Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.10.2015, Qupperneq 45

Læknablaðið - 01.10.2015, Qupperneq 45
LÆKNAblaðið 2015/101 485 Tómas Guðbjartsson, hjarta- og lungna- skurðlæknir á Landspítala og prófessor við læknadeild Háskóla Íslands, hefur verið kjörinn formaður Samtaka hjarta- og lungnaskurðlækna á Norðurlöndunum (Scandinavian Association of Thoracic Surgery). Í samtökunum eiga sæti allir sérfræð- ingar í hjarta- og lungnaskurðlækningum á Norðurlöndunum og er helsta hlutverk samtakanna að skipuleggja fræðslu- og vísindastarf innan sérgreinarinnar. Þetta er í fyrsta sinn sem Íslendingur er valinn forseti í 66 ára sögu samtakanna og segir Tómas að eflaust hafi ráðið úrslitum að hann hafi undanfarin 7 ár verið forseti systursamtaka SATS en þau heita Society of Scandinavian Research in CardioThora- cic Surgery (SSRCTS). „Aðaláhersla okkar á vettvangi SSRCTS hefur verið að lyfta undir vísindarann- sóknir yngra fólksins í greininni og efla samstarf á milli hjarta- og lungnaskurð- deilda á norrænum spítölum. Þetta hefur gengið mjög vel og sennilega þess vegna sem mitt nafn kom upp þegar kjósa átti nýjan forseta SATS. Þetta er sannarlega mikill heiður fyrir mig, enda ungur miðað við fyrri formenn, en þetta eru ansi öflug samtök með nærri 500 félaga. Samtökin eru mjög virk og halda stóra ráðstefnu á hverju ári og það er í rauninni megin- starfið enda mikil vinna í kringum slíkt þinghald. Við höfum verið að stækka áhrifasvið okkar ef svo má segja og styrkja kollega okkar í Eystrasaltslöndunum til að taka þátt. Við gerum ráð fyrir um eða yfir 700 þátttakendum á næsta ársþingi SATS sem verður einmitt haldið í Reykjavík í ágúst 2016.“ Tómas segir 22 hjarta- og lungnaskurð- deildir samtals á Norðurlöndunum og í gegnum starf sitt sem forseti systurfélags- ins SSRCTS hafi hann nú þegar heimsótt þær langflestar og komið á samstarfi á milli margra þeirra um vísindarannsóknir. „Við erum með nokkur mjög spennandi stór rannsóknarverkefni í gangi sem ég hef átt þess kost að leiða. Slík tengsl eru lykillinn að því að viðhalda hinu norræna samstarfi en það hefur verið viss tilhneig- ing í þá átt að leita út fyrir Norðurlöndin til stærri landa í Evrópu og Bandaríkjanna. Ég tel að í rauninni sé heppilegra að eitt minni landanna, eins og Ísland, hafi forgöngu um norrænt vísindasamstarf þar sem ákveðinn rígur getur verið milli stærri sjúkrahúsa. Hér á Landspítalanum er minnsta deildin af þessum 22 en það þýðir ekki að við séum faglegir eftirbátar, síður en svo, og við njótum virðingar til jafns við hinar stærstu. Tilgangur minn með heimsóknum á norrænu deildirnar er líka að mynda tengslanet til að auðvelda íslenskum sérnámslæknum í greininni að komast að á bestu sjúkrahúsum á Norðurlöndunum.“ Tómas Guðbjartsson lauk læknanámi frá Háskóla Íslands árið 1991 og stundaði síðan framhaldsnám í almennum skurð- lækningum og hjarta- og lungnaskurð- lækningum í Svíþjóð og framhaldsnám í hjartaskurðlækningum við Harvard-há- skóla í Boston. Tómas hefur verðið virkur í kennslu og rannsóknum og hefur birt hátt í 200 vísindagreinar og bókakafla, flestar á sviði hjarta- og lungnaskurðlækninga. Að auki hefur Tómas verið virkur í félags- störfum en hann er formaður prófessora- ráðs Landspítala og situr í ritstjórnum Interactive Cardiovascular and Thoracic Surgery og Læknablaðsins. Tómas situr jafnframt í stjórnum Ferðafélags Íslands og Vina Vatnajökuls, er forsprakki Félags Íslenskra fjallalækna (FÍFL) og formaður Skvasssambands Íslands. Tómas er giftur Dagnýju Heiðdal list- fræðingi og eiga þau tvö börn, Guðbjörgu, tónlistarkonu og grafískan hönnuð, og Tryggva, nema í lyfjafræði. Fyrsti íslenski forseti Samtaka hjarta- og lungnaskurðlækna á Norðurlöndunum Tómas Guðbjartsson er fyrsti íslenski forseti SATS, Sam- taka hjarta- og lungnaskurðlækna á Norðurlöndunum. ■ ■ ■ Hávar Sigurjónsson U M F J Ö l l U n O G G R E i n a R H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA - A c ta v is 5 1 8 0 0 2 Virkt innihaldsefni: Hver freyðitaa inniheldur 400 mg af dísúlfíram. Ábendingar: Áfengissýki. Skammtar og lyagjöf: Fullorðnir: Byrjunarskammtur 800 mg daglega í 2–3 daga. Viðhaldsskammtur: 100–200 mg daglega eða 600–800 mg tvisvar í viku. Frábendingar: Ómeðhöndlaðir hjartasjúkdómar, háþrýstingur, staðfest geðrof, alvarlegar vefrænar heilaskemmdir, alvarlegar persónuleikatruanir, áfengisneysla, ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna. Upplýsingar um aukaverkanir, milliverkanir, varnaðarorð og önnur mikilvæg atriði má nálgast í sérlyaskrá – www.serlyaskra.is. Pakkningar og hámarksverð í smásölu (ágúst 2015): 400 mg, 50 stk: 10.538 kr. Afgreiðsluflokkur: R. Greiðsluþátttaka: G. Markaðsleyfishafi: Actavis Group hf. Frekari upplýsingar: www.actavis.is, s: 550 3300. Dagsetning síðustu samantektar um eiginleika lyfsins: 14. febrúar 2012. Ágúst 2015. – 400 mg freyðitöurAntabus Við áfengissýki

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.