Læknablaðið - 01.12.2015, Blaðsíða 13
LÆKNAblaðið 2015/101 569
1a-b). Fyrir myndatöku með ljóssmásjá af gerðinni Leica DMIRB
(Kerfislíffræðisetur, Háskóli Íslands) voru sýni af roðinu fest með
10% formalíni og síðan lituð með hematoxýlíni og eosíni undir
stöðluðum aðstæðum hjá Vefjarannsóknarstofunni í Reykjavík
(mynd 1c). Fyrir myndatöku með confocal-smásjá af gerðinni
Olympus FV1200 (Lífvísindasetri Háskóla Íslands) voru sýni af
roðinu fest í 10% formalíni. Ekki þurfti að lita roðið fyrir skoðun
með confocal-smásjá þar sem roðið gefur frá sér sjálfvirka flúr-
R A N N S Ó K N
Tafla I. Yfirlit yfir vefjasamrýmanleikapróf á roðinu. Öll próf voru framkvæmd af Toxicon fyrir utan inneitursprófið (endotoxin test) sem var framkvæmt af Isotron Laboratories.
Heiti og stutt lýsing prófs Tilraunalífverur Niðurstöður
MTT-próf: MTT -(3-(4,5-ímetýlþíasól-2-ýl)-2,5-dífenýltetra-
sólíum) ásamt affrumuðu roði var leyst í frumuæti (3 cm2/
ml) og látið út á frumurækt í 24 klukkustundir. Lifandi frumur
brjóta MTT niður. Niðurbrotsafurð MTT er mæld með ljósmæli.
L929 fíbróblastar úr músum
(stofn: C3H)
affrumað roð hafði ekki neikvæð áhrif á lifun l929
fíbróblasta: 79% frumna voru lifandi eftir meðferð með roðinu
miðað við frumur sem fengu sömu meðferð án roðs. Metið
samkvæmt ISo-reglugerð númer 10993-5.
MEM-próf: MEM (Minimum Essential Medium) frumuæti sem
innihélt roð (3 cm2/ml) var látið út á frumrækt sem hafði náð
fullri þekju í 0, 24 eða 48 klukkustundir. Eitrunaráhrif voru
metin með því að skoða form og lögun frumna.
L929 fíbróblastar einangraðir úr
músum (stofn: C3H)
affrumað roð hafði ekki sjáanleg áhrif á lögun l929
fíbróblasta. Metið samkvæmt ISo-reglugerð númer 10993-5.
Vökvi í æð (systemic toxicity test): Roð (30 cm2) var leyst
upp í vökva og gefið í æð (2 ml/min, ~≤50 ml/kg) músa.
Mýsnar voru vigtaðar áður en að þær fengu vökva í æð og
aftur eftir 24, 48 og 72 klukkustundir.
Albínóamýs, Sviss affrumað roð gefið í æð músa reyndist ekki eitrað. Allar mýs
þyngdust eðlilega og engin sjáanleg merki um eitrunaráhrif.
Metið samkvæmt ISo-reglugerð númer 10993-5.
Ígræðsla í vöðva: Ræmum (1X10 mm) af roði var komið
fyrir á vöðvum (paravertebral) músa. Mýsnar voru látnar bera
ígrædda roðið í eina viku. Áhrif voru metin með því að skoða
vefjasýni í ljóssmásjá.
Albínóamýs, Sviss affrumað roð grætt í vöðva músa olli ekki eitrunaráhrifum.
Það olli hins vegar vægu bólgusvari miðað við neikvætt
viðmið. Metið samkvæmt ISo-reglugerð númer 10993-5.
Sótthitapróf (pyrogenicity test): Roð uppleyst í vökva (3
cm2/ml) var gefið í æð (~≤10 ml/kg) á kanínum. Líkamshiti
kanínanna var mældur rétt áður en þær voru sprautaðar
og síðan með 30 mínútna millibili í þrjár klukkustundir eftir
sprautun.
Hvítar kanínur, Nýja-Sjáland affrumað roð gefið í æð olli ekki sótthita í kanínum.
