Læknablaðið - 01.12.2015, Blaðsíða 49
U M F J Ö l l U n O G G R E i n a R
sem geta haft skaðleg áhrif á frjósemi
manna og fósturþroska,“ segir Þóra.
Fósturskeiðið viðkvæmt
fyrir þrávirkum efnum
„Fósturskeiðið er viðkvæmasta æviskeið
mannsins og áhrif hormónahermandi efna
geta verið mikil,“ segir Kristín. „Ég hef
verið að vinna með hópi vísindamanna
að rannsókn á áhrifum ýmissa efna í um-
hverfinu á íbúa á norðurslóðum. Þetta er
8 landa rannsókn þar sem taka þátt fjöl-
margir vísindamenn, læknar, líffræðingar
og efnafræðingar og rannsóknin beinist
eingöngu að barnshafandi konum og
magni og áhrifum þrávirkra efna á fóstur.
Þrávirk efni safnast upp í fæðukeðjunni og
eyðast mjög hægt í náttúrunni. Mörg þess-
ara efna hafa reyndar verið bönnuð og við
höfum séð að styrkur þeirra hefur minnk-
að verulega í fólki á undanförnum árum
en þó eru þau enn til staðar, enda hverfa
þau ekki. Við höfum einkum skoðað áhrif
þrávirkra efna á frjósemi, mótefnasvar
og taugaþroska. Fjölmörg önnur efni hafa
komið fram síðan sem ekki eru bönnuð
enda áhrif þeirra ekki rannsökuð til hlítar
en þó er vitað að þau hafa áhrif á horm-
ónakerfi mannsins. Meðal þeirra eru ýmiss
konar plastefni og flúorefni. Hver styrkur
þeirra er í okkur Íslendingum hefur ekki
verið rannsakað.“
Kristín bætir því við að efnaiðnaðurinn
sé mjög fljótur að bregðast við þegar
ákveðin efni eru bönnuð með því að
breyta efnafræðilegri samsetningu þeirra
nægilega mikið til að fræðilega sé um að
ræða nýtt efni. „Virkni þess getur þó verið
nákvæmlega sú sama og gamla efnisins en
eftirlitskerfið þarf þá að hefja rannsóknir
á nýja efninu og færa sönnur á að það sé
einnig skaðlegt og það tekur langan tíma.
Þetta er neikvæða hliðin á efnaiðnaðinum í
heiminum í dag.“
Þóra segir jákvæðu hliðina hvað okkur
Íslendinga varðar engu að síður vera þá
að við búum þó við eftirlitskerfi og öryggi
sem það skapar á borð við það besta í
heiminum en þriðji heimurinn nýtur ekki
slíks. Í mæðravernd hérlendis er konum
ráðlagt mjög almennt að neyta hollrar, fjöl-
breyttrar og ferskrar fæðu. Í skýrslunni eru
heilbrigðisstéttir sem einkum vinna með
mæður og ungbörn hvattar til að beita sér
fyrir stefnumörkun sem kemur í veg fyrir
að fólk umgangist hættuleg efni í miklum
mæli og taka virkan þátt í umræðum um
þessi mál, jafnt í heimahéraði sem á lands-
vísu og á heimsvísu. Þessi áhersla FIGO
á fræðslu til almennings beinist kannski
fremur að löndum þriðja heimsins en okk-
ar heimshluta þó vissulega sé full ástæða
til að halda vöku sinni.“
Heimildir
ijgo.org/article/S0020-7292%2815%2900590-1/fulltext –
nóvember 2015.
ruv.is/frett/skadleg-efni-innan-huss-og-utan - nóvember 2015.
LÆKNAblaðið 2015/101 605
IS
/L
R
/0
41
4
/0
17
9
Victoza 6 mg/ml stungulyf, lausn í áfylltum lyfjapenna
NovoNordisk. A 10 BX 07. SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS – Styttur texti SPC
Heimildir
1.
Pratley R, Nauck M, Bailey T, et al; for the 1860-LIRA-DPP-4 Study Group. One year of liraglutide treatment offers sustained and more glycaemic control and weight reduction
compared with sitagliptin, both in combination with metformin, in patients with type 2 diabetes: a randomised, parallel-group, open-label trial. Int J Clin Pract. 2011; 65(4):397-407.
