Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.10.2015, Side 11

Læknablaðið - 01.10.2015, Side 11
LÆKNAblaðið 2015/101 451 Inngangur Þátttaka barna og unglinga í skipulögðum íþróttum hefur farið vaxandi undanfarna áratugi.1 Gildi hreyf- ingar og félagsstarfs fyrir líkamlega, andlega og félags- lega heilsu er ótvírætt,2,3 en með vaxandi þátttöku og aukinni tíðni æfinga og keppni eru íþróttameiðsli orðin að umtalsverðu heilbrigðisvandamáli.4-11 Flest íþrótta- meiðsli eru þó væg4,12 en hlutfall alvarlegra meiðsla er um það bil 15%.13 Hluti þeirra getur haft afleiðingar til lífstíðar og valdið skerðingu á lífsgæðum og líkamlegri virkni.1,6,8 Ekki er talið að alvarlegum meiðslum hafi fjölgað hlutfallslega síðustu tvo áratugi,13 þótt fyrir liggi vísbendingar um aukna tíðni höfuðmeiðsla og slits á fremra krossbandi í hné.12 Eftir krossbanda- og liðþófaaðgerðir er algengt að fólk þrói með sér slitgigt14 og samkvæmt nýrri rannsókn15 höfðu þeir sem fóru í slíkar aðgerðir 7 sinnum hærra nýgengi gerviliðaað- gerða í hné en samanburðarhópur, 15 árum síðar. Vaxt- arlínuáverkar verða í 38% tilvika vegna íþróttameiðsla en vaxtartruflanir og aflaganir fylgja vaxtarlínuáverk- um í 15% tilfella.1 Lítið er um rannsóknir á algengi íþróttameiðsla barna og unglinga og mismunandi skilgreiningar á íþróttameiðslum torvelda samanburð á niðurstöðum rannsókna á þessu sviði. Erlendar þversniðsrann- sóknir þar sem spurt var um íþróttameiðsli síðastliðna 12 mánuði sýndu að 50-61% þátttakenda í skipulögðu íþróttastarfi höfðu að minnsta kosti meitt sig einu sinni inngangur: Þátttaka í íþróttum og líkamsrækt hefur farið vaxandi undan- farna áratugi og íþróttameiðsli því orðin algengari. Tilgangur rannsóknar- innar var að meta algengi íþróttameiðsla og brottfall vegna þeirra. Að auki var tilgangurinn að skoða hvort íþróttameiðsli hefðu tengsl við kyn, aldur, þrek, holdafar og iðkun sem var meiri en 6 klukkustundir á viku, miðað við 6 klukkustundir eða minna. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin var þversniðsrannsókn á 457 ung- mennum, 17 og 23 ára. Hæð, þyngd, líkamsfita, fitulaus mjúkvefjamassi, beinmassi og þrek (W/kg) voru mæld en spurningalisti notaður til þess að meta þátttöku í íþróttum og líkamsrækt, algengi íþróttameiðsla og brott- fall. niðurstöður: Fjögurhundruð og fjörutíu (96%) höfðu einhvern tímann stundað íþróttir með íþróttafélagi en 277 (63%) voru hætt, fleiri (p=0,058) í hópi stúlkna (67,6%) en drengja (58,8%). Þrjátíu og sjö (8,4%) hættu vegna íþróttameiðsla. Af þeim sem æfðu með íþróttafélagi síðastliðna 12 mánuði voru 51% sem þurftu læknisfræðilega aðstoð einu sinni eða oftar vegna íþróttameiðsla. Þeir sem æfðu meira en 6 klukkustundir á viku höfðu fimmfalt hærra líkindahlutfall þess að hafa leitað læknisfræðilegrar aðstoðar (oR = 5,30; 95% CI: 3,00-9,42) en þeir sem æfðu 6 klukku- stundir eða minna. Ályktun: Íþróttameiðsli eru talsvert vandamál sem geta valdið brott- falli úr íþróttum. Áhættuþætti íþróttameiðsla þarf að rannsaka betur svo hægt verði að efla forvarnir og tryggja þjálfun sem byggir á gagnreyndum aðferðum. ÁgrIp í íþróttum á tímabilinu.4,5,10,11 Framskyggnar rannsóknir sýna nýgengishlutfall á bilinu 2,08/1000 æfingar og/eða kappleiki (ÆK) til 6,31/1000 ÆK og hlutfallið er hærra meðal drengja en stúlkna.16-18 Rannsókn á alvarlegum íþróttameiðslum sýnir nýgengishlutfall 0,45/1000 ÆK hjá drengjum, 0,26/1000 ÆK hjá stúlkum og 0,39/1000 ÆK í heildina.13 Tölur um algengi brottfalls vegna íþróttameiðsla hafa ekki verið birtar í ritrýndum tíma- ritum svo vitað sé til. Hætta á íþróttameiðslum ungmenna er mismunandi eftir íþróttagreinum en komið hefur fram að hún sé al- mennt minni við ástundun einstaklingsíþrótta en liða- íþrótta.11 