Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.10.2015, Blaðsíða 12

Læknablaðið - 01.10.2015, Blaðsíða 12
452 LÆKNAblaðið 2015/101 gildi um líkamlega virkni á fullorðinsárum.20 Því er til mikils að vinna að viðhalda þátttöku barna og unglinga í íþróttum og lík- amsrækt eins lengi og kostur er, því hreyfingarleysi er talið stærsta lýðheilsuvandamál 21. aldarinnar.2,3 Markmið þessarar rannsóknar var að greina þátttöku ung- menna í íþróttum og líkamsrækt, algengi íþróttameiðsla og brott- fall vegna þeirra. Að auki var markmiðið að skoða hvort íþrótta- meiðsli hefðu tengsl við kyn, aldur, þrek, holdafar og þess að stunda íþróttir og líkamsrækt í meira en 6 klukkustundir á viku miðað við 6 klukkustundir eða minna. Efniviður og aðferðir Rannsóknin er þversniðsrannsókn og ein af mörgum sem er byggð á gögnum úr rannsókninni Atgervi ungra Íslendinga sem er lang- tímaheilsufarsrannsókn á ungmennum fæddum 1988 og 1994. Leitað var eftir þátttöku einstaklinga sem tóku þátt í sams konar rannsókn og bar heitið Lífsstíll 9 og 15 ára Íslendinga og fram- kvæmd var skólaárið 2003-2004. Tilgangur rannsóknarinnar er því að rannsaka langtíma- og aldurshópabreytingar á heilsutengdum þáttum eins og holdafari, hreyfingu, þreki, andlegri líðan og félagslegum þáttum. Þátttakendur Þátttakendur voru 457 ungmenni, 17 og 23 ára, sem höfðu tekið þátt í íslenskum hluta European Youth Heart Study árið 2003, þá 931 talsins. Úrtakið í þeirri rannsókn, sem nefndist Lífsstíll 9 og 15 ára Íslendinga, var af höfuðborgarsvæðinu (60%), frá þéttbýlis- kjörnum á landsbyggðinni (35%) og úr dreifbýli (5%). Aldurs- og kynjaskiptingu úrtaks má sjá í töflu I. Frá höfuðborgarsvæðinu komu 67% en 33% frá Akureyri, Egilsstöðum og Húsavík. Rann- sóknin var samþykkt af Vísindasiðanefnd (VSNa2003060014/03.1) og tilkynnt til Persónuverndar og Geislavarna ríkisins. Aðferðir Mælingar fóru fram á Heilbrigðisstofnun Austurlands, Heil- brigðisstofnun Þingeyinga, Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri og Rannsóknarstöð Hjartaverndar, á tímabilinu ágúst 2011 til janúar 2012. Holdafar Líkamsþyngd var mæld með 0,1 kg nákvæmni, með viðurkennd- um þyngdarmæli (Seca, Model 813) og hæð með 0,1 sm nákvæmni með viðurkenndum hæðarmæli (Seca, Model 217). Líkamsþyngd- arstuðull (body mass index, BMI) var reiknaður með því að deila hæð í öðru veldi í líkamsþyngd (kg/m²). Líkamssamsetning-DXA Fitumassi var mældur með DXA beinþéttnimælitæki (Dual Energy X-Ray Absorptiometry) og fituprósenta reiknuð sem hlutfall fitu af líkamsþyngd. Fitulaus mjúkvefjamassi (lean soft tissue, LST) og beinmassi var mældur og hlutfall reiknað á sama hátt. DXA- mælingar fóru fram á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri (Hologic Discovery QDR 4500) og á Rannsóknarstofu Hjartaverndar (GE Lunar IDXA software 1140.004). Þekkt skekkja er á milli tækjanna og því var leiðréttingarstuðull notaður við útreikninga. Þrek Þrek var mælt með þrepaskiptu hámarksprófi á rafstýrðu þrek- hjóli (Monark Ergometer 839E, Vansbro, Svíþjóð) þar sem hvert þrep tók þrjár mínútur. Þrektala (W/kg) var reiknuð út frá notuðu hámarksafli (Wött) sem hlutfall af líkamsþyngd (kg). Hámarksafl (Wmax) var reiknað út frá jöfnunni: Wmax=W₁+W₂/T/180 þar sem W₁ stendur fyrir heildarafl á síðasta stigi sem lokið var að fullu, en W₂ er aflaukning á lokastigi sem ekki náðist að klára. T er tíminn sem óklárað lokastig tók, mældur í sekúndum. Skilgreining um að hámarksprófi væri náð, var að hámarkspúls næði ≥181 (23 ára) og ≥185 (17 ára) slögum á mínútu og að upplifun áreynslunnar væri ≥19 á Borg-álagsskalanum sem er viðurkenndur alþjóðlegur skali. Það jafngildir þeirri upplifun að ekki séu nema örfáar sek- úndur í örmögnun. Ef aðeins annað af þessu náðist var það mat mælingarmanns hvort hámarksprófi væri náð þegar viðkomandi kaus að hætta. Á hverju stigi var skráð hjartsláttartíðni sem var mæld með þráðlausum púlsmæli (Polar Pacer Tester, Kempele, Finnland) og mat þátttakanda á álagi, samkvæmt Borg-álagsskal- anum. Spurningalisti Úr víðtækum spurningalista um lífsstíl og líkamlega, andlega og félagslega þætti fengust upplýsingar um þrjá meginþætti: Þátttöku í skipulögðu íþróttastarfi og líkamsrækt algengi íþróttameiðsla sem kölluðu á læknisfræðilega aðstoð, síðastliðna 12 mánuði, og algengi íþróttameiðsla sem ollu fjarveru frá æfingum eða keppni, eða brottfalli einhvern tímann á íþróttaferlinum. Reglubundin hreyfing þátttakenda var mæld á tvo vegu. Fyrri mæling mældi fjölda klukkustunda á viku við iðkun íþrótta og/ eða líkamsræktar. Seinni mæling mældi fjölda æfinga- og keppn- isdaga á viku og var sundurgreint hvort iðkunin væri á vegum íþróttafélags eða á eigin vegum. Mælingar á íþróttameiðslum voru gerðar út frá fjórum spurningum. Tvær þeirra voru staðlaðar spurningar um meiðsli (læknisfræðileg aðstoð síðastliðna 12 mán- uði) frá fjölþjóðlegu rannsókninni Heilsa og lífskjör skólabarna (HBSC).21 Þriðja spurningin var hvort þátttakandi hefði þurft að leita til læknis, sjúkraþjálfara eða hjúkrunarfræðings vegna íþróttameiðsla síðastliðna 12 mánuði. Fjórða spurningin snéri að fjarveru frá æfingum og/eða keppni og brottfalli einhvern tímann á íþróttaferlinum. Svarað var fyrir alvarlegustu íþróttameiðslin á ferlinum með þeim svarmöguleika að þátttakandi hefði hætt fyrir fullt og allt vegna meiðslanna. Tölfræðigreining Við úrvinnslu gagna var notaður hugbúnaðurinn PAWS, útgáfa 17,0 (SPSS Inc., Chicago, Illinois; www.spss.com). Marktektarmörk voru skilgreind við 0,05. Lýsandi tölfræði var notuð á allar breyt- R A N N S Ó K N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.