Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.10.2015, Page 13

Læknablaðið - 01.10.2015, Page 13
LÆKNAblaðið 2015/101 453 ur sem rannsóknin tók til. Meðaltal og staðalfrávik var reiknað fyrir samfelldar breytur, og tíðni og hlutföll fyrir flokkabreytur. Kynjasamanburður var gerður með kí-kvaðratprófi fyrir flokka- breytur en með t-prófi fyrir tvö úrtök fyrir samfelldar breytur. Mælingar á íþróttameiðslum voru bornar saman eftir aldri með kí-kvaðratprófi og reyndist ekki vera marktækur munur á aldurs- hópunum. Tölfræðigreining var því ekki aldursskipt. Skoðaðir voru mögulegir áhrifaþættir meiðsla (læknisfræðileg aðstoð; já, nei) síðastliðinna 12 mánaða með lógístískri aðhvarfsgreiningu. Skýribreytan var magn íþrótta og líkamsræktar (≤6 klst/viku og >6 klst/viku). Samfelldar skýribreytur voru þrek og fituhlutfall. Einnig var gerður samanburður, með t-prófi fyrir tvö úrtök, á holdafari, líkamssamsetningu og þreki þeirra sem æfa íþróttir og/ eða líkamsrækt í meira en 6 klukkustundir á viku, miðað við þá sem æfa 6 klukkustundir eða minna, skipt eftir kyni. Niðurstöður Allir þátttakendurnir 457 svöruðu spurningalista og voru hæðar- og þyngdarmældir, 381 fór í DXA mælingu og 385 náðu gildu þrekprófi. Þátttaka í íþróttum og líkamsrækt Sautján þátttakendur (3,7%) sögðust aldrei hafa tekið þátt í skipu- lögðu íþróttastarfi en í hópi þeirra 440 (96,3%) sem einhvern tím- ann höfðu tekið þátt, voru 206 sem sögðust nú að einhverju marki æfa með íþróttafélagi. Í töflu I má sjá að 163 æfðu tvisvar sinnum í viku eða oftar. Sögðust flestir sem æfðu sjaldnar en það, ekki leggja stund á skipulagðar íþróttir lengur. Því var tekin ákvörðun um að þeir teldust í hópi þeirra 277 sem voru hættir. Fjörutíu og tveir þátttakendur (9,2%) stunduðu hvorki líkamsrækt né íþróttir með íþróttafélagi, 275 æfðu 6 klukkustundir á viku eða minna en 140 æfðu meira en 6 klukkustundir á viku. Algengi meiddra og brottfall vegna íþróttameiðsla Á meðal þeirra 206 sem stunduðu íþróttir með íþróttafélagi að einhverju marki, voru 105 (51%) sem höfðu þurft læknisfræðilega aðstoð vegna íþróttameiðsla, einu sinni eða oftar, síðastliðna 12 mánuði. Ef einungis var horft á þá sem æfðu svo til daglega (n=68), var algengið 68%. Ekki var marktækur kynja- eða aldursmunur á því hvort þátttakendur höfðu þurft læknisfræðilega aðstoð. Tafla II sýnir fjölda einstaklinga er hlutu íþróttameiðsli í skipu- lögðum íþróttum, sem orsökuðu fjarveru frá æfingum eða keppni, einhvern tímann á íþróttaferlinum. Hlutfall þeirra var 58,4%. Hjá drengjum 62,8% en 53,4% hjá stúlkum og var sá kynjamunur mark- tækur (p=0,045). Í töflunni kemur einnig fram hlutfall þeirra sem hættu fyrir fullt og allt í íþróttum vegna íþróttameiðsla. Algengi brottfalls var 8,4% og var hærra hjá stúlkum (10,2%) en drengjum (6,8%) en kynjamunur var ekki marktækur (p=0,210). Tengsl íþróttaiðkunar við þrek og holdafar Tafla III sýnir niðurstöður mælinga á þreki, holdafari og líkams- samsetningu, skipt eftir kyni og magni iðkunar. Þar kemur fram að þeir sem verja meira en 6 klukkustundum á viku við iðkun íþrótta og líkamsræktar höfðu meira þrek, lægra fituhlutfall og hærra hlutfall fitulauss mjúkvefjamassa (LST) og beinmassa. Kon- ur sem æfðu meira en 6 klukkustundir á viku höfðu að meðal- tali 21,7% hærra þrek (p<0,001), 12,7% lægra fituhlutfall (p<0,001) og 6,7% hærra hlutfall LST (p<0,001), heldur en þær sem æfðu 6 klukkustundir á viku eða minna. Hjá körlum sem æfðu meira en 6 klukkustundir á viku var þrekið 10% hærra (p<0,001), fituhlut- fallið 20,6% lægra (p<0,001), hlutfall LST 6,1% hærra (p<0,001) og hlutfall beinmassa 7,7% hærra (p=0,002) samanborið við karla sem æfðu 6 klukkustundir á viku eða minna. R A N N S Ó K N Tafla I. Fjöldi þátttakenda, fæðingarár og vikuleg ástundun skipulagðra íþrótta og líkamsræktar. Fjöldi (n) % Karlar (n) % Konur (n) % p-gildi fyrir kynjamun Úrtak 457 242 53 215 47 Fæðingarár 0,629 1994 (17 ára) 256 56 133 55 123 57,2 1988 (23 ára) 201 44 109 45 92 42,8 Skipulagðar íþróttir 0,058 ≥2 sinnum í viku 163 37 96 41,2 67 32,4 Hættir 277 63 137 58,8 140 67,6 Íþróttir/líkamsrækt 0,001 ≥6 klst á viku 275 66,3 132 59,2 143 74,5 >6 klst á viku 140 33,7 91 40,8 49 25,5 Tafla II. Fjarvera frá æfingum og/eða keppni og brottfall vegna íþróttameiðsla, einhvern tímann á íþróttaferlinum. (n=440) % Karlar (n=234) % Konur (n=206) % Aldrei 183 41,6 87 37,2 96 46,6 Styttri en ein vika 60 13,6 41 17,5 19 9,2 1-3 vikur 72 16,4 36 15,4 36 17,5 Lengri en þrjár vikur 88 20 54 23,1 34 16,5 Hætti vegna meiðsla 37 8,4 16 6,8 21 10,2

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.