Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.10.2015, Side 37

Læknablaðið - 01.10.2015, Side 37
LÆKNAblaðið 2015/101 477 U M F J Ö L L U N O G G R E I N A R hún væri hins vegar nýtt sjónarhorn sem fengist með því að spyrja hvað veldur heilsu og vellíðan, í stað þess að spyrja hvað veldur sjúkdómi.“ Lindström tekur í sama streng og segir ekki eins langt bil á milli Pathogenesis og Salutogenesis og margir vilja meina. „Þetta helst í rauninni í hendur í allri meðferð hvort sem menn vilja viðurkenna það eða ekki. Okkur hættir til að meta heilsufar sjúklinga út frá áhættuþáttum og dánartíðni í stað þess að horfa á heilsu hans og lífslíkur, finna jákvæðu þættina í lífi hans fremur en þá neikvæðu. Hugar- far mitt breyttist þegar ég sem ungur læknir var að meðhöndla 17 ára gamla stúlku sem var með ólæknandi slímseigju- sjúkdóm (cystic fibrosis) en hún geislaði af gleði og kvaðst vera ástfangin og ætla sér að giftast og eignast börn. Þetta varð til þess að ég endurskoðaði alla afstöðu mína til sjúkdóma og hvað er fólgið í raunveru- legum lífsgæðum þrátt fyrir erfiðleika og áföll. Ég breytti í rauninni um stefnu sem læknir í kjölfar þessa og fékk brenn- andi áhuga á lýðheilsu og hóf að rannsaka heilsufar barna á Norðurlöndunum. Til þessa hafa verið framkvæmdar þrjár stórar rannsóknir með þátttöku allra Norður- landanna, hin fyrsta árið 1986 og síðan á tíu ára fresti eftir það.“ Í hverju eru lífsgæði fólgin? Lindström lýsir starfi sínu að rannsóknum á lýðheilsu með þeim orðum að hann hafi viljað komast að því hvað væri fólgið í raunverulegum lífsgæðum. „Við viljum öll lifa góðu lífi en það er margt sem getur skert lífsgæðin. Sumt er raunverulegt og annað er bundið hugarfari. Þegar ég kynntist Antonovsky og kenningum hans um Salutogenesis fannst mér ég hafa fundið lykil að þessu. Það var mjög mikil- vægt skref þegar Háskólinn í Þrándheimi stofnaði prófessorsstöðu í Salutogenesis og veitir hugmyndafræðinni verðskuldaðan akademískan stall.“ Í kjölfarið spyr Pétur hvort það gæti ekki gert fag og fagmennsku heilbrigðis- starfsmanna ríkari og breiðari að vinna í mismiklum mæli (háð tilfellum) sam- kvæmt bæði meinafræðilegri og salutogen nálgun og mætti þannig oftar mæta þörfum fólks. „Væri stundum betra að nálgast vanda svokallaðs „sjúklings“ út frá því fríska sem enn virkar, byrja þar og ráðleggja samkvæmt því, í stað þess að byggja bara á áhættuþáttum og sjúkdóms- völdum? Er hugsanlegt að þannig megi mæta þungri bylgju lífstílssjúkdóma með meiri árangri? Gæti slík nálgun, þar sem hún á við, hjálpað til að við að takast á við mikla lyfjanotkun Íslendinga eins og margra annarra þjóða?“ „Þetta snýst oft og tíðum einfaldlega um að gera sjúklinginn að meiri þátt- takanda í eigin bata. Hin hefðbundna nálgun læknisfræðinnar gerir sjúklinginn í mörgum tilfellum að óvirkum þátttak- anda í eigin meðferð og lækningu. Þarna eru tvær spurningar sem ekki er hægt að skilja í sundur. Hvað á læknirinn að gera og hvað á sjúklingurinn að gera? Þetta er samtal á milli beggja sem skilar bestum árangri þegar báðir nýta sér alla sína þekkingu og reynslu,“ segir Bengt Lind- ström að lokum. „Nú höfum við skýrar rannsóknarniðurstöður sem sýna svo ekki verður um villst að þessi nálgun bætir líðan og heilsu sjúklinga sem þjást af langvinnum ósmitandi sjúkdómum,“ segir Bengt Lindström prófessor í Saluto genesis við háskól- ann í Þrándheimi í Noregi. Myndin til hægri er af Pétri Heimissyni lækni á Egilsstöðum.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.