Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.2015, Blaðsíða 13

Læknablaðið - 01.12.2015, Blaðsíða 13
LÆKNAblaðið 2015/101 569 1a-b). Fyrir myndatöku með ljóssmásjá af gerðinni Leica DMIRB (Kerfislíffræðisetur, Háskóli Íslands) voru sýni af roðinu fest með 10% formalíni og síðan lituð með hematoxýlíni og eosíni undir stöðluðum aðstæðum hjá Vefjarannsóknarstofunni í Reykjavík (mynd 1c). Fyrir myndatöku með confocal-smásjá af gerðinni Olympus FV1200 (Lífvísindasetri Háskóla Íslands) voru sýni af roðinu fest í 10% formalíni. Ekki þurfti að lita roðið fyrir skoðun með confocal-smásjá þar sem roðið gefur frá sér sjálfvirka flúr- R A N N S Ó K N Tafla I. Yfirlit yfir vefjasamrýmanleikapróf á roðinu. Öll próf voru framkvæmd af Toxicon fyrir utan inneitursprófið (endotoxin test) sem var framkvæmt af Isotron Laboratories. Heiti og stutt lýsing prófs Tilraunalífverur Niðurstöður MTT-próf: MTT -(3-(4,5-ímetýlþíasól-2-ýl)-2,5-dífenýltetra- sólíum) ásamt affrumuðu roði var leyst í frumuæti (3 cm2/ ml) og látið út á frumurækt í 24 klukkustundir. Lifandi frumur brjóta MTT niður. Niðurbrotsafurð MTT er mæld með ljósmæli. L929 fíbróblastar úr músum (stofn: C3H) affrumað roð hafði ekki neikvæð áhrif á lifun l929 fíbróblasta: 79% frumna voru lifandi eftir meðferð með roðinu miðað við frumur sem fengu sömu meðferð án roðs. Metið samkvæmt ISo-reglugerð númer 10993-5. MEM-próf: MEM (Minimum Essential Medium) frumuæti sem innihélt roð (3 cm2/ml) var látið út á frumrækt sem hafði náð fullri þekju í 0, 24 eða 48 klukkustundir. Eitrunaráhrif voru metin með því að skoða form og lögun frumna. L929 fíbróblastar einangraðir úr músum (stofn: C3H) affrumað roð hafði ekki sjáanleg áhrif á lögun l929 fíbróblasta. Metið samkvæmt ISo-reglugerð númer 10993-5. Vökvi í æð (systemic toxicity test): Roð (30 cm2) var leyst upp í vökva og gefið í æð (2 ml/min, ~≤50 ml/kg) músa. Mýsnar voru vigtaðar áður en að þær fengu vökva í æð og aftur eftir 24, 48 og 72 klukkustundir. Albínóamýs, Sviss affrumað roð gefið í æð músa reyndist ekki eitrað. Allar mýs þyngdust eðlilega og engin sjáanleg merki um eitrunaráhrif. Metið samkvæmt ISo-reglugerð númer 10993-5. Ígræðsla í vöðva: Ræmum (1X10 mm) af roði var komið fyrir á vöðvum (paravertebral) músa. Mýsnar voru látnar bera ígrædda roðið í eina viku. Áhrif voru metin með því að skoða vefjasýni í ljóssmásjá. Albínóamýs, Sviss affrumað roð grætt í vöðva músa olli ekki eitrunaráhrifum. Það olli hins vegar vægu bólgusvari miðað við neikvætt viðmið. Metið samkvæmt ISo-reglugerð númer 10993-5. Sótthitapróf (pyrogenicity test): Roð uppleyst í vökva (3 cm2/ml) var gefið í æð (~≤10 ml/kg) á kanínum. Líkamshiti kanínanna var mældur rétt áður en þær voru sprautaðar og síðan með 30 mínútna millibili í þrjár klukkustundir eftir sprautun. Hvítar kanínur, Nýja-Sjáland affrumað roð gefið í æð olli ekki sótthita í kanínum. Líkamshiti hækkaði ekki umfram 0,5°C í neinni kanínu. Metið samkvæmt ISo-reglugerð númer 