Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.10.2015, Síða 14

Læknablaðið - 01.10.2015, Síða 14
454 LÆKNAblaðið 2015/101 aðstoð síðastliðna 12 mánuði. Reyndust þeir sem æfðu meira en 6 klukkustundir á viku vera rúmlega fimm sinnum líklegri til þess, miðað við þá sem æfðu 6 klukkustundir á viku eða minna, þar sem ekki var leiðrétt fyrir öðrum þáttum (líkan 1). Líkindahlut- fallið var svipað þegar leiðrétt hafði verið fyrir þreki (líkan 2) og fituhlutfalli (líkan 3). Tengsl meiðsla við þrek og fituhlutfall voru ekki marktæk við aðhvarfsgreiningu. Umræða Af 440 ungmennum sem höfðu einhvern tímann stundað íþróttir með íþróttafélagi sögðust 63% þeirra vera hætt en þó aðeins 9,2% sem sögðust hvorki stunda íþróttir né líkamsrækt. Íþróttameiðsli voru orsök þess að 58,4% þeirra sem einhvern tímann æfðu með íþróttafélögum höfðu sleppt æfingum eða keppni og 8,4% hættu íþróttaþátttöku vegna meiðsla. Algengi meiddra (LA) í íþróttum með íþróttafélagi síðastliðna 12 mánuði var 51% en 68% ef skoðaðir voru sérstaklega þeir sem æfðu svo til daglega. Þeir sem stunduðu íþróttir og líkamsrækt í meira en 6 klukkustundir á viku voru rúmlega 5 sinnum líklegri til þess að hafa meiðst síðastliðna 12 mánuði, en höfðu betra þrek, meiri beinmassa, lægra fituhlut- fall og hærra hlutfall LST en þeir sem æfðu 6 klukkustundir eða minna. Í hópi karla sögðust 58,8% vera hættir í íþróttum en 67,6% kvenna. Svipaður kynjamunur kom fram í íslenskri rannsókn,22 en eftir 10 ára íþróttaiðkun unglinga í árgangi 1990, voru 45,9% stráka og 35,3% stelpna enn að æfa. Þar kom einnig fram að brott- fallið reyndist mest í fimleikum og sundi þar sem stelpur voru fjölmennari en minnst í fótbolta þar sem stelpur voru fámennari. Ólíkt hlutfall kynja í fjölmennum íþróttagreinum getur því skýrt að hluta kynjamun brottfalls í okkar rannsókn. Þeir sem æfðu meira en 6 klukkustundir á viku voru 5 sinnum líklegri til þess að hafa leitað læknisfræðilegrar aðstoðar síðastliðna 12 mánuði heldur en þeir sem æfðu 6 klukkustundir á viku eða minna. Kyn, aldur, þrek og fituhlutfall höfðu ekki marktæk tengsl við íþróttameiðsli í aðhvarfsgreiningu. Niðurstöðunum svipar til þeirra er fengust hjá Richmond og félögum23 sem fundu marktæk tengsl íþróttameiðsla og íþróttaþátttöku í klukkustundum á viku, en ekki voru tengsl við kyn og líkamsþyngdarstuðul. Hins vegar kemur fram í yfirlitsgrein24 að börn og ungmenni sem voru yfir kjörþyngd hafi verið líklegri til þess að meiðast við íþróttaiðkun en iðkendur í kjörþyngd. Einnig eru til vísbendingar um að lélegt þrek gæti verið áhættuþáttur íþróttameiðsla hjá börnum og full- orðnum.25 Hagstæðari líkamlegir eiginleikar þeirra sem æfðu meira en 6 klukkustundir á viku gætu verið