Líkamshiti hækkaði ekki umfram 0,5°C í neinni kanínu. Metið
samkvæmt ISo-reglugerð númer 10993-11.
inneiturspróf (endotoxin test): Roð (21 cm2) var sett í 200
ml af vatni í 15 mínútur við 37°C. Magn inneiturs (EU/ml) var
síðan mælt í flotinu sem roðið var í.
Magn inneiturs í affrumuðu roði mældist innan
viðmiðunarstaðla. Viðmiðunarstaðlarnir miðað við að ekki sé
meira af inneitri en 20 EU/prófefni.
Prófun á ertingu húðar (irritation test): Roði (6,25 cm2) var
komið fyrir á húð í fjórar klukkustundir. Svæði húðar þar sem
roðið var lagt á var skoðað 1, 24, 48 og 72 klukkustundum
eftir að roðið var fjarlægt.
Hvítar kanínur, Nýja-Sjáland affrumað roð veldur ekki bólgusvari í húð kanína. Húð
sem bar roð sýndi engin merki um roða eða bjúg eftir 72
klukkustundir. Metið samkvæmt ISo-reglugerð númer 10993-10.
buehler-próf á næmi húðar (buehler sensitization test):
Roði (6,25 cm2) var komið fyrir á húð í 6 klukkustundir. Svæði
húðar sem var í snertingu við roðið var skoðað 24 og 48
klukkustundum eftir að roðið hafði verið fjarlægt.
Albínóanaggrísir affrumað roð olli ekki aukningu í næmi húðar naggrísa
miðað við viðmiðunarstaðla. Metið samkvæmt ISo-reglugerð
númer 10993-10.
ames-stökkbreytingarpróf: Bakteríustofnarnir sem notaðir
voru búa yfir stökkbreytingum sem valda því að þeir geta
ekki myndað histidín eða tryptofan. Bakteríustofnunum var
komið fyrir í æti sem er snautt af fyrrnefndum amínósýrum
með eða án roðs (3 cm2/ml) og sáð á skálar. Skálar voru
geymdar við 37±1°C í um 70 klukkustundir og eftir það voru
bakteríuþyrpingar á skálunum taldar.
Salmonella typhimurium og
Escherichia coli
affrumað roð leiddi ekki til marktækrar aukningar á tíðni
stökkbreytinga (p≤0,05). Metið samkvæmt ISo-reglugerð
númer 10993-3.
litningafrávikspróf: Roð var leyst í frumuæti (3 cm2/ml) og
hellt út á frumurækt, eftir þrjár klukkustundir var roðið fjarlægt.
Frumum var síðan leyft að vaxa í nýju frumuæti án roðs í 24
klukkustundir til viðbótar. Að lokum voru frumur litaðar með
Giemsa-lit sem binst litningum.
Frumur úr eggjastokk hamsturs,
Kína (chinese hamster ovary
cells)
affrumað roð olli ekki sjáanlegri breytingu á lögun litninga
miðað við neikvætt viðmið. Metið samkvæmt ISo-reglugerð
númer 10993-12.
Örkjarnapróf (micronucleus assay). Vökva með roði (3 cm2/
ml) var sprautað (~≤20 ml/kg) í kviðarhol músa. Músunum var
fórnað eftir 24 klukkustundir og sneiðar úr beinmerg skoðaðar
í smásjá.
Rauðkorn úr albínóamúsum,
Sviss
affrumað roð olli ekki marktækri aukningu á smákjörnóttum
rauðkornum, (p≤0,05). Metið samkvæmt ISo-reglugerð númer
10993-3.
langtíma eitrunarpróf (subchronic toxicity test). Roðið
(10 cm2) var grætt undir húð á rottum (n=20). Eftir 90 daga
var rottunum sem fengu roð fórnað ásamt viðmiðunarhóp
(n=20) sem fékk enga meðferð. Eitrunaráhrif voru metin með
smásjárskoðun, þyngdarmælingum og blóðfræði.
Albínóarottur affrumað roð grætt undir húð olli ekki marktækum
eitrunaráhrifum miðað við viðmiðunarhóp (p≤0,05). Metið
samkvæmt ISo reglugerð númer 10993-11.