Viðamestu rannsóknirnar á nýgengi í mismun- andi íþróttagreinum eru á bandarísku þýði og mælist hæst í amerískum fótbolta, glímu, fimleikum, íshokkí, fótbolta og körfubolta. Þess má geta að handbolti er mjög lítið stundaður þar um slóðir og því ekki meðal þeirra íþróttagreina sem rannsóknirnar taka til.12,13,16 Hættan er líka meiri við keppni en æfingar.12,13,17 Haldgóðar vís- bendingar eru um að fyrri meiðsli hafi forspárgildi fyrir endurtekin meiðsli af sama toga19 en rannsóknir sýna að um 50% unglinga sem lentu í meiðslum höfðu meiðst áður.4,5 Þá reyndust unglingar sem æfa allt árið vera í 43% meiri hættu á álagsmeiðslum en þeir sem fengu hvíld frá íþróttinni í þrjá mánuði á ári.10 Vísbendingar eru um að iðkun íþrótta og líkams- ræktar á bernsku- og unglingsárum geti haft forspár- Greinin barst 13. febrúar 2015, samþykkt til birtingar 8. september 2015. Höfundar hafa útfyllt eyðublað um hagsmunatengsl. Algengi íþróttameiðsla, íþróttaþátttaka og brottfall vegna meiðsla hjá 17 og 23 ára ungmennum Margrét H. Indriðadóttir1 sjúkraþjálfari, Þórarinn Sveinsson2 lífeðlisfræðingur, Kristján Þór Magnússon1 faraldsfræðingur, Sigurbjörn Árni Arngrímsson1 þjálfunarlífeðlisfræðingur, Erlingur Jóhannsson1 lífeðlisfræðingur 1Rannsóknarstofu í íþrótta- og heilsufræðum, menntavísindasviði, 2rannsóknarstofu í hreyfivísindum, heilbrigðisvísindasviði Háskóla Íslands. Fyrirspurnir: Erlingur Jóhannsson erljo@hi.is http://dx.doi.org/10.17992/lbl.2015.10.45 R A N N S Ó K N Nýr valkostur Fyrir jafnan blóðsykur1 Er meðferðin stöðug málamiðlun milli blóðsykursfalla og viðunandi HbA1c?2,3 Myndræn framsetning unnin af Sanofi Tími frá lyfjagjöf undir húð (klst.) In nr e nn sl i g lú kó sa (m g /(k g m ín ) 3 2 1 0 60 12 18 24 30 36 Lantus® Toujeo® Stöðugt Jöfn dreifing Meira en 24 klst. Jafn verkunarprófíll Toujeo® hefur jafnari verkun en Lantus® í a.m.k. 24 klst.1 Toujeo® veitir sambærilega blóðsykur- stjórn og Lantus® með minni hættu á blóðsykurföllum hjá sjúklingum með sykursýki tegund 21,4,5 Auðveldara er að stilla Toujeo® en Lantus® til að ná meðferðarmarkmiðum1,3,4,5 Toujeo® hefur sama langtíma öryggis- prófíl og Lantus® og er á sama verði1,6,7,8 Fyrir sjúklinga með sykursýki tegund 1 og 2 IS -T O U- 15 -0 9- 02 insúlín glargín 300 einingar/ml NÆSTA KYNSLÓÐ GRUNNINSÚLÍNS Frá framleiðendum LANTUS insúlín glargín 100 einingar/ml 1. Toujeo sérlyfjatexti 22.06.2015 kafli 5.1 2. Cooper JG, Claudi T, Thordarson HB. Behandling av type 1-diabetes I spesialisthelsetjenesten – data fra Norsk diabetesregister for voksne. Tidsskr Nor Legeforen 2013; 133: 2257 – 61 3. Home PD, Bergenstal RM, Bolli GB. New Insulin Glargine 300Units/mL Versus Glargine 100 Units/mL in People With Type 1 Diabetes: A Randomized, Phase 3a, Open-Label Clinical Trial (EDITION 4). Diabetes Care 2015. DOI: 10.2337/dc15-0249 [Epub ahead of print 17 Juni 2015]. 4. Riddle MC, Bolli GB, Ziemen M et al. New insulin glargine 300 units/mL versus glargine 100 units/mL in people with type 2 diabetes using basal and mealtime insulin: glucose control and hypoglycemia in a 6-month randomized controlled trial (EDITION 1). Diabetes Care 2014;37:2755–2762. 5. Yki-Järvinen H, Bergenstal R, Ziemen M, et al. New insulin glargine 300 units/mL versus glargine 100 units/mL in people with type 2 diabetes using oral agents and basal insulin: glucose control and hypoglycemia in a 6-month randomized controlled trial (EDITION 2). Diabetes Care 2014; 37:3235–3243. 6. Lantus sérlyfjatexti 29.07.2015, kafli 5.1 7. Lantus styttur sérlyfjatexti 21.09.2015 8. Toujeo styttur sérlyfjatexti 20.08.2015 Sanofi á Íslandi, Vistor hf., Hörgatúni 2, 210 Garðabæ. Sími: 535-7000. Netfang: sanofi@vistor.is

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.