2. Flint A, Kapitza C, Zdravkovic M. The once-daily human GLP-1 analogue liraglutide decreases appetite and energy intake in patients with type 2 diabetes mellitus. Diabetes Obes
Metab. In press. Version 15; 2012
3. Victoza® (liraglutid) SPC, Mars 2015
C
T1 Innihaldslýsing: Einn ml af lausn inniheldur 6 mg af liraglútíði. Einn áfylltur lyfjapenni inniheldur 18 mg af liraglútíði í 3 ml. Ábendingar: Victoza er ætlað til meðferðar á fullorðnum
með sykursýki af tegund 2 til að ná stjórn á blóðsykri í samsettri meðferð með blóðsykurslækkandi lyfjum til inntöku og/eða grunninsúlíni þegar þau, ásamt mataræði og hreyfingu, veita
ekki fullnægjandi stjórn á blóðsykri. Skammtar og lyfjagjöf: Skammtar: Til að auka þol meltingarfæra er upphafsskammturinn 0,6 mg af liraglútíði á sólarhring. Eftir a.m.k. viku á að
auka skammtinn í 1,2 mg. Búast má við því að sumir sjúklingar hafi ávinning af því að auka skammtinn úr 1,2 mg í 1,8 mg og með hliðsjón af klínískri svörun má auka skammtinn í 1,8
mg eftir a.m.k. eina viku til að bæta blóðsykurstjórnun enn frekar. Ekki er mælt með sólarhringsskömmtum sem eru stærri en 1,8 mg. Victoza má bæta við metformín meðferð sem er
þegar til staðar eða við samsetta meðferð með metformíni og tíazólidíndíóni. Halda má áfram að gefa óbreyttan skammt af metformíni og tíazólidíndíóni. Victoza má bæta við meðferð
með súlfónýlúrealyfi sem er þegar til staðar eða við samsetta meðferð með metformíni og súlfónýlúrealyfi eða grunninsúlíni. Þegar Victoza er bætt við meðferð með súlfónýlúrealyfi eða
grunninsúlíni má íhuga að minnka skammt súlfónýlúrealyfsins eða grunninsúlínsins til að draga úr hættu á blóðsykurslækkun. Ekki er nauðsynlegt að sjúklingur fylgist sjálfur með blóðsykri
til að stilla af skammtastærð Victoza. Við upphaf samsettrar meðferðar með Victoza og súlfónýlúrealyfi eða grunninsúlíni gæti á hinn bóginn reynst nauðsynlegt að sjúklingur fylgdist
sjálfur með blóðsykri til að stilla af skammtastærð súlfónýlúrealyfsins eða grunninsúlínsins. Sérstakir sjúklingahópar: Aldraðir sjúklingar (> 65 ára): Ekki er þörf á skammtaaðlögun vegna
aldurs. Reynsla af meðferð er takmörkuð hjá sjúklingum sem eru ≥ 75 ára. Sjúklingar með skerta nýrnastarfsemi: Ekki er þörf á skammtaaðlögun hjá sjúklingum með vægt eða miðlungs-
mikið skerta nýrnastarfsemi (kreatínínúthreinsun 60 90 ml/mín. og 30 59 ml/mín., talið í sömu röð). Engin reynsla er af meðferð hjá sjúklingum með verulega skerta nýrnastarfsemi
(kreatínínúthreinsun minni en 30 ml/mín.). Sem stendur er ekki hægt að mæla með notkun Victoza hjá sjúklingum með verulega skerta nýrnastarfsemi, þ.m.t. sjúklingum með nýrnabilun
á lokastigi. Sjúklingar með skerta lifrarstarfsemi: Reynsla af meðferð hjá sjúklingum með skerta lifrarstarfsemi, á hvaða stigi sem er, er of takmörkuð til að hægt sé að mæla með notkun
Victoza hjá sjúklingum með vægt, miðlungsmikið eða verulega skerta lifrarstarfsemi. Börn: Ekki hefur verið sýnt fram á öryggi og verkun Victoza hjá börnum og unglingum yngri en 18
ára. Engar upplýsingar liggja fyrir. Lyfjagjöf: Ekki má gefa Victoza í bláæð eða í vöðva. Victoza á að gefa einu sinni á sólarhring hvenær dagsins sem er, óháð máltíðum og það má gefa
undir húð á kvið, læri eða upphandlegg. Skipta má um stungustað og tímasetningu án þess að aðlaga skammta. Hins vegar er mælt með því að gefa Victoza inndælingu á u.þ.b. sama
tíma dags þegar búið er að finna hentugasta tíma dagsins. Frábendingar: Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna. Upplýsingar um aukaverkanir, milliverkanir,
varnaðarorð og önnur mikilvæg atriði má nálgast í sérlyfjaskrá – www.serlyfjaskra.is
Markaðsleyfishafi: Novo Nordisk A/S, Novo Allé, DK-2880 Bagsværd, Danmörk. Nánari upplýsingar um lyfið fást hjá umboðsaðila á Íslandi sem er Vistor hf., Hörgatúni 2, 210 Garðabæ,
sími: 535-7000. Textinn var síðast samþykktur í mars 2015. Ath. textinn er styttur. Sjá nánar undir Lyfjaupplýsingar á vef Lyfjastofnunar: www.lyfjastofnun.is
Pakkningastærð(ir): Tveir pennar í pakka. Hver penni inniheldur 3 ml lausn með 6 mg/ml. Hver penni er því 15 skammtar miðað við 1,2 mg/skammt eða 10 skammtar miðað við
1,8 mg/skammt.
Afgreiðslutilhögun (afgreiðsluflokkun): R Verð (samþykkt hámarksverð 1. nóvember 2015): 6 mg/ml, 3 ml x 2 pennar. 19.732 kr.
Greiðsluþátttaka sjúkratrygginga: O. Merkt lyf.