Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.10.2015, Síða 9

Læknablaðið - 01.10.2015, Síða 9
LÆKNAblaðið 2015/101 449 Ein tafla á dag Varnar heilablóðfalli og segareki að lágmarki til jafns við warfarín Sambærileg blæðingarhætta og í meðferð með warfaríni en marktækt færri innankúpublæðingar og dauðsföll vegna blæðinga Að taka lyf einu sinni á dag við hjarta- og æðasjúkdómum eykur líkur á því að lyfið sé leyst út af sjúklingi eykur líkur á því að sjúklingur taki lyfið eykur líkur á því að lyfið sé tekið á réttum tíma samanborið við lyf sem taka þarf oftar ♦♦ ♦♦ ♦♦ Heimildir: 1. Samantekt á eiginleikum lyfs fyrir Xarelto. 2. Patel MR et al. N Engl J Med 2011; 365:883-891. 3. Bae JP et al. Am J Manag Care 2012; 18:139-146. 4. Coleman CI et al. Curr Med Res Opin 2012; 28:669-680. Fyrsti beini hemillinn á storkuþátt Xa til inntöku 3 2 2 *1 4 4 L.IS.11.2014.0086 Öryggisupplýsingar: Eins og almennt gildir um segavarnarlyf og blóðflöguhemla verður að nota rivaroxaban með varúð hjá sjúklingum með aukna blæðingarhættu.1 Algengar aukaverkanir ( ≥1/100 til <1/10): Blæðingar: Í tannholdi, margúll, flekkblæðing, blóðnasir, blóðhósti, blæðing í auga, blæðingar í húð og undirhúð, blæðing eftir aðgerðir, blæðing í meltingarvegi, blæðing í þvag- og kynfærum. Aðrar: Blóðleysi, verkir í meltingarfærum og kvið, meltingartruflanir, ógleði, harðlífi, niðurgangur, uppköst, lágur blóðþrýstingur, kláði, útbrot, verkir í útlim, sundl, höfuðverkur, skert nýrnastarfsemi, hækkun á transamínasa, sótthiti, bjúgur í útlimum, skertur almennur styrkur og orka, marmyndun, rennsli úr sárum.1 Ekki er mælt með notkun Xarelto hjá sjúklingum með gervihjartalokur.1 *sem fyrirbyggjandi meðferð gegn heilablóðfalli og segareki hjá fullorðnum sjúklingum með gáttatif án lokusjúkdóms og einn eða fleiri áhættuþætti, svo sem hjartabilun, háþrýsting, aldur ≥ 75 ára, sykursýki, sögu um heilablóðfall eða skammvinnt blóðþurrðarkast1 R I T S T J Ó R N A R G R E I N Fyrri hluta þessa árs fór ég á vegum Al- þjóðaráðs Rauða krossins til Íraks, til Do- huk-borgar í Kúrdistan, til að setja upp og leiða heilsugæsluþjónustu fyrir flóttamenn sem flúðu vopnuð átök kringum Sinjarfjall og Mósulborg hálfu ári fyrr. Styðja átti við heilbrigðisþjónustu sem fyrir var í hér- aðinu. Flóttafólkið bjó þröngt í hálfbyggðum húsum og minni tjöldum í smáþorpum utan við stórborgina. Þjónustan var veitt utanhúss í námunda við híbýlin og starfs- fólkið, læknar, lyfjafræðingar og aðstoðar- fólk, voru sjálf flóttamenn í eigin landi frá ofannefndum svæðum sem eru í 50-100 km fjarlægð frá Dohuk. Reynsla mín af þessu verkefni var marg- þætt. Ein var að starfa með fólki sem var samtímis að vinna úr því áfalli að flýja heimili sín, stundum eftir að hafa séð vini og ættingja aflífaða, pyntaða og rænda. Sjá ungum stúlkum nauðgað og rænt og vita af þeim í ánauð. Fólkið þeirra týnt eða í fangelsum. Veraldlegar eigur horfnar hjá flestum. Margir áttu fyrir stórri fjölskyldu að sjá, bæði eldri og yngri kynslóðum. Sumir eru betur settir menntunar- og fjár- hagslega en sjá enga framtíð í eigin landi vegna hættu á fordæmingu vegna trúar. Það ástand sem ríkir grefur undan trausti, skipar íbúum í fylkingar og skapar hættu á þjóðarmorði eins og reyndin er. Eftir því sem tíminn líður, minnkar vonin um að geta komist heim á ný. Þetta duglega starfs- fólk sem var að vinna úr eigin áföllum, var svo tilbúið og þakklátt að fá tækifæri til að styðja flóttamenn sem var enn verr statt. Skjólstæðingar okkar voru búin að vera meira en 6 mánuði frá heimilum sínum og sáu enga lausn í sjónmáli, helst að það myndi smám saman flytjast í stærri tjald- búðir