Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.2015, Blaðsíða 46

Læknablaðið - 01.12.2015, Blaðsíða 46
602 LÆKNAblaðið 2015/101 U M F J Ö L L U N O G G R E I N A R Á þessu ári 2015, þegar við fögnum 100 ára kosningarétti kvenna, má minnast þess að 80 ár eru frá merkilegri lagasetningu um fóstureyðingar1,2 og 40 ár frá framsýnum og um margt vel sömdum lögum um sama efni sem enn eru í gildi.3 „Lög um leiðbeiningar fyrir konur um varnir gegn því að verða barnshafandi og um fóstur- eyðingar,“ voru sett á Alþingi árið 1935 og samþykkt af Kristjáni tíunda, konungi Íslands og Danmerkur. Vilmundur Jóns- son landlæknir samdi frumvarpið og lögin mættu tiltölulega lítilli andstöðu í meðförum þingsins.3,4 Ísland var þar með fyrst landa í Vestur-Evrópu til að setja lög sem leyfðu fóstureyðingar. Fyrir 1935 voru engar heimildir til að framkvæma slíka aðgerð og í hegningarlögum frá 1869 var lagt algjört bann við fóstureyðingu að viðlögðum þungum refsingum.4 Samt framkvæmdu læknar á Íslandi fóstur- eyðingar áður en ný lög tóku gildi 1935 og aldrei reyndi á refsiákvæðin. Fóstur- eyðingar fóru aðallega fram á Skt. Jósefs- spítala Landakoti, Skt. Jósefsspítala í Hafnarfirði og Sólheimum í Reykjavík. Gert var útskaf frá legi af ótilgreindum ástæðum, en stundum var þess getið að um fóstureyðingu væri að ræða. Í heil- brigðisskýrslum frá 1932 er getið um 91 fóstureyðingu en landlæknir taldi að tals- verður fjöldi aðgerðanna væri dulinn í skýrslunum og einnig að óviss fjöldi færi fram á stofum utan sjúkrahúsa.4 Lögin frá 1935 voru þannig aðlögun að aðstæðum sem þegar voru til staðar. Þau voru merki- leg vegna þess nýmælis að þar var heim- ilað að taka tillit til félagslegra aðstæðna konunnar auk læknisfræðilegra ástæðna. Minniháttar breyting, meðal annars með viðbót um heimild til fóstureyðingar eftir nauðgun, var gerð 1938. Hins vegar voru þetta ekki fyrstu lög í heiminum sem heimiluðu fóstureyðingar, þau lög voru sett í Sovétríkjunum um 1920. Fyrstu árin eftir setningu fyrri laganna mun fóstureyðingum sennilega hafa fækkað eitthvað, enda var þar kveðið nokkuð fast á um að aðgerð mætti ekki fara fram á félagslegum forsendum ein- göngu og að læknum væri skylt að veita konum leiðbeiningar um getnaðarvarnir. Talið er að nokkur fjöldi kvenna sem átti þess kost hafi leitað til útlanda til að fá fóstureyðingu framkvæmda þegar slíkar ferðir urðu gerlegar upp úr miðri 20. öld. Skráðum aðgerðum fjölgaði samt í takt við breytta tíma, úr að meðaltali 77 á ári 1961- 1965 í yfir 200 á ári 1971-1975.4,5 Meginhluti aðgerðanna var eingöngu af félagslegum ástæðum, en læknar urðu samt að til- greina sjúkdóm hjá konu sem ástæðu aðgerðar: oftast var notuð sjúkdómsgrein- ingin depressio mentis reactiva. Hér var því verið að hagræða málum til hagsbóta fyrir konuna. Nauðsynlegt varð að breyta lög- unum og fylgja fordæmi annarra Norður- landa á árunum upp úr 1970 og koma á rýmri löggjöf sem tók til félagslegra þátta sem gildri ástæðu fyrir fóstureyðingu. Þannig urðu til núgildandi lög nr. 25 frá 1975, „Lög um ráðgjöf og fræðslu varðandi kynlíf og barneignir og um fóstureyðingar og ófrjósemisaðgerðir“, framsýn lög á þeim tíma, sem byggðu að nokkru á gamla grunninum eins og sést á framsetningu og orðalagi þeirra. Lögin voru í þremur hlutum. Fyrsti hluti þeirrra var um ráðgjöf og fræðslu, sá næsti um fóstureyðingar og sá síðasti um ófrjósemiaðgerðir. Var fyrsta hluta laganna fyrst og fremst ætlað að stuðla að kynheilbrigði fólks og koma í veg fyrir ótímabærar þunganir með því að hafa kynfræðslu í skólum landsins og veita ráðgjafarþjónustu um kynlíf og barneignir á heilbrigðisstofnunum.6 Með lögunum var sú breyting gerð að fleiri starfsstéttir fengu það hlutverk að veita fræðslu um getnaðarvarnir og aðra þætti kynheilbrigðis. Skiptar skoðanir komu fram í umræðu um lagafrumvarpið, á Alþingi og utan þess, og ekki voru allir sáttir við þá niður- stöðu sem varð, það er að segja að konan þyrfti samþykki tveggja fagmanna til að fá aðgerð framkvæmda. Nokkrir þingmenn vildu virða sjálfræði konunnar, að fóstur- eyðingu mætti gera að hennar ósk upp að 12 vikum og að hún stæði ein að um- sókninni.7 Í lögunum frá 1935 var ákvæði um greinargerð sem undirrituð skyldi af tveimur læknum áður en aðgerð mætti fara fram. Þetta ákvæði var látið haldast með þeirri breytingu í nýju lögunum að annar samþykkjandi mátti að vera félags- ráðgjafi þegar um félagslegar ástæður var að ræða.2,4 Ákvæði um getnaðarvarna- fræðslu voru enn höfð í nýju lögunum til að auðvelda samþykkt þeirra. Um 1975-lögin varð breið samfélagssátt sem síðan hefur ríkt, þó tilraunir til að þrengja þau hafi nokkrum sinnum verið gerðar. „Fóstureyðing“ er því miður mjög gildishlaðið orð. „Þungunarrof“ lýsir betur því sem hér er af nauðsyn gert. Flestir eru sammála um að löggjöf sem þessi verndar heilsu og jafnvel líf kvenna.8 Dauði tengdur ólöglegum fóstureyðingum er enn raunverulegur þar sem þungunarrof Þungunarrof á Íslandi í 80 ár. Góð reynsla en er þörf á að breyta? Jens a. Guðmundsson dósent/læknir, kvenna- og barnasviði Landspítala og læknadeild Háskóla Íslands Ósk ingvarsdóttir læknir, þróunarsviði Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins Reynir Tómas Geirsson prófessor/læknir, kvenna- og barnasviði Landspítala og læknadeild Háskóla Íslands Sóley S. bender prófessor, hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.