: 137-41. 14. Inaba K, Chouliaras K, Zakaluzny S, Swadron S, Mailhot T, Seif D et al. FAST ultrasound examination as a predictor of outcomes after resuscitative thoracotomy: a prospective evaluation. Ann Surg. 2015; 262: 512-8. ENgLISH SUMMArY Penetrating cardiac injuries usually result in an excessive bleeding and a cardiac tamponade with a very high mortality. If patients reach hospital alive, or within 15 minutes after no signs of life are found, an emergency department thoracotomy (EDT) can be indicated. However, the indications and outcome of this procedure have been debated. We report a 40 year old male that sustained a cardiac stab injury, causing a cardiac tamponade and a circulatory arrest. By performing an EDT with a pericardiotomy and direct cardiac massage, his circulation could be restored and the perforation of the heart sutured. Twelve months later the patient is in good health. This case shows that an EDT can be life saving in patients with penetrating cardiac injuries. Penetrating knife injury to the heart treated with emergency department thoracotomy – case report Sigurdardottir A1, Stefansson So2, Johannesdottir BK1, 3, Gudbjartsson T1, 3 1Departments of Cardiothoracic Surgery, 2Anesthesia and Intensive Care, Landspitali University Hospital, 3Faculty of Medicine, University of Iceland. key words: Emergency department thoracotomy, cardiac injury, knife trauma, stab injury, cardiac tamponade, hemorrhagic shock. Correspondence: Tómas Guðbjartsson, tomasgud@landspitali.is S J Ú K R A T I L F E L L I gegn heilablóðfalli/ segareki Forvörn gegn heilablóðfalli / segareki hjá sjúklingum með gáttatif sem ekki tengist lokusjúkdómum (NVAF) ásamt einum eða fleiri áhættuþáttum. Aðeins Eliquis® tengir saman þessa kosti Veldu Eliquis®, eina Xa hemilinn sem sýnt hefur verið fram á að veiti áhrifaríkari vörn gegn heilablóðfalli/segareki með marktækt minni tíðni á meiriháttar blæðingum samanborið við warfarin2. Eliquis® (apixaban), sem ætlað er til inntöku, er beinn hemill á storkuþátt Xa og hefur eftirfarandi ábendingar: • Forvörn gegn bláæðasegareki (VTE) hjá fullorðnum sjúklingum sem hafa gengist undir valfrjáls mjaðmarliðskipti eða hnéliðskipti. • Forvörn gegn heilablóðfalli og segareki í slagæð hjá fullorðnum sjúklingum með gáttatif sem ekki tengist hjartalokusjúkdómum (non-valvular atrial fibrillation, NVAF) ásamt einum eða fleiri áhættuþáttum, svo sem sögu um heilablóðfall eða tímabundna blóðþurrð í heila (transient ischaemic attack, TIA), aldur ≥75 ára, háþrýstingi, sykursýki eða hjartabilun með einkennum (NYHA flokkur ≥II)1. • Meðferð við segamyndun í djúplægum bláæðum (DVT) og lungnasegareki (PE) og forvörn gegn endurtekinni segamyndun í djúplægum bláæðum og lungnasegareki hjá fullorðnum. Þetta lyf er undir sérstöku eftirliti til að nýjar upplýsingar um öryggi lyfsins komist fljótt og örugglega til skila. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu. Sjá frekari upplýsingar um lyfið á www. lyfjastofnun.is Heimildir: 1. Samantekt á eiginleikum lyfs fyrir Eliquis. 2. Granger CB et al. Apixaban versus warfarin in patients with atrial fibrillation. N Engl J Med 2011; 365: 981–992.2. Áhrifaríkari vörn PF151001 samanborið við warfarin2samanborið við warfarin2 Minni tíðni meiriháttar blæðinga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.