Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.10.2015, Blaðsíða 24

Læknablaðið - 01.10.2015, Blaðsíða 24
464 LÆKNAblaðið 2015/101 Y F I R L I T S G R E I N þættina OCT4, SOX2 og NANOG sem nauðsynlegir eru í innri frumumassa kímblöðrunnar og stofnfrumum úr fósturvísum. Þessir þættir viðhalda fjölhæfi frumanna jafnframt því sem þeir ræsa fjölhæfisprógram í líkamsfrumum og stuðla að myndun iPS- fruma.6 Einnig eru frumur kímþekjunnar, sem eru forverafrumur kímfruma, fjölhæfar og svipar mjög til stofnfruma úr fósturvísum. Þannig er tjáningu fjölhæfisgena haldið við í frumkímfrumum við sérhæfingu þeirra á meðan hún er bæld í sérhæfingu líkamsfruma sem á sér stað samhliða sérhæfingu kímfruma.27 Þrátt fyrir tjáningu fjölhæfisþátta eru frumkímfrumur sérhæfð- ar frumur sem aðeins gefa af sér kímfrumur og teljast því hafa undirliggjandi fjölhæfi. Þetta fjölhæfi er meðal annars afhjúpað þegar kímfrumur manna eru settar í vefjarækt ásamt „fibroblast growth factor“ (FGF) og „leukemia inhibitory factor“ (LIF). Við það verða frumurnar aftur fjölhæfar og er hægt að viðhalda þeim í rækt ásamt því að unnt er að sérhæfa þær í frumur fósturlaganna þriggja.28 Þessar frumur eru kallaðar „embryonic germ cells“ (EG) og svipar mjög til stofnfruma úr fósturvísum að eðliseiginleikum, meðal annars vegna þess að hægt er að setja þær inn í kímblöðru músa þar sem þær þroskast samhliða öðrum frumum innri frum- umassa kímblöðrunnar. Ólíkt EG-frumum músa þá viðhalda EG- frumur manna genagreypingu og þroskast því í öll kímlögin í músakímblöðrum sem komið er fyrir í ónæmisbældum hýslum, og mynda ekki sjálfkrafa æxli.29 EG-frumur teljast ekki lengur til kímlínunnar heldur hafa afsérhæfst og misst tjáningu gena sem tjáð eru í kímfrumum samhliða því að þær verða fjölhæfar. Jafnframt því að tjá fjölhæfisþætti, bæla frumkímfrumur tjáningu gena sem stuðla að sérhæfingu líkamsfruma.3,30 Umrit- unarþátturinn BLIMP1 er tjáður sértækt í frumkímfrumum við sérhæfingu þeirra og er nauðsynlegur fyrir myndun þeirra.31,32 Hann bælir tjáningu líkamsfrumugena svo sem Hox-gena og er því ábyrgur fyrir því að afmarka fjölhæfi kímfrumanna.33 Ásamt BLIMP1 eru tveir aðrir þættir, PRDM14 og AP2γ, ræstir á svipuð- um tíma við sérhæfingu frumkímfruma músa. Þessir þrír þættir vinna saman við að keyra áfram sértæka genatjáningu einkenn- andi fyrir frumkímfrumur.34,35 Tap sérhvers þessara þátta veldur því að séhæfing frumkímfruma raskast.31,32,36,37 Þegar þessar rannsóknir úr músum voru heimfærðar upp á frumkímfrumur manna kom í ljós að þær tjá BLIMP1 og AP2γ en ekki PRDM14 við sérhæfingu.3-5 Einnig kom í ljós að manna- frumurnar tjáðu ekki fjölhæfisþáttinn SOX2 eins og músafrum- urnar, heldur umritunarþáttinn SOX17 í staðinn,3,4,15 en sá þáttur er einnig mikilvægur í sérhæfingu innlags. Í mannakímfrumum er SOX17 því nauðsynlegt til þess að ræsa sérhæfingu frumkím- fruma, því þegar SOX17-genið er slegið út í frumurækt myndast þær ekki.3 SOX17 ræsir því næst tjáningu á BLIMP1 