með þeim kostum og ókostum sem því fylgja. Verkefni dags þeirra voru að sækja matargjafir, teppi og olíuhitara. Þvo þvotta. Lítil sem engin vinna, enginn skóli. Léleg föt, skór og fáir sokkar. Stundum komu fatasendingar, til dæmis ein sem var augljóslega frá Norðmönnum þar sem sumir krakkanna fengu útprjónaðar norsk- ar peysur. Þegar við komum í heimsókn vorum við frétt dagsins og fylgst vel með því sem fram fór. Veikindi flóttafólksins endurspegluðu ástandið; svefnleysi, húðþurrkur, kláði og exem. Sviði í nefi og hálsi, hósti, kvef og staðbundnar sýkingar. Stoðkerfisverkir. Ekki var talað um kvíða né þunglyndi nema í mjög alvarlegum tilvikum. Hrein- lætisaðstaða var afar bágborin. Flóttafólkið í Kúrdistan sveltur ekki, matargjafir eru reglulegar. Aðgengi og vegir eru með eðlilegum hætti og kúr- dísk heilbrigðisstjórnvöld reyna að hafa gott skipulag á þjónustu með hjálp fjölda hjálparstofnana víðsvegar að úr heiminum. Að vinna fyrir Alþjóðaráðið krefst þess að viðkomandi sýni algert hlutleysi, taki ekki þátt í umræðum vegna stjórnmála, uppruna, trúarbragða eða hugmyndafræði. Óhlutdrægni ráðsins fjallar svo um að við reynum að lina þjáningar og í forgangi eru þeir sem eru verst staddir, án tillits til þjóðernis þeirra, uppruna, trúarbragða, kyns, stéttar eða stjórnmálaskoðana. Það er mikið öryggi og einfaldara að hafa þetta að leiðarljósi í hversdeginum en auðvitað reynir fólk að skilja hver þróunin er í stríðs- átökunum og hreyfingin fylgist oft mjög náið með samningaviðræðum, minnir á og upplýsir hvað Genfarsáttmálinn1 þýðir fyrir óbreytta borgara og fanga í stríði. Við ásamt öðrum 190 þjóðum erum aðilar að þessum sáttmála. Því erum við fyrir löngu búin að samþykkja að hjálpa og vernda flóttafólk og hælisleitendur. Samþykkt hefur nú verið að taka á móti 100 flóttamönnum frá Sýrlandi á komandi ári. Sambærilegt við önnur Evrópulönd væri talan 500 og ef miðað er við Danmörk og Svíþjóð væri hún 1200 á ári. Töluverð mótstaða og ótti kemur upp í umræðunni um að taka við flóttafólki á Ís- landi. Við þurfum að ræða það vel og heið- arlega. Hvað erum við hrædd við? Óttinn er kannski margþættur en óæskileg áhrif á íslenskt samfélag ber hæst – að fólk frá framandi löndum aðlagi sig ekki lýðræðis- velferðarsamfélagi, með þeim réttindum og skyldum sem því fylgir. Við höfum mörg góð dæmi þar sem flóttamenn hafa aðlagast vel og auðgað samfélagið okkar. Mikið er af frábæru fagfólki sem hefur reynslu og þekkingu til að vel takist til. Vöndum okkur og vinnum eftir þeim góðu gildum sem við höfum valið okkur.2 Kannski njótum við öll góðs af því að skerpa á þessum gildum, að vera heiðarleg og ábyrg gerða okkar, sýna öðrum mannúð, réttlæti og virðingu. Að mörgu leyti held ég að erfiðast sé að reyna að skilja og gangast við hvernig mannskepnan getur sýnt af sér þvílíka grimmd sem við erum vitni að nú og áður í stríðsátökum og þjóðarmorðum. Við þurfum að ástunda manngæsku til að vega upp á móti þessari illsku sem getur vaxið og gróið innra með okkur. Að verða öðrum að liði, gera öðrum gott og sýna samlíðan er forsenda vellíðunar og hamingju okkar. Mér finnst ágætt að rifja það upp á gráum mánudagsmorgni að við læknar erum í lykilaðstöðu til að gera það. Hreimildir 1. raudikrossinn.is/page/rki_umokkur_genfarsamningar 2. thjodfundur2010.is/ María Ólafsdóttir heimilislæknir, Heilsugæslunni Árbæ sendifulltrúi Rauða Kross Íslands maria2@simnet.is Meeting refugees María Ólafsdóttir MD. PhD General Practitioner International Delagate for The Icelandic Red Cross and ICRC Flóttafólk http://dx.doi.org/10.17992/lbl.2015.10.44

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.