ávinningur þeirra æfinga sem þeir höfðu stundað umfram hina. Einnig er mögulegt að þeir sem höfðu hagstæðara þrek og holdafar vegna erfða og umhverfisþátta Hugsanlegir áhættuþættir meiðsla Í þessari rannsókn var hópurinn sem stundar bæði æfingar með íþróttafélögum og/eða líkamsrækt á eigin vegum skoðaður sér- staklega (n=415). Af 411 iðkendum sem svöruðu spurningum um íþróttameiðsli voru 126 (30,7%) sem þurftu læknisfræðilega aðstoð (LA) síðastliðna 12 mánuði. Algengara var að hafa leitað sér að- stoðar meðal þeirra sem æfðu meira en 6 klukkustundir á viku en meðal þeirra sem æfðu 6 klukkustundir á viku eða minna. Í þeirra hópi (n=139) höfðu 76 leitað sér aðstoðar, en 50 í hópi þeirra sem æfðu 6 klukkustundir á viku eða minna (n=272). Við greiningu á þessum niðurstöðum var notuð lógístísk aðhvarfsgreining (tafla IV) og fundið líkindahlutfall þess að hafa þurft læknisfræðilega R A N N S Ó K N Tafla III. Líkamlegir eiginleikar þátttakenda sem stunduðu íþróttir og/eða líkamsrækt. Vikuleg iðkun skipulagðra íþrótta og/eða líkamsræktar ≥6 klst (n=275) >6 klst (n=140) Fjöldi Meðaltal (SF) Fjöldi Meðaltal (SF) p-gildi Konur Hæð, sm 143 167,0 (6,5) 49 167,0 (5,6) 0,913 Þyngd, kg 143 65,6 (11,8) 49 63,8 (8,2) 0,317 BMI, kg/m² 143 23,4 (3,9) 49 22,9 (3,2) 0,373 Fitumassi, kg 115 21,9 (7,8) 47 18,7 (5,2) 0,01 Fitumassi, % 115 33,1 (6,6) 47 28,9 (5,3) <0,001 LST, kg 115 40,4 (4,8) 47 42,8 (4,6) 0,005 LST, % 115 63,1 (6,5) 47 67,2 (5,0) <0,001 Beinmassi, kg 115 2,4 (0,3) 47 2,4 (0,3) 0,168 Beinmassi,% 115 3,7 (0,5) 47 3,8 (0,4) 0,075 Þrek (W/kg) 112 2,3 (0,4) 40 2,8 (0,4) <0,001 Karlar Hæð, sm 132 181,0 (6,8) 91 180,0 (6,2) 0,27 Þyngd, kg 132 79,4 (19,9) 91 76,1 (12,2) 0,157 BMI, kg/m² 132 24,1 (5,5) 91 23,4 (3,2) 0,252 Fitumassi, kg 110 18,8 (13,6) 74 14,2 (6,9) 0,008 Fitumassi, % 110 22,0 (8,3) 74 17,5 (5,9) <0,001 LST, kg 110 57,5 (7,9) 74 61,0 (7,2) 0,003 LST, % 110 74,1 (8,1) 74 78,6 (5,9) <0,001 Beinmassi, kg 110 3,0 (0,5) 74 3,2 (0,5) 0,003 Beinmassi,% 110 3,9 (0,6) 74 4,2 (0,4) 0,002 Þrek (W/kg) 113 3,0 (0,6) 85 3,3 (0,5) <0,001 Skammstafanir: SF, staðalfrávik; BMI, líkamsþyngdarstuðull (body mass index); LST, fitulaus mjúkvefjamassi (lean soft tissue). Tafla IV. Aðhvarfsgreining á tengslum íþróttameiðsla (LA) síðastliðna 12 mánuði við magn iðkunar. Fjöldi (%) Líkan 1 Líkan 2aᵃ Líkan 3bᵃ Vikuleg iðkun Án LA LA oR 95% CI oR 95% CI oR 95% CI ≥6 klst 222 (81,6) 50 (18,4) 1 Viðmið 1 Viðmið 1 Viðmið >6 klst 63 (45,3) 76 (54,7) 5,36 3,40 - 8,43 4,13 2,46 - 6,93 5,3 3,00 - 9,42 Skammstafanir: LA, læknisfræðileg aðstoð; CI, öryggisbil; oR, líkindahlutfall.ᵃ aLeiðrétt fyrir þreki.ᵃ bLeiðrétt fyrir þreki og fituhlutfalli.

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.