ogAP2γ, en PRDM14 er aðeins dauft tjáð á þessu stigi. Vegna þess að það tókst að sérhæfa frumkímfrumur manna í rækt, var mögulegt að staðfesta að margir þættir mikilvægir fyrir kímfrumusérhæfingu væru nauðsynlegir bæði í mönnum og músum. Einnig var afhjúpaður mikilvægur munur í verkun um- ritunarþátta á milli manna og músa og hann sannreyndur með út- sláttartilraunum. Þessar tilraunir undirstrika því mikilvægi þess að koma á heildstæðu ræktarkerfi fyrir kímfrumur manna þannig að unnt verði að afhjúpa frekar mikilvæga stjórnþætti í þroskaferli þeirra. Fjölhæfi (pluripotency): Hæfileiki frumu til að þroskast í eða gefa af sér dótturfrumur sem mynda allar líkamsfrumur lífveru, sem og frumur kímlínunnar. alhæfi (totipotency): Hæfileiki frumu til þess að gefa af sér dótturfrumur sem mynda alla vefi lífveru, jafnt utanfóstursvefi eins og fylgju og aðra stoðvefi, sem og líkamsfrumur lífverunnar sjálfrar og kímlínu. líkamsfrumur (somatic cells): Allar frumur lífveru fyrir utan kímfrumur, sem mynda líkama lífverunnar. Líkamsfrumur og dótturfrumur þeirra geta ekki lagt frumur af mörkum til kímlínunnar og erfast því ekki til næstu kynslóðar. Grunnástandsfjölhæfi (ground state pluripotency): Fjölhæfisástand sem kemur fyrir í frumum í innri frumumassa manna og músafóstra á sama tíma og fruminnlag (hypoblast) myndast. Í þessu ástandi er há tjáning fjölhæfisþátta, en lág eða engin tjáning umritunarþátta sem taka þátt í sérhæfingu í líkamsvefi. kímlagsvakið fjölhæfi (lineage primed pluripotency): Fjölhæfisástand fruma kímþekjunnar eftir bólfestu fóstursins, áður en þær sérhæfast í kímlögin þrjú eða frumkímfrumur. Frumur sem bera kímlagsvakið fjölhæfi hafa hafið tjáningu ákveðinna umritunarþátta sem stjórna vefjasérhæfingu en hafa þó ekki sérhæft sig eða skuldbundið sig til sérhæfingar. innri-frumumassi (inner cell mass, ICM): Fjölhæfur frumuklasi í kím- blöðru sem þroskast yfir í kímþekju við bólfestu mannafósturs. Frumur innri frumumassans gefa af sér kímlögin þrjú auk kímfruma. kímþekja (epiblast): Fjölhæft þekjufrumulag fósturvísis eftir bólfestu sem gefur af sér kímlögin þrjú auk kímfruma. næringarhýði (trophectoderm): ysta frumulag fósturvísis á stigi kím- blöðru sem myndar utanfóstursvefi eins og fylgju. Holfóstursmyndun (gastrulation): Kerfisbundin myndun þrílaga disks fósturvísis, sem samanstendur af innlagi, útlagi og miðlagi, úr frumum kímþekjunnar. Formþroskun (morphogenesis): Þroskun fósturs og vefja í endanlega byggingu/lögun. kynkambar (genital ridge): Forverar kynkirtlanna sem þroskast úr fóstur- bandvef. Genagreyping (genomic imprinting): Stjórnun á genatjáningu eftir sam- sætum þannig að samsætan sem erfist frá öðru foreldrinu er bæld en hin virk. Grundvöllur genagreypingar er DNA-metýlering sem er sett á stjórnraðir í kímfrumum fyrir meiósu. Fyrst er DNA-metýleringin sem erfðist frá foreldrum strokuð út og hún endurskrifuð eftir því af hvaða kyni fóstrið sjálft er.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.