10993-11. inneiturspróf (endotoxin test): Roð (21 cm2) var sett í 200 ml af vatni í 15 mínútur við 37°C. Magn inneiturs (EU/ml) var síðan mælt í flotinu sem roðið var í. Magn inneiturs í affrumuðu roði mældist innan viðmiðunarstaðla. Viðmiðunarstaðlarnir miðað við að ekki sé meira af inneitri en 20 EU/prófefni. Prófun á ertingu húðar (irritation test): Roði (6,25 cm2) var komið fyrir á húð í fjórar klukkustundir. Svæði húðar þar sem roðið var lagt á var skoðað 1, 24, 48 og 72 klukkustundum eftir að roðið var fjarlægt. Hvítar kanínur, Nýja-Sjáland affrumað roð veldur ekki bólgusvari í húð kanína. Húð sem bar roð sýndi engin merki um roða eða bjúg eftir 72 klukkustundir. Metið samkvæmt ISo-reglugerð númer 10993-10. buehler-próf á næmi húðar (buehler sensitization test): Roði (6,25 cm2) var komið fyrir á húð í 6 klukkustundir. Svæði húðar sem var í snertingu við roðið var skoðað 24 og 48 klukkustundum eftir að roðið hafði verið fjarlægt. Albínóanaggrísir affrumað roð olli ekki aukningu í næmi húðar naggrísa miðað við viðmiðunarstaðla. Metið samkvæmt ISo-reglugerð númer 10993-10. ames-stökkbreytingarpróf: Bakteríustofnarnir sem notaðir voru búa yfir stökkbreytingum sem valda því að þeir geta ekki myndað histidín eða tryptofan. Bakteríustofnunum var komið fyrir í æti sem er snautt af fyrrnefndum amínósýrum með eða án roðs (3 cm2/ml) og sáð á skálar. Skálar voru geymdar við 37±1°C í um 70 klukkustundir og eftir það voru bakteríuþyrpingar á skálunum taldar. Salmonella typhimurium og Escherichia coli affrumað roð leiddi ekki til marktækrar aukningar á tíðni stökkbreytinga (p≤0,05). Metið samkvæmt ISo-reglugerð númer 10993-3. litningafrávikspróf: Roð var leyst í frumuæti (3 cm2/ml) og hellt út á frumurækt, eftir þrjár klukkustundir var roðið fjarlægt. Frumum var síðan leyft að vaxa í nýju frumuæti án roðs í 24 klukkustundir til viðbótar. Að lokum voru frumur litaðar með Giemsa-lit sem binst litningum. Frumur úr eggjastokk hamsturs, Kína (chinese hamster ovary cells) affrumað roð olli ekki sjáanlegri breytingu á lögun litninga miðað við neikvætt viðmið. Metið samkvæmt ISo-reglugerð númer 10993-12. Örkjarnapróf (micronucleus assay). Vökva með roði (3 cm2/ ml) var sprautað (~≤20 ml/kg) í kviðarhol músa. Músunum var fórnað eftir 24 klukkustundir og sneiðar úr beinmerg skoðaðar í smásjá. Rauðkorn úr albínóamúsum, Sviss affrumað roð olli ekki marktækri aukningu á smákjörnóttum rauðkornum, (p≤0,05). Metið samkvæmt ISo-reglugerð númer 10993-3. langtíma eitrunarpróf (subchronic toxicity test). Roðið (10 cm2) var grætt undir húð á rottum (n=20). Eftir 90 daga var rottunum sem fengu roð fórnað ásamt viðmiðunarhóp (n=20) sem fékk enga meðferð. Eitrunaráhrif voru metin með smásjárskoðun, þyngdarmælingum og blóðfræði. Albínóarottur affrumað roð grætt undir húð olli ekki marktækum eitrunaráhrifum miðað við viðmiðunarhóp (p≤0,05). Metið samkvæmt ISo reglugerð númer 10993-11.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.