Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.2015, Blaðsíða 43

Læknablaðið - 01.12.2015, Blaðsíða 43
U M F J Ö L L U N O G G R E I N A R LÆKNAblaðið 2015/101 599 annars staðar, en námið hér stenst fyllilega samanburð við það sem gerist í löndunum í kringum okkur. Við höfum mjög góð tengsl við kennslusjúkrahús í Skandinavíu og fylgjumst vel með því sem er að ger- ast,“ segir Nanna. Ísafold kveðst í rauninni hafa haft hálfgerð endaskipti á náminu þar sem hún stundaði grunnám sitt í læknisfræði í Kaupmannahöfn og kom svo heim á kandídatsár og hóf síðan sérnám hér. „Ég ætlaði reyndar ekki að fara í geðlækningar heldur í kvensjúkdómalækningar en eftir að hafa fengið sumarstarf sem læknanemi og unnið hluta af kandídatsárinu á geðdeild varð ekki aftur snúið þar sem vinnan hér kom mér mjög ánægjulega á óvart og áhugi minn á fólki og mannshug- anum nýttist vel. Ég er ánægð með þessa ákvörðun mína.” Hún segir að geðlækningar veiti ein- stakt tækifæri til að tala við fólk og kynn- ast mannlegu eðli – af hverju fólk er eins og það er. Það séu í rauninni mikil forrétt- indi og áskorun að vera treyst fyrir pers- ónulegustu málum og hugsunum fólks. Þetta er mjög krefjandi fag þar sem reynir á innsæi og skilning geðlæknisins til að átta sig á ástandi sjúklings og gera rétta greiningu. Mér hefur einnig fundist afar lærdómsríkt og mikill kostur prógramms- ins hér á Íslandi hvað okkur námslæknum er falin mikil ábyrgð í starfi, þó ávallt sé sérfræðingur til taks og með í ráðum.“ gefandi að starfa með ungu fólki „Starf geðlæknis á geðdeild er ekki frá- brugðið því sem aðrir læknar á öðrum deildum gera. Við byggjum okkar vinnu fyrst og fremst á samtali við sjúklinginn. Læknisfræðilegar rannsóknir eins og blóð- prufur eða myndgreiningar hjálpa okkur takmarkað í greiningarvinnunni. Það er samtal við sjúklinginn ásamt sem ítar- legustum upplýsingum um sögu hans og bakgrunn sem er það sem við byggjum greiningu okkar á. Þetta er þó það sem gerir starfið svo spennandi og skemmti- legt,“ segir Nanna og bætir því við að fyrir þá sem hafi áhuga á að vinna með ungu fólki séu geðlækningar málið. „Alvarleg- ustu geðsjúkdómarnir koma yfirleitt fram hjá fólki fyrir þrítugt. Þá er einstaklingur- inn yfirleitt flosnaður upp úr skóla eða vinnu vegna veikinda sinna. Meðferðin og endurhæfingin sem við sinnum í dag snýst um að koma þessu unga fólki aftur út í lífið og það er fátt meira gefandi en þegar það tekst og hjálpa fólki til að eiga gott líf þrátt fyrir sjúkdóm sinn.“ Fordómar í garð geðsjúkdóma hafa verið mikið til umræðu undanfarin miss- eri sem hefur eflaust haft jákvæð áhrif á afstöðu alls almennings. Þær segja þó hispurslaust að fordómarnir séu einnig til staðar innan heilbrigðisgeirans „Margir eru þeirrar skoðunar að geðlækningar séu ekki nægilega vísindalegt fag sem er fjarri öllum sanni. Í geðlækningum eru stund- aðar mjög vandaðar og umfangsmiklar rannsóknir og þetta er sú grein sem er í hvað mestri þróun innan læknisfræðinnar. Geðlækningar eru spennandi sérgrein sem býður upp á fjölbreyttan starfsvettvang, hvort sem er á sjúkrahúsum eða á stofum, og mikla samvinnu við aðrar fagstéttir. Þetta er því góður vettvangur til að byggja framtíðarstarf sitt á og ekki spillir fyrir að það er skortur á geðlæknum til starfa,“ segja þær Nanna Briem og Ísafold Helga- dóttir að lokum. „Starf geðlæknis á geðdeild er í rauninni ekki svo frábrugðið því sem aðrir læknar gera. Munurinn er þó sá að við getum ekki pantað myndgreiningu eða blóðrannsókn til að finna orsök sjúkdómsins, við verðum að vinna mjög klínískt og það er samtal við sjúklinginn ásamt sem ítarlegustum upplýsingum um sögu hans og bakgrunn sem er það sem við byggjum greiningu okkar á,“ segja þær Nanna Briem kennslustjóri í geðlækningum og Ísafold Helgadóttir sér­ námslæknir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.